Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 13

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 13
ráðandi í huga sér og hafa alltaf á tilfinningunni að maður geti engu breytt.“ - Eftir að þú hefur séð þessa mynd á hvíta tjaldinu í öllu sínu veldi, hvar finnst þér hún vera í röðum þeirra ís- lensku mynda sem þú hefur séð? „Til þess að gera þetta af- skaplega einfalt þá finnst mér hún vera ein af okkar ákaflega fáu stórmyndum á okkar íslenska mælikvarða. Það sem kom mér mest á óvart, eftir að ég sá hana á frumsýningunni - og það má kannski koma fram að ég hafði ekkert séð af henni áður, var hversu vel hafði tek- ist að gera þetta allt saman stórt og hversu mikil stórmynd þetta er. Þá er ég að tala um skipið, landslagið, hvernig það kom út, hvernig þau náðu hafinu og öllu því. Ég hélt að þessi mynd væri smærri í sniðum - þangað til á frum- sýningardaginn." MAÐUR ÞOLDI SIG EKKI - Hvernig var að sitja þarna og bíða eftir að sjá sjálfan sig? „Maður er kominn yfir þá til- finningu að vera kvíðinn. Hún var verst fyrstu tíu árin og síð- an fer maður að sjóast og verður ekki eins brjálaður. Þetta var voðalega vont fyrst.“ - Hvernig þá? „Maður er bara svo asna- legur þarna á tjaldinu þar sem andlitið á manni er flennt út í sex sjö metra að breidd. Mað- ur hreinlega þolirsig ekki, Svo fer manni að verða alveg sama - ekki það að maður hafi batnað neitt heldur deyfist maður fyrir þessu," segir Helgi og hlær dátt. „Mér finnst tónlistin í mynd- inni alveg gríðarlega góð og mér finnst hún ásamt kvik- myndatökunni undirstrika rækilega að þetta er ein af þeim stórmyndum sem við höfum gert. Tónlistin fær mann til að njóta þess sem hefur verið gert. Dæmi um það er hvernig hún lyftir undir sjávarsenurnar og svo áfram og áfram. Það sem hafði einnig mikil áhrif á mig á þarna við frum- sýninguna var til dæmis hversu ánægður ég var með frammistöðu Frakkanna. Nú vissi ég lítið um leikferil þeirra en var mjög ánægður með þeirra senur og hefði jafnvel kosið að sjá meira af þeim. Ég get bara nefnt sem dæmi senu sem mjög auðvelt hefði verið að gera klúðurslega. A í hlutverki afans f „Svo á jöröu sem á hirnni". HLÁTUR ENGIN SÁLUHJÁLP - Nú hefur þú góðan saman- burð á milli kvikmyndaleiks og leiks í leikhúsi. í hvernig hlut- föllum myndir þú vilja hafa þessa vinnu ef þú mættir ráða? „Það er ágætt að blanda þessu. Ég get ekki tekið undir með ýmsum samstarfsmönn- um mínum sem finna sig ekki í túlkun sinni nema þeir séu uppi á sviði fyrir framan áhorf- endur og finni einhverja strauma á milli. Ég hef hins vegar alltaf haft miklu meira gaman af æfingum þannig að ég nýt þess ekki endilega að vera með fullt hús af fólki og hef reyndar ekkert mjög gam- an af því. Það hefur því fallið mér mjög vel í geð að leika í kvikmyndum. Mér finnst líka mjög gaman að fást við þessa tækni. Maður verður að leika sinn hlut og ögunin er allt önnur. Til dæmis er nauðsyn- legt að vita hvort maður er í mjög víðri mynd eða þröngri. Sé maður í þröngri veit maður að ekki má hreyfa sig meira en sentímetra því það þýðir mikla hreyfingu á tjaldinu. Ef maður er hins vegar í víðri mynd getur maður hreyft sig mikið við að koma hlutverki sínu frá sér fyrir myndavélina. Þetta er meðal annars ögrun sem mér finnst skemmtileg." - Gefur þetta þér meira en sviðsleikurinn? „Ég get eiginlega ekki neit- að því.