Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 24

Vikan - 01.10.1992, Side 24
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON \ UÓSMBRAGIÞÓR JÓSEFSSON MÆ yndiklefinn hans Óskars er ekki kyndi- klefi. Hann er fyrrverandi trésmiðja. Og í þessu sem aldrei var kyndiklefi býr Óskar. Hann er Jónasson - listamaður. Við erum staddir inni í þessum frumlega inn- réttuðu híbýlum, þar er málningin eins og stödd fyrir tilviljun hér og þar, engin teppi en nokkrar mottur, óheflað mótatimbur umlykur salernisaðstöðuna og bak við skrítilegt skil- rúm húkir þreyttur Ijósabekkur. „Stundum...“ segir Óskar og lítur á húðina á sér þegar hann er spurður hvort hann fari þarna í Ijós. „En hann er voðalega þreyttur," bætir hann síðan við, glottandi enda er skinnið á Óskari með bjartara móti. Veggurinn milli stofu og eldhúss nær ofan úr tveggja metra hæð niður í fimmtíu sentímetra - hann er gulur, síðar nærbuxur. Hreinn þvottur á snúrunni. Og það eru engar lappir undir sófanum. Óskar er vinsamlegur náungi. Kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri, málari og handrita- höfundur. Listamaður. Hann er fyrrverandi pönkari og við komum að því, einu sinni spil- aði hann á saxófón en hætti og saxinn dó, saddur lífdaga á frumlegan hátt, við komum líka að þvf síðar. Og það virðist vera hægt að spyrja Óskar að öllu sem manni kemur í hug um hann sjálfan og hvað sem er án þess að koma honum úr jafnvægi. Hann veit að tré- smiðjan hans fyrrverandi hlýtur að koma mönnum spánskt fyrir sjónir. Og fyrsta spurn- ingin er svona: Býrðu svona af fúsum og frjálsum vilja? „Já. En þegar ég flutti hingað þá hélt ég að ég myndi nú ekki halda þetta lengi út en gerði samt tveggja ára leigusamning. Mér hefur hvergi liðið betur." Ha? „Mér hefur hvergi liðið betur af því að það sést svo lítið að það er ekkert búið að taka til, skilurðu, ekkert búið að þrífa - það þarf mikið að ganga á þangað til maður fer að sjá einhver óhreinindi hérna,“ segir Óskar sposkur og fjarlægir ryksuguna frá fótum skrásetjarans eins og hún eyðileggi ímyndina á einhvern hátt. ALLT Í SAGI Glært gólflakk og glært tréakrýl á veggjum. „Hér var allt í sagi þannig að það varð að ryk- binda vel,“ segir Óskar en hann flutti inn í október í fyrra þegar spýturnar og hamrarnir fluttu upp á Höfða. „Inni á klói var gat inn í jarðveginn til að hafa langa planka, nú er búið að múra í það.“ Engar mýs? „Nei, en köng- ullær. Þegar ég sé köngulló hleyp ég hana uppi með ryksugunni. Ég er viss um að það er komin heil borg inn í ryksuguna.“ Ljósalamp- inn? „Það gaf mér hann gömul kona sem hætti með snyrtistofu. En ég á ekkert sjón- varp. Bara sólarlampa." Ekkert sjónvarp? Þarf kvikmyndagerðarmaður ekki að eiga sjón- varp? „Nei, maður fer bara að líta niður á þennan miðil ef maður horfir mikið á hann.“ Óskar Jónasson er tuttugu og níu ára gam- all og hefur komið víða við. Hann er útlærður úr myndlistarskólanum sem málari úr nýlista- og málaradeild. I nýlistadeildinni kviknaöi kvikmyndaáhuginn. Síðan fór hann til London, líkaði stórilla við borgina en kláraði kvik- myndagerðarnám. Samtals hefur hann því tíu ára nám í þessum listgreinum á bakinu. En 24VIKAN 20.TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.