Vikan


Vikan - 28.01.1993, Page 35

Vikan - 28.01.1993, Page 35
TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON Þungaöar konur þurfa aö sjálfsögöu á fjöl- breyttum fatnaöi aö halda eins og aðrar konur. Verslunin Fislétt sérhæfir sig í slíkum fatnaöi, sem sýndur var viö góðar undirtektir í Naust- kjallar- anum fyrir skömmu. Þær eru áreiðanlega all- margar, konumar sem hafa átt erfitt með að fá á sig fatnað á meðan þær báru bam undir belti. Það hef- ur ekki verið um auðugan garð að gresja í tækifærisfatn- aði í hinum fjölmörgu verslun- um höfuðborgarinnar. Fyrir um það bil fjórum og hálfu ári stofnsettu Olöf Tóm- asdóttir og Vera Siemsen saumastofu og verslun undir nafninu Fislétt. Þær einsettu sér að bjóða fjölbreyttan fatn- að, ætlaðan konum á með- göngutima. Þetta hefur þeim tekist og að sögn Ólafar er um níutíu prósent fatnaðarins í versluninni saumaður á saumastofu þeirra. Annað - svo sem nærföt og sokkabux- ur-flytjaþær inn. Þungaðar konur þurfa skilj- anlega á fjölbreyttum fatnaði að halda eins og aðrar konur, jafnt þægilegum fötum til hversdagsbrúks sem spari- klæðum en þau hefur einatt verið hvað örðugast að fá. Fjórir kjólameistarar hanna, sníða og sauma fötin hjá Fislétt og veita auk þess þá kærkomnu þjónustu að sér- sauma fyrir þær konur sem passa ekki í staðlaðar stærðir, svo sem þær sem eru óvenju nettar eða stórar. Mikil á- hersla hefur verið lögð á að bjóða gott úrval af sparifatn- aði og það kemur sér væntan- lega vel fyrir verðandi mæður á árshátíðaverfíðinni sem nú fer í hönd. Fislétt bauð til sýningar á broti af fjölbreyltu úrvali versl- unarinnar í Naustkjallaranum á dögunum. Sýningarstúlkur úr Módelsamtökunum sýndu fötin en ekki bar svo vei í veiði að þær gengju allar með bam svo að púðar og sessur hjálp- uðu til við að láta þær líta sem trúverðugast út, sem sjá má á myndunum hér á síðunum. Ófrískar konur em á stund- um óömggar með útlit s'itt og auk þess að klæðast fötum sem þeim líður vel í er ekki síður nauðsynlegt að þær hugi vel að hirðu hársins og láti heldur ekki undir höfuð leggjast að sinna andlitssnyrt- ingu af alúð. Fyrir sýninguna fengu þessar þykjast verðandi mæður hárgreiðslu hjá hár- greiðslustofunni Papillu og andlitssnyrtingu hjá Snyrti- stofu Ágústu. Snúum okkur þá að myndunum með kveðju tii storksins og þeirra sem hann hefur komið við hjá og mun heimsækja. □ 2.TBL. 1993 VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.