“ - Finnst þér ekkert slæmt hversu sundurleitur leikurinn er - að leika allt stykkið í pörtum og jafnvel ekki í tíma- röð? „Þetta krefst þess að leikarinn pæli sjálfur í hlutun- um, standi klár á því hvar hann er staddur í sögunni og hafi mótað sér skoðun um þróun hlutverksins og mynd- arinnar. Maður er miklu meira upp á sjálfan sig kominn í bíó- mynd við að passa upp á þetta allt saman en á sviði. Þar er stykkið æft sex tíma á dag í tvo mán- uði í náinni samvinnu við I e i kstj ó ra . Hann er alltaf fyrir framan mann og þetta þróast hægt og rólega, nánast í heilu lagi og alltaf í réttri tímaröð. í kvik- myndinni er alls ekki óal- gengt að byrja á hápunkti sínum eða jafnvel aftast og svo sé stungið niður fæti víðsvegar í myndinni eftir því sem aðstæður krefjast. Það útheimtir að maður verð- ur að vera með það alveg á hreinu hvað maður er að gera.“ - Nú hefur þú mikið verið í skapgerðarhlutverkum. Lang- ar þig aldrei til að söðla um og vera i hlutverkum með léttara yfirbragði? „Þetta hefur nú verið svolít- ið í bland í gegnum tfðina en ég kann ágætlega við þetta. Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að salurinn hlæi. Ég dey ekkert þótt hann hlæi ekki, jafnvel þó að setning eigi að vera fyndin." - Hvað er á döfinni hjá þér núna? „Það er frumsýning fram undan í Þjóðleikhúsinu, á leik- ritinu Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Maður fær oft á tíðum einnig símhringingar utan úr heimi og send handrit til yfir- lestrar en það eru allt lang- tíma markmið. Eitt amerískt handrit og eitt spánskt eru á borðinu hjá mér og bfða síns tíma. Að framleiða kvikmynd er óskaplega langt ferli. Menn eru að fara á milli kvikmynda- félaga og fjármögnunarfyrir- tækja, þeir eru að raða saman leikurum og alls konar póstum þannig að þetta tekur óra- tíma.“ ► „Hún gerir hann síöan aö nokkurs konar seiðkarli á miööldum." Það er þegar hinn mikli vís- indamaður, dr. Jean Babtiste Charcot, er að klæða dúkk- una sína og ungi strákurinn kemur inn. Þetta er alveg ein- staklega falleg sena og það er frábært þar sem svo stutt er í að hún hefði orðið hallæris- leg.“ _ - Áttirðu erfitt með að skilja þínar persónur? „Nei, það fannst mér ekki. Þeir buðu ekki upp á neinar sálfræðilegar djúpkannanir. Mér fannst þeir liggja báðir tveir nokkuð Ijósir fyrir." - Hverjir voru erfiðustu kafl- arnir í leiknum? „Ég vil taka það fram að þetta voru ekki mjög erfið hlutverk að leika. Fyrsti dag- urinn var samt nokkuð erfiður þar sem í kvikmyndum er lítið æft áður en farið er f tökur og ég byrjaði á nokkuð átakamik- illi senu þar sem karlinn á fjórtándu öld ræðst á fólk sem stendur í kringum smiðjuna. Þetta er sterkasta senan mfn í allri myndinni og ég var í raun lítið farinn að melta persón- una þannig að mér fannst svolftið glæfralegt að byrja á henni án nokkurrar aðlögun- ar.“ - Hvernig fannst þér að vinna með leikkonunni ungu, henni Álfrúnu? „Við hittumst að vísu ekki oft en hún stóð sig eins og hetja og kemur gríðarlega vel út.“ ÁST, ÖRLÖG, DULUÐ, DAUÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.