Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 12

Vikan - 25.02.1993, Page 12
HÁVÆRT BARN Ólöf Rún segist ekkert hafa staðið í púltum eða öðrum viðlíka málstólum á mennta- skólaárunum eða látið mikið á sér bera að öðru leyti. Hún hefur þó mjög skýra fram- sögn, traustan og skýran talanda sem hefur áunnið sér vissan sess meðal íslenskra fréttafíkla og annarra áhuga- samra sjónvarps- notenda. Hún þykir líka áreiðanleg í fréttaflutningi. Þetta er á útlensku kallað „kredabillítet" svo við slettum dálítið. En hvað hefur hún gert til þess að framkalla þennan skýra framburð? „Faðir minn er í fyrsta lagi mikill mál- ræktarmaður og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslensku, gekk til dæmis mjög vel í stafsetningu... já, hvernig sem því er nú háttað í dag. Ég sneri mér síðan til Margrétar Pálsdóttur mál- fræðings sem ráðlagði mér bara að slaka á og tala eins og mér væri eðlilegt. Mér er líka sagt að ég hafi verið mjög hávært barn þó það færi mjög lítiö fyrir mér að öðru leyti, ég var víst róleg og meðfærileg. En þegar ég hafði eitthvað að segja þá talaði ég mjög hátt. Hvort það eru einhver tengsl þarna á milli veit ég ekki,“ segir Ólöf, lítur í gaupnir sér, brosandi út að eyrum. FIMMTA STIG í SÖNG Og talandi um ungæðishátt, hvernig unglingur var hún, var hún til dæmis í klíkum? „Nei, en við vorum nokkrar vin- konur sem byrjuðum í sauma- klúbbi ellefu ára og hittumst enn. í MR myndaðist annar klúbbur sem enn er við lýði. En ef þú vilt nota þetta klíkuorð þá voru þessir klúbbar það ef til vill. Eg var hins vegar aldrei neinn upp- reisnarseggur, á það kannski eftir, ég veit það ekki.“ Hvað um félagslíf? „Maður fór náttúrlega á böllin og svona en ekkert meira. Ég var að vísu í kór á tímabili og byrjaði ( söngnámi þegar ég var komin í Háskólann, tók fimmta stig í söng en hafði ekki tíma til að sinna söngnáminu og hætti. Ég hef enn mjög gaman af að syngja en það skal ósagt látið hversu góður sá söngur er,“ segir hún og fæst ekki til að reka upp neinar aríur opinberlega að svo stöddu. Yfir f aðra sálma. Áhugamálin? reyndar sem var fornt í deildinni, fyrir utan skólann sjálfan náttúrlega, var að við lærðum latínu. Ég get þó ekki sagst vera altalandi á þá tungu en hins vegar getur sá grunnur komið sér vel þegar maður er að reyna að skilja mál eins og ítölsku og spænsku án þess að kunna þau.“ Af hverju MR? „Þá var verið að byrja með Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og mér fannst allt einhvern veginn laust í reipunum. Auk þess var ágætt að breyta um umhverfi og kynnast fleira fólki. Sjálfsagt hefur það Ifka haft einhver áhrif að móðir mín og bróðir höfðu sótt þennan skóla og svo fóru nokkur önnur úr kunningja- Rún í básnum sínum meö mörg járn í eld- inum. hópnum í MR. Mér fannst þetta skemmtilegur tími þó skólinn sé svolítið íhalds- samur að mörgu leyti. En það er stundum gaman að halda í hefðir og ég vil meina að það geti verið gott að búa að slíku. Skólavistin í MR er líka minnisstæð sökum þess að þar bar ég gæfu til að kynnast manninum mínum, strax á fyrsta ári. En menntaskóla- námið þýddi einnig að Vífils- staðavagninn varð mitt annað heimili með hálftíma ferðum sem farnar voru á tveggja tíma fresti og stundum leið lengra á milli," segir Ólöf og það er greinilegt að hún harmar það ekkert um of að fá ekki að ferðast á þann máta enn þann dag í dag. A Þaö fer vel á meö Ólöfu og ísidóri í klippiher- berginu. „Ég hef lengi haft áhuga á hestum og fór fyrst á hestbak sex ára, að mig minnir. Ég var líka í sveit sex sumur hjá mjög góðu fólki að Vind- heimum í Skagafirði og er mjög þakklát fyrir þá reynslu. Þar voru hross, Gráni meðal annarra og það kom fyrir að við vorum allt upp í sjö krakkar á baki í einu. Gráni var gamall hestur sem hægt var að setja mann upp á með snæri í beislisstað, hvetja hann svo rösklega og Gráni kom manni heim. Það fer dágóður tími í hestamennskuna en við hjálp- umst að systurnar, maðurinn minn og pabbi, erum með nokkur hross saman í húsi. Og svo auðvitað Elías en hann er með hesta í húsinu okkar líka. Við hjónin förum síðan mjög gjarnan í hesta- ferðalög á sumrin með góðum hópi, til dæmis viku ferðir og það finnst mér alveg yndis- legt. Eftir að hafa prófað þetta finnst mér ekkert sumar án þess. Að fara á hestum eitthvað þar sem engin klukka er, ekkert... ha, ha, sjónvarp! - og helst enginn sími heldur. Það er gott og nauðsynlegt fyrir alla að finna fyrir frelsinu á þennan hátt.“ FORRÍK MÖDIR „Og talandi um áhugamál. Ég fer líka á skfði, alltof sjaldan náttúrlega, og hef mjög gaman af því að hitta góða vini. Mér finnst líka gaman að dansa þó ég dansi enga dansskóladansa. Ég sækist á hinn bóginn ekki eftir að láta sjá mig á „réttu stöðunum“ með „rétta fólkinu". Ég kann sem sagt ekkert á þessa svokölluðu kokkteilmenningu,“ segir Ólöf og við skulum rétt dálítið líta á hvað hún var að segja um Háskólann. „Ég fór í Háskólann strax haustið eftir stúdentspróf en vissi ekki alveg hvað mig langaði að læra. Fjölmiðla- áhuginn lúrði einhvers staðar en þá var ekki farvegur fyrir hann f námi hér heima. Mér hafði gengið vel í þýsku í MR og tók hana sem aðalfag í Háskólanum og ensku sem aukafag. Eftir fyrsta árið í Háskól- anum gifti ég mig, það var 1982 og árið eftir eignuðumst við fyrsta barnið. Ég lauk síðan B.A. prófi í þýsku og ensku 1985,“ segir Ölöf og kemur þarna örlítið inn á fjölskyldulffið. Nú eiga þau hjónin, Ólöf og Siggi, þrjú börn. 12VIKAN 4.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.