Vikan


Vikan - 28.01.1993, Page 58

Vikan - 28.01.1993, Page 58
JONA RUNA KVARAN SKRIFAR INNSÆISNEISTAR Hvers kyns framhleypni veldur oftar en ekki ó- notum í samskiptum fólks. Viö sem finnum til þess aö aðrir hafa gróflega gengið yfir eölilegan rétt okkar í hin- um ýmsu málum getum átt til aö finna okkur knúin til aö spyrna duglega á móti, auö- vitað viö litlar vinsældir við- komandi skells. Þaö er engin ástæöa til aö kyngja kurteis- lega hvers kyns tilefnislausum þjösnahætti og láta eins og þaö sé meira en sjálfsagt aö láta yfirganga sig frekjulega. Einstaka fólk hefur tamið sér atferli sem er bæöi óbil- gjarnt og framhleypið og kemst upp með þaö. Þetta gerist einmitt vegna þess að þaö er töluvert erfitt að bregö- ast viö óvæntri ófyrirleitni. Þau okkar sem erum hrekk- laus og í eðli okkar nærfærin erum oftast meö ákaflega litl- ar varnir í andlegu farteski þegar aö okkur beinist til dæmis ósvífni þess sem segir og fullyrðir eitthvað sem okkur þykir ranglátt og lítilsiglt og við vitum aö á ekki viö nein rök aö styðjast. Hvaö nákvæmlega veldur samúöarleysi þvf sem er eitt megineinkenni þeirra sem eru ófyrirleitnir skal ósagt látiö en víst er að varla hentar sérlega vel sá andlegi grófleiki sem einkennir þá sem eru tillits- lausir og þjösnalegir í sam- skiptum viö aöra. Ófyrirleitni getur til dæmis komiö fram meö þeim hætti aö hug- myndasnauðir og lítt skapandi eigna sér blygðunarlaust verk annarra og finnst sem þeir séu að skapa meistaraverk þó þeim í fátækt sinni takist tíma- bundið að láta líta út sem þeir hafi átt hugmynd þá sem þeir af ósvífni setja mark sitt á. Vissulega má segja aö auðvelt sé aö taka þannig þaö sem er annarra en auövitaö veröur hægt aö uppræta slíkt, því hugverk bera til dæmis ætíð f eðli sínu kjarna höf- unda sinna. Þótt þeim sé smávegis snúið við og aðrir eigni sér þau um tíma kemst slíkt sem betur fer alltaf upp á endanum og þá dugar lítiö fyr- ir viðkomandi hugmyndaþjóf að beita fyrir sig ósvífni sjálf- um sér til varnar. í umferöinni ber töluvert á freklegum akstri þeirra sem trúa því að þeir eigi göturnar og þeim beri ekki aö ástunda tillitsemi í umferðinni og fara aö settum reglum. Þeir sem eru ófyrirleitnir aö þessu leyti fara bókstaflega freklega sínu fram þangað til verðir laganna komast I tæri viö þá. Þá er of seint aö láta sig því þá eru venjulega komnar einhverjar afleiðingar af þjösnalegu akst- urslagi þeirra. í viðskiptum er töluvert um alls kyns ósvífni. Það er óneít- anlega viðkunnanlegra að mæta kurteisi og stakri tillit- semi í viðskiptum. Öll þjón- usta, sem við þurfum aö nýta okkur, veröur okkur ánægjuleg ef við finnum á meöan hún er rétt aö okkur aö sá sem veitir hana er elskulegur og bless- unarlega laus viö hvers kyns framhleypni og óbilgirni. Við skulum því venja okkur á nærfærna framkomu hvert viö annað, hvort sem er heima eöa heiman. Látum aft- ur á móti hvers kyns ósvífni einfaldlega fjúka, eflum frekar samskipti sem eru hefluö og auðmjúk og hana nú. □ HÓTELSTJÓRI Frh. af bls. 36 „Mér gengur, held ég, á- gætlega aö halda utan um þetta enda er góður andi meðal starfsfólksins og við hugsum