Vikan - 12.11.1992, Page 58
HANDA ATTA
HITAEININGAR I SNEIÐ: 490
SúKKULAÐI-
RÚLLA
175 g Mónu lúxus-suðusúkkulaði
4 msk. koníak, romm eða ávaxtasafi
225 g sykur
5 egg, aðskilin
2 msk. flórsykur, sigtaður
450 ml rjómi
220 g niðursoðnar mandarínusneið-
ar í eigin safa
1 mandarína, í sneiðum
1 limeávöxtur
Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið
30 x 23 cm rúlluform. Setjiö smurð-
an bökunarpappír í botninn og á
hliðarnar. Pappírinn þarf að standa 5
cm upp úr hliðum formsins.
Brytjið súkkulaðið og setjið í skál
með koníakinu, romminu eða á-
vaxtasafanum. Setjið yfir vatnsbaö
og hrærið þar til súkkulaðið er
bráðnað og blandan er kekkjalaus.
Látið kólna.
Hellið sykrinum saman við eggja-
rauðurnar í stóra skál og hrærið með
trésleif þar til þétt kvoða myndast.
Hrærið köldu súkkulaðinu saman
1. Brytjið súkkulaðið, setjið í skál með
koníaki, rommi eða safa. Bræðið.
við og blandið vel.
Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið
varlega í súkkulaðiblönduna með
áttu-hreyfingum. Gætið þess að
hræra blöndurnar ekki saman um of
en sjáið þó til þess að eggjahvítan
renni saman við. Hellið í formið, slá-
ið á það til að fjarlægja loftbólur og
svo deigið liggi jafnt í forminu.
Bakið fyrir ofan miðjan ofn í 20 til
25 mínútur eða þar til skorpa mynd-
ast. Takið úr ofninum. Leggið rakan
pappír og rakt stykki yfir formið og
látið bíða þannig í að minnsta kosti
átta tíma. Næsta dag skal strá flór-
sykri á smurðan bökunarpappír.
Leggið kökuna á pappírinn og losið
pappírinn úr forminu varlega frá.
Stífþeytið rjómann, dreifið síðan
einum þriðja rjómans yfir flata kök-
una en skiljið eftir 5 mm brún báð-
um megin. Hellið safanum af
mandarmunum og þerrið þær á eld-
húspappír, raðið þeim síðan ofan á
rjómann en skiljið eftir brún efst,
neðst og til hliðar. Haldið í pappír-
2. Hrærið kalt súkkulaðið saman við
eggin og blandið vel.
Hvernig væri að dekra við fjölskyld-
una með þessum gómsæta eftirrétti?
Hann er fullur af flauelsmjúku
súkkulaði, sætum og safaríkum
mandarínum og þeyttum rjóma.
inn með annarri hendi og rúllið var-
lega saman.
Setjið rúlluna á bakka, þekið síðan
með rjómanum sem eftir er. Gerið
rendur með gaffli ofan á og til hliðar.
Komið ferskum mandarínum fyrir
meðfram brún bakkans. Skerið lime í
þunnar sneiðar og raðið ofan á rúll-
una.
HAGNÝT ÁBENDING:
Það er nauðsynlegt að nota
smurðan pappír þegar formið er
fóðrað ella brotnar rúllan þegar
henni er rúllað upp.
3. Blandið þeyttum eggjahvítum varlega
í súkkkulaðiblönduna með sleikju.
54 VIKAN 23. TBL. 1992