Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 49

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 49
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR • NÝJAR HLJÓMPLÖTUR • NÝJAR HLJÓMPLÖTUR RED HOT AND DANCE: ÝMSIR FLYTJENDUR DANSPOPP í ÞÁGU EYÐNIRANNSÓKNA Safnplata þessi er gefin út til styrktar rannsóknum á sjúk- dómnum eyöni sem farið hef- ur eins og eldur í sinu um gjörvalla heimsbyggð á síð- asta áratug og virðist óviðráð- anlegur. Hér koma meðal annarra fram listamenn á borð við George Michael, Madonnu, Seal, Lisu Stans- field, PM Dawn, Sly and the Family Stone og bresku hljómsveitina EMF. Lögin á plötunni eru öll endurhljóðblandanir nema lög Georges Michael en hann á flest þeirra, alls þrjú. Þetta eru allt vel danshæfar tónsmíðar og er diskurinn tæpar sjötíu mínútur aö lengd. Fröken Stansfield er sívaxandi söng- kona og kemur hennar lag einna best út að mínu mati. Goggi Mækels er líka ágætur, lagið Happy er best með hon- um en ánægja mín er ekki mikil með hljóðblöndun takka- meistarans Brians Eno á lagi EMF, Unbelievable. Ekki nógu gott. Sem heild er þó Red Hot and Dance ágæt dansplata og hér ættu dansfríkin að finna eitthvað við sitt hæfi. Rétt er ennfremur að undir- strika góðan tilgang meö plötu þessari, rannsóknir á eyðni eru svo sannarlega þarfaþing. STJÖRNUGJÖF: *** djöfulganginn sitja í fyrirrúmi. Það vekur strax athygli mína hversu jöfn að gæðum lögin á plötunni eru. Ekkert lag er slappt, sama hvort um er að ræöa rólegri lögin eða þau sem meiri keyrsla er í. Hljóðfæraleikur er hnökra- laus og eins og venja er hjá þungarokkurum ber mest á gítarnum. Tony lommy kemst vel frá því sem hann gerir, er ▼ Lisa Stansfield og George Michael eiga bæöi lög á Red Hot and Dance. ekki sífellt með einhverja fingraleikfimi, gerir hlutina nett og setur fram góða gítarfrasa. Geezer Butler bassaleikari og Vinnie Appice trommari skapa góðan grunn og ofan á allt þetta leggst svo kraftmikill (þó ekki um of) söngur Ronnie James Dio. Bestu lög að mínu mati (meðal jafningja); Time ▼ Black Sabbath. Oft verið titlaóir guöfeóur þunga- rokksins. Machine, Master of Insanity, TV Crimes (ádeila á banda- ríska sjónvarpspresta) og Too Late. Dehumanizer er sterk plata á sínu sviði. STJÖRNUGJÖF: **** THE WEDDING PRESENT: HIT PARADE 1 SEX SMÁSKÍFUR Á DISKI Eitt af mörgum skemmtileg- um uppátækjum þessarar sveitar frá Leeds, sem meðal annars hefur gefið út plötu á rússnesku, er nú komið á geisladisk. Þetta eru sex smáskífur sem WP gaf út með mánaðar millibili, frá jan- úar til og með júní á þessu ári. Því eru tólf lög á plötunni, öll frumsamin nema lagið Falling, sem er af plötu Julee Cruise (úr Twin Peaks þátt- unum), Floating into the Night. Þessi útgáfa á laginu er nokkuð góð en þó mætti söngurinn vera skýrari. Tónlist WP er hrá og oftar en ekki kraftmikil, eins konar nýbylgjurokk, svo sem í lög- unum Go Go Dancer og Don’t Cry No Tears. Lagið California er kannski ekki eins kraftmikið en engu að síður skemmtilegt. Sama má segja um Cattle and Cane. Hit Parade 1 er fyrri hluti þessa uppáækis WP því væntanleg er Hit Parade 2 frá þeim Dave Gedge og félög- um. Það verður fróðlegt að heyra hana. STJÖRNUGJÖF: *** BALLOON: GRAVIYY ENGIN SKAMMTÍMABLAÐRA Þessi enski dúett, sem sam- anstendur af lagasmiðnum lan Bickerton (söngvara, gít- arleikara og píanóleikara með meiru) og David Sheppard (gítar, bassi, trommuforritun og bakraddir með meiru), sendi nýverið frá sér fyrstu af- urðina og skal það sagt strax að hún lofar virkilega góðu. Tónlist Balloon er melódísk popptónlist með áhrifum úr ýmsum áttum en áhrif frá þjóðlagatónlist, þar með tal- inn Bob Dylan, eru einna sterkust. lan Bickerton hefur þýða rödd og raddbeiting hans er góð, minnir stundum eilítið á Bryan Ferry (sérstak- lega í laginu Frighten to Death) og er það ekki slæmt. Balloon hefur rólegt yfirbragð, reyndar líka pínulítið „gáfu- mannalegf. Þeir félagar semja líka hrein og klár popplög og er Wedding Train dæmi um slíka lagasmíð sem er verk þeirra beggja. lan semur þó flest lögin á plötunni eða sjö. Fylgist með þessum dúett því Balloon er aö mínu mati ekki nein biaðra sem springur eftir skamman tíma. STJÖRNUGJÖF: **** BLACK SABBATH: DEHUMANIZER STERK Á SÍNU SVIÐI Dehumanizer er nítjánda plata Black Sabbath og hér er um að ræða þungarokk af gamla skólanum enda nokkuð víst aö þessir kappar eru ekki lengur reiðir ungir menn, sem sumir hverjir láta kraftinn og UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.