öll um aö halda þessu gangandi. Við vinnum öll aö eflingu hótelsins. Hér er ekki deilda- eða stéttaskipting af sömu stæröargráðu og er aö finna hjá stórum hótelum, sérstaklega erlendis. Allir veröa að geta gengið í allt þannig aö allt gangi vel fyrir sig. Starf mitt er síðan ennfrem- ur fólgið í starfsmannahaldi og launaútreikningum, bók- haldi, áætlanagerö og skýrslugerð til stjórnar meö öllu öðru sem daglegum rekstri fylgir. Mér finnst líka aö stjórnandinn eigi ekki aö vera lokaöur inni á skrifstofu heldur á hann aö geta séö rekstrar- eininguna utan frá líka. Mjög reglulegur vinnutími hentar mér ekki, ég verð aö geta hagað honum eins og mér sýnist. Þaö gengur heldur ekki annaö vegna þess að til dæmis er aðalannatíminn milli fimm og átta, þá koma gest- irnir yfirleitt á hóteliö fyrst. Og eiginlega má segja aö þetta sé tuttugu og fjögurra tíma starf, maður er alltaf aö hugsa um vinnuna." ERGILEG VIÐHORF „Ég hef alltaf ætlaö mér aö ná langt og ég get ekki svarað því hvort Akureyri er einhver endapunktur. í starfsframa er ég mjög metnaðargjörn, mig langar til aö feröast og ætla mér þaö. Mig langar til aö vinna erlendis en þaö er möguleiki sem kannski kemur eftir þrjú til fjögur ár. Þá er jafnvel inni í myndinni aö læra meira, ég er meðal annars meö skóla í París í huga. Hann er ætlaöur fólki sem hefur menntun og starfs- reynslu á þessu sviöi. Banda- ríkin koma einnig til greina," segir hún og taliö berst aö á- hugamálum og heimilishög- um. Sigrún gengur mikið um „Mér finnst svolítið leiöinlegt að hugsa til þess að konur þurfi alltaf aö velja á milli frama og fjöl- skyldu." Akureyri og næsta nágrenni, auk þess sem hún sækir alla tónleika sem haldnir eru og þá einna helst þá klassísku. Hún les líka mikið, bæöi fag- bækur og skáldsögur, er í bókaklúbbi sem hún og nokkr- ar aðrar konur skipa þar sem lestur þóka og umræður um þær eru í hávegum haföar á fundum og nú er hún byrjuð aö leggja land undir göngu- skíöi, svo eitthvað sé nefnt af áhugamálum Sigrúnar og tómstundaiðkun. Sem stendur býr hún ein en það glampar þó á einhverjar breytingar á þeim vettvangi í augum henn- ar þegar heimilishagir eru ræddir. „Enn sem komið er bý ég ein,“ segir hún. „Kannski er eitthvaö f deiglunni. En þetta með fjölskyldulífið er eiginlega vandamál okkar kvennanna, eitthvað sem fylgir bara. Mér finnst svolítið leiðinlegt aö hugsa til þess aö konur þurfi alltaf aö velja á milli frama og fjölskyldu, frekar en karlar, nema eiginmennirnir séu þeim mun skilningsríkari. Ég hef fundiö fyrir því aö oft er það fyrsta sem kemur upp í viðtölum fyrir starfsumsóknir varöandi ráðagerðir um barn- eignir. Mér finnst konur meira aö segja koma fyrr meö þá spurningu heldur en karlarnir. Þaö er eins og konur á mín- um aldri, tuttugu og fimm til þrjátíu og eitthvað, séu ekki gjaldgengar. Mér finnst þaö ergilegt," segir Sigrún og þó hana virðist langa til aö berja borðið lætur hún það ógert. En hvað sem verður þá er hún á Akureyri, kann vel viö sig og getur ekki hugsað sér aö vera í neinu ööru starfi. Hún er á réttri hillu. □ 58 VIKAN 2. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.