Vikan


Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 17

Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 17
uðrún Nielsen er meðal þeirra íslensku listamanna sem komu við sögu á norrænni menning- arhátíð í London fyrr í vetur. Hún var með eitt verk á sam- sýningu íslenskra myndlistar- manna, „Art From Above“, í Buthlers Wharf og átti að auki verk fyrir utan Design Muse- um sem liggur skammt frá en þar opnaði forseti íslands sýn- ingu á norrænni hönnun þann 12. nóvember. Guðrún er menntuð úr Myndlista- og handíðaskólan- um og lauk tveggja ára fram- haldsnámi í „mural design" frá Chelsea College of Art and Design síðasta sumar. Á loka- sýningunni þar sýndi hún þrjá skúlptúra, þar á meðal þann sem settur var upp fyrir utan Design Museum. Fyrir það verk hafði hún hlotið ein- dæma lof kennara sinna en engu að síður kom það þeim á óvart að sjá skúlptúrinn svo skömmu síðar fyrir framan hið fræga Hönnunarsafn við ár- bakka Thames í London og spurðu hana hvernig hún hefði eiginlega farið að þessu. Guðrún segir aðdragand- ann hafa verið þann að hún hafi boðið Jakob Magnússyni á lokasýninguna. „Hann sagði mér frá fyrirhugaðri listahátið og það flýtti fyrir að verkið var kynnt til sögunnar á þeim stað sem það hafði verið hannað fyrir. Það var Brynja Baldurs- dóttir sem fór síðan með myndir og kynningu á því til forráðamanna safnsins og þeim fannst að það ætti vel heima í tengslum við norrænu sýninguna." Forráðamenn safnsins hrifust af verkinu og hafa nú sýnt því mikinn áhuga að það verði steypt í brons og sett upp til framtíðar þar fyrir utan. Heiti verksins er „Wheel of Progress“ sem gæti útlagst framfarahjólið eða þróunar- hjólið. Á meðan blaðamaður glímir við að finna hentuga þýðingu rifjar Guðrún upp vangaveltur Jakobs Magnús- sonar sama efnis. „Hann velti fyrir sér orðinu framsóknarhjól en það hljómar nú einhvern veginn mjög flokkspólitískt," segir hún og hlær við. Við ákveðum að hætta að glíma og fjalla nánar um fyrirbærið, aðdragandann að verkinu sjálfu og skírskotanir sem fel- ast í því. „Seinna árið sem ég var í skólanum valdi ég mér svið þ- Verk sem Guðrún hefur gert fyrir Richmond. The Tower Bridge blasir við þegar horft er í gegnum þennan skemmti- lega skúlptúr. ▼ Tvö verka Guðrúnar á loka- sýningu í skólanum síðastliðið sumar. þ- Jójó. •4 Verk Guðrúnar, Wheel of Progress, utan við Design Museum. sem felst aðallega í því að gera skúlptúra fyrir tiltekið umhverfi. Ég hafði gengið töluvert um svæðið þarna í Buthlers Wharf og fannst um- hverfið ekki mjög spennandi, mikið af gömlum og illa hirtum byggingum. Ég rakst síðan á þennan nærri sautján metra langa vegg fyrir framan Design Museum og heillaðist af húsinu sem er ólíkt flestum öðrum byggingum þar. Það er mjög stílhreint og formfagurt, sem á vel við það sem ég hef verið að vinna með. Ég sá að það var upplagður bakgrunn- ur fyrir verk sem myndi standa á veggnum. Síðan settist ég niður og fór að skissa og þetta varð útkoman. Þegar ég vinn skúlptúra fyrir ákveðinn stað hugsa ég bæði um umhverfið og hvað er að gerast á staðnum. Þarna var það bæði safnið og áin Thames. í nafni verksins felst því bæði það sem gerist innan veggja safnsins, þar sem sýnd er ákveðin þróun f hönnun, og einnig skírskotun til árinnar og þess sem um hana hefur farið í gegnum tíðina. Eftir að ákveðið hafði verið að Guðrún setti verkið upp beið hennar mikil vinna. „Ég hafði giskað á að breiddin á veggn- um væri fimmtíu sentímetrar þegar ég var að vinna skúlp- túrinn fyrst en hún er sextíu sentímetrar. Ég þurfti því að breikka hann og það var gríð- arleg vinna.“ 4.TBL.1993 VIKAN 17 TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR / UÓSM.: NICK MORRIS OG GÍSLIÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.