Vikan


Vikan - 28.01.1993, Side 26

Vikan - 28.01.1993, Side 26
hvorki aö verja það né rétt- læta,“ segir Súsanna. Hún segir jafnframt þá gagnrýni sem hún fær sem gagnrýnandi ekki snerta sig enda sé annarra manna reiði annarra manna reiði. Nokkrir leikhúsmenn hafa fundið sig tilneydda að skrifa á móti - að þeirra mati - ósanngjörnum leikdómum frá henni en það kom aðeins einu sinni fyrir í Þjóðviljanum. „Það var pent - ekki nein sprengja," segir Súsanna. „Ég velti því ekkert fyrir mér hvort einhver yrði reiöur eða einhver myndi svara, þetta var bara það sem mér fannst. Ég bregst við öllum sýningum og á þennan hátt við þessum sýningum. Hins vegar get ég vel skiliö að fólk verði reitt. Maður vill ekkert fá svona framan í sig. En mín afstaða er sú að mér er ekkert sama um leiklist og ef fólkinu, sem vinnur við leiklist, er sama þá verður því miður bara að fórna því. Ef það hefur ekki hæfi- leika til að vinna við hana sómasamlega þá er það ekki mitt að halda því fram að þaö hafi gert það. Ef maður segir satt og er heiöarlegur verða ekki allir glaðir. Það á ekki bara við um leikhús heldur lífið almennt. Fólk vill fá að lifa í sjálfsblekkingunni. Eins og segir í Villiöndinni eftir Ibsen - ef þú tekur þessa sjálfsblekk- ingu frá fólki þá ertu að taka líf þess í burtu." Súsanna er í góðu sam- bandi við leikhúsfólk og segist fá mun meira af jákvæðum viðbrögðum en neikvæðum frá leikhúsfólki. Hún segir þá þögn sem ríkt hafi milli leik- húsgagnrýnenda og leikhús- fólks ekki eiga að vera og því síður að leikhúsfólk þori ekki að svara því það haldi að þá fái það slæma dóma það sem eftir er. Súsanna segir það siðferðisbrot ef gagnrýnandi ætli að refsa einhverjum fyrir þaö eitt að bregðast við. Stundum berast henni til eyrna undarlegar skýringar á því af hverju hún gaf einhverju verkinu slæma dóma. Til dæmis þegar Fröken Júlía hjá Alþýðuleikhúsinu féll henni ekki átti skýringin að hafa ver- ið sú að hún hafi hitt fyrrver- andi eiginmann sinn og orðið svo um að hún reif einhverja leikskrá af stelpu og strunsaði inn í sal. Súsanna var gift inn í leik- arastéttina ( nokkur ár og hef- ur því töluverða innsýn í starf- ið. Hún er viss um að þetta sé erfiðasta starf sem til sé. „Þetta er eitt af fáum störfum þar sem frammistaöan er veg- in og metin opinberlega. Það er ofboðsleg samkeppni í leik- húsunum. Auðvitað tekur fólk því mjög alvarlega þegar sagt er opinberlega aö það ráði bara ekki við það sem það er að gera og verður sárt. Sárs- aukinn birtist svo sem reiði. Það er mjög skiljanlegt því leikarinn vinnur vinnu þar sem hann er sýnilegur. Hann veit að mikið af því fólki sem situr úti í sal er búið að lesa hálf- gerðan dauðadóm yfir hon- um,“ segir Súsanna. „Rithöf- undar eru aftur á móti ósýni- legir og geta varið sig með því að segja að þessi stelpa sé bara fífl sem skildi ekki verkið. En leikarinn þarf vesgú að mæta á sviðið næsta kvöld. Það er mjög skiljanlegt að leikhúsfólk bregðist við og gott aö það geri það.“ Súsanna kýs hvorki að lesa handritið fyrir sýningu né fara á æfingu á verkinu. Hún les sér heldur ekki til um verkið eða höfundinn. Hún segist ekki vilja byggja gagnrýni á því sem aðrir séu búnir að skrifa eða segja um verkið eða á fyrirfram ákveðnum hugmyndum sínum á því hvernig sýningin eigi að vera. „Það er best að leikhús- gagnrýnendur hafi mjög ólíka eiginleika, að þeir séu ólíkt fólk og ólíkir áhorfendur. Fyrir mér er leikhúsið lifandi list og á sama hátt og leikarinn þarf aö vera opínn inn í kviku í því hlutverki sem hann tekur að sér hverju sinni finnst mér að gagnrýnandinn þurfi að vera galopinn tilfinningalega og leyfa leikhúsinu að snerta sig,“ segir Súsanna. „Ég kann ekki þá aðferð að „intellektúalisera" hlutina og mér finnst það leið- inleg aöferð og ekki viðeig- andi. Ef leikritið er sárt leyfi ég því að meiöa mig og vel hepþnað tilfinningadrama er á við þerapíu." Fyrir nokkrum árum var Sús- anna á gagnrýnendaráðstefnu í Helsinki, þar sem margir voru þeirrar skoðunar að gagnrýni væri viss tegund af skáldskap. Súsanna kallar það merkileg- heit og segir gagnrýnina aldrei geta verið neitt annað