Vikan


Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 18

Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 18
Fullunnið í bronsi myndi verk Guðrúnar kosta um þrjár og hálfa milljón, sem er varla á færi námsmanns. Hún vann það hins vegar á ódýrasta hátt úr spónaplötum og kúst- sköftum. „Ég hét mér því í fyrsta skipti sem ég setti verk- ið saman að ég myndi aldrei gera það aftur. Það var ótrú- legt púsluspil að raða hringj- unum saman og festa kúst- sköftin á þá. Afgreiðslufólkinu þóttu það undarleg kaup þeg- ar ég kom og bað um sextíu kústsköft," segir Guðrún sem vann hörðum höndum frá ágústbyrjun og fram í nóvem- ber við að endurgera verkið við ótrúlega frumlegar að- stæður. „Ég hafði enga vinnu- stofu svo það var ekki annað að gera en nota garðinn heima, eldhúsið og borðstof- una.“ Guðrún segist þó hafa fengið góða hjálp frá fjöl- skyldu sinni og verið svo heppin að foreldrar hennar, þau Ragnheiður Stefánsdóttir og Ólafur Nielsen, hafi verið í heimsókn á þessum tíma. „Pabbi og maðurinn minn hjálpuðu mér að saga og koma kústsköftunum fyrir og strákarnir mínir hjálpuðu mér líka að pússa.“ Skúlptúrinn var síðan settur ▼ Hluti af verki sem Guörún hannaði úr steypu um landnám íslands. upp 11. nóvember. Ekki óæðri gestir en Danadrottning með fylgdarliði gengu framhjá á meðan á bjástrinu stóð. „Ég hafði verið látin vita að drottn- ingin myndi koma í óopinbera heimsókn til að skoða safnið síðdegis þennan dag en var sagt að það væri allt í lagi að ég héldi áfram vinnu minni þar.“ Guðrún viðurkennir að það hafi óneitanlega verið til- komumikið að vera þarna andspænis þjóðhöfðingjanum sem hún hafði áður aðeins séð á myndum. Verkið var síðan tekið niður aftur rúmri viku seinna þar sem Guðrún og forráðamenn safnsins voru sammála um að sennilega þyldi það ekki að standa lengur úti. „Ég hafði þá farið á hverju kvöldi með málningarfötu og sílíkon til að bera á það og verja það sliti og vætu. Fólk bæði sat á þessu og krakkar léku sér á hjólabrettum á því.“ Viðurinn þolir ekki slíka meðferð lengi og þess vegna þarf að steypa verkið í brons eigi það að standa þarna til frambúðar. Tveir forráðamenn Design Museum hafa nú ákveðið að leggja til við aðal- fund stjórnar safnsins að svo verði. Guðrún segist reikna með ef til komi að hún þurfi að leita styrkja að einhverju leyti sjálf til að fullvinna verkið og koma því upp. Hún tekur undir að óneitanlega væri það mikill heiður fyrir hana og ekki síður landkynning verði þessi áform að veruleika. Forráða- menn safnsins hafa gefið mikla von um að svo verði en eins og stendur er ákveðin biðstaða. Það voru fleiri sem hrifust af verkinu. Guðrún fékk í kjöl- far sýningarinnar bréf frá WASI sem er skammstöfun fyrir „The Woman Artists Slide Library", safn sem hefur að geyma upplýsingar í máli og myndum um listaverk kvenna. Þar var henni boðin innganga. Þrátt fyrir að Guðrún sé ný- stigin úr skóla hefur hún margt á prjónunum. Eitt verka hennar er nú til umfjöllunar hjá yfirvöldum í borgarhluta sem heitir Richmond. „Við fengum það verkefni í skólan- um að hanna verk fyrir lítið torg sem stendur við aðalgöt- una í Richmond og áttum að tengja það staðnum. Þetta er mjög fallegur borgarhluti við Thames og þar er mikill gróð- ur. Ég hannaði verk þar sem ég lét trén koma fram, ná- lægðina við vatnið og tákn fyrir breska konungdæmið sem hefur verið tengt staðn- um um aldir.“ Sjö súlur rísa hver af annarri upp úr vatni eins og í hvirfingu. Efst á súlunum er rauf sem myndar farveg fyrir kórónu- formið sem hvílir á einni súl- unni. „Sumir hafa lesið úr verk- inu að ég sé þar að fást við vinsælasta dægurmálið í bresku samfélagi um þessar mundir og að í því felist spá um hrun krúnunnar,“ segir Guðrún og brosir um leið og hún neitar sakargiftunum stað- fastlega. „Ég sé þetta sem eitt- hvað sem hefur verið og mun verða um ókomna tíð.“ Embættismaður frá Rich- mond kom á lokasýninguna hjá Guðrúnu og sá verkið. Honum leist vel á það og hef- ur sett málið í hendur lista- nefndar hverfisins sem hefur það til umfjöllunar. Guðrún hefur einnig fengið bréf frá fyrirtæki í Japan sem hefur hug á að flytja inn al- þjóðlega list og er þá verið að hugsa um umhverfisskúlptúra í þéttbýli. „Það var Sverrir Ólafsson skúlptúrlistamaður, einn þeirra sem sýndu í Buthlers Wharf í haust, sem benti þeim á mig og ég er núna að vinna að því að senda þeim möppu með kynningu og myndum af tveimur verka minna.“ Aðspurð um hvort hún hafi unnið eitthvað til að setja upp á íslandi segir hún frá einu verki sem hún gerði á fyrra ári sínu í náminu hér ytra. „Við áttum þá að gera minnismerki fyrir tiltekið umhverfi sem við völdum okkur sjálf. Ég bað bróður minn að senda mér myndir úr Elliðaárdalnum og hannaði síðan verk um land- námið og gerði það úr steypu. Ég hugsaði mér fimm stöpla sem væru dreifðir um dalinn með ýmsum skírskotunum til landnámsins. Ég geymi það hins vegar ennþá hérna heima fyrir sjálfa mig, en hver veit nema því verði komið á framfæri einhvern tíma?“ Guðrún segir að það geti ver- ið nokkuð erfitt að fást við skúlptúr. „Þetta eru stundum fyrirferðarmikil og þung verk sem getur verið heilmikið puð að fást við. Jójóið, sem ég sýndi á samsýningunni Art From Above, var til dæmis 400 kíló.“ Það virtist hins veg- ar fara nokkuð eftir þjóðerni hversu marga þurfti til þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.