Vikan


Vikan - 28.01.1993, Side 6

Vikan - 28.01.1993, Side 6
TEXTIOG UÓSMHJALTIJÓN SVEINSSON VIKAN RÆÐIR VIÐ STEINUNNI K. INGIMUNDARDÓTTUR, FYRRUM SKÓLASTJÓRA OG NÚVERANDI STARFSMANN LEIÐBEININGASTÖÐVAR HEIMILANNA Steinunn K. Ingimundar- dóttir er Akureyringur en starfaði lengst af sem skólastjóri húsmæðra- skólans að Varmalandi í Borgarfirði en þar var hún í tuttugu og sex ár. Menntun sína sótti hún til Noregs og kom heim sem hússtjórnar- kennari. Ein stúlkn- anna á Varma- landi legg- ur síöustu höndá glæsilegt veisluborö sem nemendur hafa útbúiö. Steinunn fluttist til höfuð- borgarinnar þegar Hússtjórn- arskólinn á Varmalandi var lagður niður árið 1986 vegna minnkandi aðsóknar. Síðan hefur hún veitt Leiðbeininga- stöð heimilanna forstöðu. Hún vakti mikla athygli þegar hún kom fram nokkrum sinnum í morgunþætti Eiríks Jónssonar á Bylgjunni í fyrravetur. Þar svaraði hún öllum mögulegum og ómögulegum spurningum Eríks og áheyrenda varðandi matargerð og heimilisrekstur. Hún var aldrei rekin á gat, hafði ráð undir rifi hverju enda kallaði Eiríkur hana Steinunni ráðagóðu til gamans. Leiðbeiningastöðin er rekin af Kvenfélagasambandi ís- lands og er starfsemin til húsa á efstu hæð Hallveigarstaða. Þar hitti blaðamaður Stein- unni og lagði fyrir hana nokkr- ar spurningar og fyrst þá hvers vegna flestir hús- mæðraskólarnir hefðu liðið undir lok á sínum tíma. „Skólakerfið breyttist mikið upp úr 1976 þegar fjölbrauta- skólarnir voru stofnaðir og menntaskólunum fjölgaði. Þá fengu stúlkur greiðari aðgang en áður að framhaldsmenntun hvers konar til jafns við karla og það gaf þeim um leið fleiri atvinnutækifæri en áður hafði verið. Tíðarandinn á áttunda áratugnum hafði sitt að segja um minni aðsókn að hús- mæðraskólunum og má nefna rauðsokkahreyfinguna í því sambandi. Okkur fannst þær konur vanmeta allt sem hét heimilisstörf og hefðbundin kvennastörf. Á þessum tíma fara konur að vinna utan heimilis í auknum mæli, bæði vegna aukinna atvinnutæki- færa og þarfar að afla heimil- inu nægra tekna. Á það má líka benda að vinnukonustétt- in hvarf af sjónarsviðinu bæði i sveitum og þéttbýli á stríðs- árunum og eftir þann tíma. Þörfin fyrir vinnufólk á heimil- um er ekkert siður fyrir hendi um þessar mundir. Barna- heimili og heimilishjálp koma ekki í staðinn fyrir vinnukon- una sem alltaf var til staðar og var í raun ein af fjölskyldunni. Það er furðulegur hlutur að það skuli þykja meira virði að vinna við ræstingar og mat- reiðslu annars staðar en á eigin heimili. Ástæðan er sú að konur verða að vinna utan heimilis f flestum tilvikum, heimilisstörfin eru því miður ekki metin til launa. í Hag- stofuskýrslum eru konur þær sem vinna heima taldar í hópi með gamalmennum og ung- lingum undir 16 ára aldri. Störf þeirra eru ekki metin til neins og það er gremjulegt." ÓFULLNÆGJANDI KENNSLA í HEIMILIS- FRÆÐUM - Fólk kaupir í auknum mæli tilbúinn mat sem þarf aðeins að hita upp þegar komið er heim frá vinnu. Hefur kunn- áttu hnignað á þessu sviöi? „Heimilisstörf og matargerð er engum meðfætt og það eru lika takmörk fyrir því hvað fólk hefur þrek til þegar það kemur þreytt heim eftir erfiðan vinnu- dag, ekki síst ef það kann ekki nægilega til verka. Hver kennir þeirri kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi heimilis- störf þegar reglan er sú að báðir foreldrar vinna utan heimilis frá því börnin eru þriggja til sex mánaða gömul? Tilsögnin sem börnin fá í heimilisfræðum í grunnskól- unum er mjög takmörkuð. Því miður hefur gjarnan verið klip- ið af verklegu kennslunni þeg- ar dregin hafa verið saman seglin í skólakerfinu. Börnin fá ekki rétta mynd af þessum störfum og þeirri ánægju sem fólk getur fengið af að vinna að einhverju og sjá árangur af því og finnast það hafa gert gagn. Það er heldur ekkert verk skemmtilegt ef maður kann það ekki en um leið og maður fer að ná tökum á því verður það leikur." - En nú er hún Snorrabúð stekkur og húsmæðraskóiarn- ir heyra sögunni til í þeirri mynd sem þeir voru. „Gömlu húsmæðraskólarnir voru 8-9 mánaða skólar þar sem stúlkur voru í heimavist og fylgdu eftir starfi heimilisins og stóðu undir öllum kostnaði við mötuneyti, önnuðust sjálf- ar öll þrif og þar fram eftir göt- unum. Þess vegna hef ég aldrei skilið þau rök hins opin- bera að skólarnir hafi verið dýrir í rekstri. Þá var einungis horft á nemendafjöldann sem var takmarkaður vegna þess að þarna fór fram fyrst og fremst verklegt nám, þar sem ekki er talið ráðlegt að hafa fleiri en tólf nemendur f hverj- um hópi. MIKILS VIRDI Ég starfaði við húsmæðra- skóla í meira en þrjátíu ár og ég hitti aldrei svo fyrrum nem- anda minn að hann ekki þakki þessa skólavist sem hefur komið viðkomandi að miklum notum í lífinu. Við að vera í heimavist með jafnöldrum sín- um og félögum, þó ekki sé nema í einn vetur, binst fólk oft á tíðum sterkum vináttu- böndum sem endast allt lífið. Gamlir nemendur mínir hóa í mig í saumaklúbba sem eru fjölmargir og hvers konar af- mælisfagnaði. Síðastliðið vor var ég til dæmis i hópi nem- enda minna frá fyrstu árum mínum í starfi húsmæðra- kennara en þá var ég á Laugalandi í Eyjafirði. Þær voru að halda upp á að þrjátíu ár voru liðin frá veru þeirra í húsmæðraskólanum og komu saman á Hvanneyri. Það var óskaplega gaman að hitta þær og dvelja með þeim. Stúlkurnar á Varmalandi voru alls staðar að af landinu og mér fannst það einn af kostum heimavistarskólans. Ósjálfrátt síaðist svolítil þjóð- háttafræði inn í nemendurna 6 VIKAN 2.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.