Vikan


Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 21

Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 21
NORÐMAÐURINN EYVIND FROEN HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI FYRIR KENNSLU SÍNA Á NÁMSKEIÐUM UM HJÓNABANDIÐ OG FJÖLSKYLDUNA kvæða hluti í för með sér eða jákvæða. Þarna þurfum við að geta skilið á milli.“ ORÐ OG GERÐIR „Það mikilvægasta í hjóna- bandi annars vegar og sam- skiptum foreldra og barna hins vegar er tjáningin. Tök- um dæmi: Nýgift hjón eru mjög ástfangin og hamingju- söm. Tíminn líður og einn góðan veðurdag eru þau farin að særa hvort annað - ekki af því að þau hafi ætlað sér það. Staðreyndin er sú að maður- inn fer að særa konuna sína án þess að vita af því, hann gerir sér ekki grein fyrir því. Hún særir hann einnig án þess að gera sér Ijóst hvað hún er að gera. Við verðum að vera þess meðvitandi að tjáskiptin eru ekki bara munnleg - við segj- um maka okkar líka ýmislegt með hegðun okkar. Ég get gengið til konu minnar, faðm- að hana að mér og sagt: „Ég elska þig.“ Þetta geri ég kannski þrisvar á degi hverj- um og alltaf eftir máltíðir. En ef hegðun mín gagnvart kon- unni minni segir hið gagn- stæða þá trúir hún ekki orðum mínum. Við höfum lært að tala með munninum en við vit- um ekki alltaf að við tölum líka ákveðið mál með gerðum okkar og framferði. Þetta mál er mjög áhrifamikið, maki þinn skilur það og tekur mark á því. Af þessum sökum verða margir árekstrar. Við gefum okkur ekki nægan tíma til að tjá okkur hvert við annað og gerum það oft ekki á réttan hátt. Tökum annað dæmi: Ég er mikið að heiman, allt upp í tvö hundruð daga á ári. Þegar ég kem heim úr löngu ferðalagi hefur konan mín mikla þöri fyrir nærveru mína og að vera í góðu sambandi við mig. Hún hefur hlakkað til endurfund- anna og sér fyrir sér að nú fái hún tíma til að ræða ótal hluti við mig, allt sem hún vildi segja mér en gat ekki á með- an ég var í burtu. Dagana sem ég var að heiman hringdu fjölmargir og spurðu eftir mér. Konan mín kann ekki að segja ósatt og sagði því öllum að ég kæmi heim þennan dag og á tilteknum tíma. Hvað heldur þú að ger- ist þegar ég geng inn um dyrnar heima hjá mér? Jú, síminn byrjar að hringja og ég þarf að sitja tímunum saman og ræða við alla þá sem hafa beðið eftir að ná tali af mér. Konan mín skilur þetta fram- ferði mitt en hún fær ósjálfrátt á tilfinninguna að ég taki allt þetta fólk fram yfir hana. Hún veit að svo er ekki og skyn- semin segir henni að ég þurfi að tala við fólkið vegna at- vinnu minnar en tilfinningarn- ar segja annað og það verð ég að skilja. Það rétta er að þegar ég kem heim þá faðma ég kon- una mína og tek símann úr sambandi um leið. Með þessu framferði mínu er ég að segja við hana að ég elski hana og mér þyki vænt um hana, að hún sé mér mikils virði og ég vilji miklu fremur verja þessum tíma með henni heldur en skjólstæðingum mínum sem tengjast starfinu - þeir geti beðið þangað til betur standi á. Þetta litla dæmi á eins vel við hvort sem um er að ræða samband hjóna eða foreldra og barna. Táknmál af þessu tagi er ef til vill ennþá mikil- vægara þegar börnin eiga í hlut. Hvernig komum við fimm ára barni í skilning um að okk- ur þyki ofurvænt um það? Ég á tuttugu og sex ára gamlan son, tuttugu og eins árs gamla dóttur og aðra sem er sex ára. Ég get gengið til þeirrar yngri, tekið hana upp og sagt: „Rebekka, pabbi elskar þig.“ Það er gott að geta sagt þetta en hætt er við að barnið skilji ekki þessa full- yrðingu sem skyldi - þetta eru bara orð. Aftur á móti get ég gert eitthvað sem sýnir henni fram á að ég elski hana. Ég segi þetta stundum við hana ocj þá svarar hún einfaldlega: „Eg veit það, þabbi.“ Ég spurði hana þá á móti: „Hvernig veistu það, Re- bekka?“ Þá brosti hún til mín og sagði: „Pabbi, þú ert að sýna mér það?“ En það er ekki vegna þess sem ég sagði heldur vegna þess að hún upplifir þetta þegar ég tek hana upp og faðma hana. Hún er vön því og oftar en ekki fylgir meira í kjölfarið, tíminn og samveran." TÍMI TIL SAMVERU „Við þurfum að hafa það í huga að tfminn er ákaflega mikilvægur, tíminn til sam- veru. Og ef við höfum hann, hvernig er þá samverunni háttað? Ég get ekki tekið sex ára gamla dóttur mína upp, sett hana á stól fyrir framan mig og sagt: „Rebekka, nú ætlum við, þú og ég, að eiga samveru svolitla stund.“ Slíkt gengur auðvitað ekki. Hvernig á ég þá að bera mig að? Ég veit að þegar ég kem heim kemur hún hlaupandi til mín, prílar upp í fangið á mér og ég tek hana upp. Líkamleg snerting er litlum börnum nauðsynleg. Síðan gef ég henni tíma og einbeiti mér að sambandinu við hana. Hún hefur til dæmis gaman af því þegar ég leggst á fjóra fætur og þykist vera eitthvert dýr. Þetta gerir hún líka og síðan látum við okkur rúlla saman á gólfinu. Ég lyfti henni upp í loft- ið, bretti upp peysuna og kyssi hana á magann. Þá sprellar hún með löppunum og hrópar af ánægju. Um leið upplifir hún að föður hennar þykir vænt um hana og hafi gaman af sam- verunni við hana. Ég á aðra dóttur sem er tuttugu og eins árs. Hún þarfnast einnig samveru og góðs sambands við föður sinn. Ef ég tæki hana og lyfti henni upp í loft, bretti upp peysuna og kyssti hana á magann hlyti ég að eiga við alvarlegan vanda að striða. Ég verð því að bjóða henni upp á annars konar samveru en hinni. Engu að síður er þörfin jafnmikil hjá henni. Staðreyndin er aftur á móti sú að þegar börnin verða stálpuð gefa þau sér minni tíma til samveru við foreldana, þau „Óttinn við kjarnorkustyrjöld er aðeins á yfirborðinu því að börnin hafa aðeins heyrt um hana talað. En óttinn við að foreldrarnir eigi ef til vill eftir að skilja er mjög rikur í barnssálinni.“ 4. TBL. 1993 VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.