Vikan


Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 01.10.1992, Blaðsíða 31
HUGARÓRAR HALLGERÐAR STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars -19. apríl Þú ert í eins konar umskiptaástandi fyrstu níu daga mánaðarins en mikil- vægt plánetuferli hefst 10. október þegar Júpíter fer inn I sjöunda hús sambúðar. Eftir það ferðu að verða sam- vinnuþýðari en áður og at- hygli þín skerpist um leið. NAUTID 20. apríl - 20. maí Haustið er þór gott og þú ert f prýðilegu jafnvægi. Ekki versnar ástandið eftir 10. október þegar Júpíter fer að hafa góð áhrif á heilsu þína og starfsorku. Það eina sem gæti skyggt á gleði þína eru svolitlar fjárhagsáhyggjur. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Líklega verða næstu dagar svolítið ólíkir hver öðr- um og ekki alveg lausir við amstur en þetta fer að lagast. Helgin 9.-11. október verður mjög viðburðarík enda ertu að fara inn í þrettán mánaða tímabil gleði og skmmtana. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Þaö er í nógu að snú- ast hjá þér þessa dagana og smám saman verður heimili þitt í brennidepli varðandi á- hugamál þín enda líklegt að Júpíter hafi þægileg áhrif á þig varðandi heimilislífiö. Ró- leg vika 8.-14. október. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Fyrsta vika október verður fremur róleg og þú kannt aðgerðaleysinu ekki mjög vel. Smám saman að- lagastu því þó og eftir 11. októþer má reikna með að haustið veröi þér tími bolla- legginga og sambanda við skemmtilega hugsandi mann- eskjur. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þetta haust verður mörgum eftirminnilegt, ekki síst jákvæðu meyjarfólki sem upplifir viðburðaríka daga í byrjun október. Fjármálin fara meira aö segja aö taka á sig jákvæða mynd fyrir miðjan mánuð. Hvað viltu hafa það betra? VOGIN 24. sept. - 23. okt. Nú fara góðu hlutirnir að gerast hraðar en oft áður enda fer gæfuríkra áhrifa frá Júpíter að gæta fyrir miöjan mánuð. Heppnin virðist ekki langt undan og fólk fer að veita þér meiri athygli en áður. Haltu þig samt á jörð- inni. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Þú gætir farið varhluta af gæðu haustsins en það er þá vegna þess að þú ert upp- tekinn af eigin málum og færð meira út úr því að tala um sjálfan þig en flest annað. Til bóta gæti verið að hlusta vel á aðra og sýna þolinmæöi. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Rólegir dagar og lítið um tíðindi í byrjun október - eða þannig virkar það á yfir- borðinu. í reynd eru mikilvæg sambönd viö þýðingarmikið fólk í undirbúningi. Mannúð- legar hugrenningar þínar fá hljómgrunn um miðjan mán- uðinn. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þú finnur fyrir eins konar þörf til að láta á þér bera og færð gott tækifæri til þess helgina 9.-11. október. Allan seinni hluta október fara vinsældir þínar vaxandi og fólk virðist taka meira tillit til skoðana þinna en áður. VATNSBERINN 20. janúar- 18. febr. Loksins er árið 1992 farið að brosa við vatnsbera- fólkinu og þykir víst mörgum tími til kominn. Upp úr miðjum október færðu tækifæri til að bæta víðsýni þína og hafa samband við fólk með ólíkar skoðanir. Þú ert f essinu þínu. FISKARNIR 19. jan. - 20. mars Fyrsta vika október verður fremur ruglingsleg og aðra vikuna gæti brugðið til beggja vona. Jákvæðum fisk- um veröur hún vika opinberun- ar en neikvæðir fiskar lenda f veraldlegu vafstri sem skilar sér ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. VERKASKIPTI Glætan. Eins og maður sjái ekki í gegnum svona meiri háttar út- smogið og uppáþrengjandi lið. Ég fer ekki fet með rusliö út í tunnu næstu dagana. Pælið í því, pabbi, þessi ofdekraði bolti, er búinn að setja upp heilt ritvinnslukerfi á ísskápn- um. Þessi nautnasjúki harð- stjóri lætur alla hafa svo rosa- lega heimavinnu næstu vik- urnar að þaö má segja aö ég sé í sæmilegum andarslitrum núna og ölium er svo sama. Ég veit að báðir bræður mínir reyna að sleppa eins vel frá þessu sjúka dæmi og hægt er enda lét ég draslið safnast svo innilega upp um daginn aö lyktin fannst út í næstu götu. Vá, eins og maður kunni ekki að ala upp svona orma sem eru í þvf að dömpa mann og bögga til bana. Sénsinn. Þeir náttúrlega gátu ekki hleypt vinunum inn nema henda sjálfir allri ruslahrúg- unni með það sama. Mamma gaf þetta ekki eftir og hefur verið hjá Tótu frænku síöan lyktin fór að jafnast svo rosa- lega um íbúðina að allir ætl- uðu aö æla. Pælið í sjálfsvor- kunninni og ofdekrinu. Ég sé bara enga sérstaka ástæðu til að vera hérna eins og afríku- þræll, eins þreytt og slöpp og ég er eftir sumarvinnuna. Glætan. Það er ógeðslegt að láta svona viökvæma sál vinna svo rosalega. Ég meina, þó sá gamli sé með einhver hreinsunarplön fyrir gengið bara tek ég ekki þátt í svona ofbeldi. Gaurinn er sadisti, það sjá allir. Hann skrifar allt hjá sér. Ég meina, það gleymdist að þvo einn gaffal um daginn og staurinn hélt bara sjúklega fjölskyldufund og sagði að við krakkarnir værum svo spillt og ofdekruö aö það gæti bara ekki veriö um neinn skyldleika aö ræða á milli hans og okkar. Er bolt- inn að gefa í skyn að kötturinn hafi átt einhvern þátt í tilvist okkar? Ég er rólega að geðbilast Ég segi nei, nei. Sénsinn. Ég var ekki send niður til jaröar- innar til að gerast einhver undirlægja fyrir þetta afbrigði- lega sett. Rosalega standa þau saman í þessu með verkaskiptinguna. Það sjá allir að „demantStÚtturnar“ á gömlu gellunni hafa ekki verið í gangi í þvotti og svoleiðis síðan hún lagði á borðið á fermingardaginn sinn. Glæt- an. Ég get ekki notað snjó- hanskana mína í vetur ef þetta þrælarí stoppar ekki. Bræöurnir hafa verið undar- lega mikið á fótboltaæfingum upp á síðkastið. Maður fær bara stanslaus bréfboö um að gera það sem þeir eiga auð- vitað að druslast til að gera. Elsku Hallgerður, viltu gera þetta eöa hitt. Lúmskan. Við skulum bara athuga það að þegar átti að láta Jóu vinkonu ryksuga herbergið sitt tvisvar í mánuöi um árið sagði ég henni bara að byrja á að ryksuga stéttina til að prófa gripinn og allt varö brjálað. Þetta böggaði liðið ekkert smá. Ryksugan var bara stöðugt í viðgerð. Ég meina, pabbi hennar var bara í því að splæsa pening og svo bara sprakk allt. Mamma hennar ryksugar allt núna og það má segja að Jóa sé bara í rosa- legu fríi. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. □ 20.TBL. 1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.