en við- þrögð við listgrein. „Mér finnst að gagnrýnandi, sem heldur að hann sé að gera eitthvað annað en að vera gagnrýnandi, sé að kafna úr minnimáttarkennd. Það var lenska hér á tímabili, bæði í leikhúsgagnrýni og bókmennta- gagnrýni, að vilja hafa gagn- rýnendur góða. Ef þeir eru ekki starfi sínu vaxnir og ekki má anda á þá eiga þeir bara að vera einhvers staðar annars staðar. Mér finnst mjög margt hafa breyst," segir Súsanna. Finnst henni hún hafa tekið þátt í að breyta ímynd gagn- rýninnar og gagnrýnendanna? „Ég hef verið einn hlekkur- inn í að breyta þessari ímynd. Það lyftir enginn einn bjargi. Það hjálpaði að ég þekkti leik- húsið vel og þá sem starfa þar og var því ekki einhver óþekkt stærö. Leikhúsfólkiö var voða sjokkerað því það hélt að ég yrði svo góð við það en mitt mottó í lífinu er að stundum þarf maður að vera svo ofsa- lega vondur við fólk til að vera góöur við þaö,“ segir Súsanna. Hún er einnig vön að skrifa bókmenntagagnrýni fyrir Morgunblaðið og segir það tvennt ólíkt að skrifa bók- menntagagnrýni og leikhús- gagnrýni. Þegar bókmennta- gagnrýni er skrifuö er hún í nánu sambandi við bókina og hvorki höfundurinn né persón- urnar sjást en í leikhúsinu byggist allt á frammistöðu þeirra sem sýna verkið. „Maður getur átt á hættu að mæta höfundi bókarinnar kannski einhvern tímann á næsta ári úti á götu en í leik- húsinu mætir maður allri stroll- unni alla næstu viku og allir ofsalega sárir og fúlir. Það er ólíkt að ætla aö ná yfir heilt svið og nokkrar listgreinar. Bókina sviðsetur maður sjálfur og það breytir enginn leikstjórn manns," segir Súsanna. „Þetta er bæði vont og gott starf; gott að því leyti hvað það snertir mig, vont að því leyti hvað ég fæ mikinn frumsýningarskrekk. Ég veit ekki út af hverju en ég er veik allan daginn fyrir frum- sýningu, ég kvíöi svo fyrir. Ég velti því aldrei fyrir mér hvort það er gaman eða ekki. Það felst í því viss ögrun að því leyti að það þýðir ekkert að horfa á hlutina yfirborðslega, það er ekki hægt að vinna þessa vinnu yfirboðslega. Það er það sem heldur mér í starfinu." SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR, LEIKLISTARGAGNRÝNANDI RÍKISÚTYARPSINS: SÚPERGAGNRÝNI Á LÍTIÐ ERINDI í DAGBLÖÐIN „Leikhúsgagnrýni er fyrst og fremst fyrir þá sem hafa á- huga á leiklist, þaö er að segja þennan almenning sem er svo duglegur að sækja leikhús á íslandi," segir Silja Aðalsteins- dóttir sem sinnt hefur leikhús- gagnrýni undanfarin ár á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu. „Gagn- rýnin býr fólk undir að fara á sýninguna og gefur því grunn til að tala um hana. Ég veit að mjög margt af fastagestum f leikhúsunum notar gagnrýnina þannig til að vera sammála henni eða ósammála henni f einu eða í öllu og til þess að fá meira út úr sýningunni. Þegar búið er að benda manni á leið til að skoöa sýninguna getur maður borið þá leið saman við upplifun sína. Leikhúsgagn- rýnin hefur alveg sömu og jafnvel meiri þýðingu og bóka- gagnrýni vegna þess að bæk- urnar eru alltaf þarna til að fara í aftur en sýningin er svo einstök og gagnrýnin hjálpar manni til þess að njóta hennar betur og fá meira út úr henni. Einn tilgangur leikhúsgagnrýn- innar er líka sá að fólk geti sagt eftir að hafa heyrt hana: Þetta er eitthvaö fyrir mig - eða: Þetta er ekkert fyrir mig.“ Silja sér hverja uppfærslu tvisvar; hún fer á sýninguna fyrir generalprufu sem og frumsýninguna. Handritið les hún ef sýningin er hjá Leikfé- lagi Akureyrar því þá kemst hún ekki tvisvar. „Leikarar tala oft um að þeir vilji fá súpergagnrýni, verulega vitiborinna og lærðra manna í leikhúsfræðum, í leiklistartíma- riti, manna sem gætu tekið sýninguna alveg í sundur og bent á aðrar leiðir eða bent á gallana og orðið leiðbeinandi fyrir leikara og ekki sfst leik- stjóra. Ég er alveg sammála um að slík súpergagnrýni væri mjög þörf og góð en hún á lítið erindi inn í dagblöð og útvarp því hún er allt of hátimbruð fyr- Silja Aöal- steins- dóttir, Ríkisút- varpinu, segir gagnrýn- endur vera full- trúa hins þjálfaöa leikhús- áhorf- anda. 26 VIKAN 2.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.