Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 28

Vikan - 25.02.1993, Page 28
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON O.FL. ESTHER FINNBOGADOTTIR STJORNAR FEGURÐARSAMKEPPNI ISLANDS VIL GERA MEIRA FYRIR AUGAÐ Eins og af himnum ofan komu fagrar dísir svíf- andi inn á svið fyrir fullu húsi. Það voru keppendur í forsíðustúlkukeppni Vikunnar og Samúels árið 1991 að mæta til leiks. Og vegna þess að ekki var hægt að nota hesta í annað sinnið þá hjól- uðu forsíðustúlkur ársins 1992 inn á sviðið í upphafsatr- iði lokakvöldsins. Frumleiki var sammerki með þessum sýningum og í uppsetningum á slíkum viðburðum hefur Esther Finnbogadóttir öðlast frumherjasess. Hún hefur stjórnað óvönum sýningar- stúlkum og fyrirsætum eins og herforingi þartil engu er líkara en að þær hafi aldrei gert annað en spranga til sýnis. Esther er ekki öldruð kona, tuttugu og þriggja ára gömul. Samt sem áður veit „brans- inn“ af henni svo um munar enda gjóstar duglega um hana þegar hún tekur sig til. Hún liggur ekki á skoðunum sínum, stjórnar með harðri hendi þegar það á við en get- ur engu að síður beitt lempni og liðleika eftir þörfum. Við skulum kynnast þessari stúlku nánar, hvaðan kemur hún, hvað er hún að gera og síðast en ekki síst, hvert stefnir Esther? Allt hefur þetta sinn tíma en við byrjum á flakki. STÍGVÉL OG KÍNASKÓR Hún fæddist á Akureyri en flutti þaðan á vöggualdri, sneri síðan eftir víðferli aftur norður yfir íslenskar heiðar og bjó á Akureyri frá tólf til sextán ára aldurs. Fyrirsætu- og sýn- ingarstörf voru þó ekki á dag- skránni fyrst um sinn. „Fram til átján ára aldurs var ég með hugann við allt annað. Ég hlustaði á tónlist í þyngri kant- inum og klæddi mig eftir því, var þó enginn pönkari eða þannig, þróaði bara með mér ▲ Esther ásamt keppend- um í forsíðu- stúlku- keppni Vikunnar á Hótel íslandi. Hún er nú á fullu ■ undirbún- ingi aö feguröar- sam- keppni íslands. minn eigin stíl og fylgdist vel með og las tískublöð." Við minntumst á víðferli Estherar en nýfædd fór hún til Vestmannaeyja þar sem hún var hjá afa sínum og ömmu ( eitt ár. Hún telur sér þá dvöl til tekna þar sem hún hafi alltaf síðan haft gaman af því að umgangast eldra fólk. Foreldr- ar hennar voru á þessum tíma á kafi í námi en eftir að því lauk náðu þau í stelpuna sína, hún flutti til Reykjavíkur með þeim, þaðan fóru þau til Blönduóss og voru síðan nokkur ár í Sví- þjóð. Þaðan komin bjuggu þau ( Reykjavík og tólf ára kom Esther ásamt foreldrum sínum til Akureyrar. Og þá erum við komin hringinn. ALDREI VANDAMÁL Minningar Estherar þegar hún hugsar til baka eru helst- ar þær að á Blönduósi var annars vegar hið skemmti- lega leiktæki sandkassa- skurðgrafa og hins vegar hann Raggi sem drakk kók í gegnum nefið. Frá Svíþjóð rifjar Esther það upp einna helst að Svíar hafi alltaf verið veikir, sjúgandi kvefaðir upp í nefið og eigandi bágt f tfma og ótíma. „Mér leiðast svo- leiðis kvartanir í sífellu. En ég hef góðan grunn í sænskunni og lærði hana hér heima í staðinn fyrir dönsku. Þégar við komum sfðan heim frá Svíþjóð fór ég í Melaskólann og lifði þar eitt skemmtileg- asta skeið þess sem af er ævinnar. Bekkurinn var mjög samheldinn og enn í dag á ég marga góða vini úr þeim bekk þrátt fyrir að ég hafi bara ver- ið þar í þrjú ár. Árið 1988 kom ég suður til Reykjavíkur og fór þá á nám- skeið hjá Unni Arngrímsdótt- ur, aðallega vegna þess að móðir mín hvatti mig til þess. Unnur bað mig þá um að taka þátt í sýningu með inter- coiffure-hárgreiðsluhópnum í ferð hans til Hamborgar í Þýskalandi. Þau voru að leita að réttu týpunum, bæði þeim sem höfðu rétta hárið og voru tilbúnar að leyfa nánast hvað sem er. Þarna úti vorum við klæddar í ísblá pils með speglabrotum og hárið var lit- að Ijóst og dökkt. Þetta var dálítið framúrstefnulegt og ætli ég hafi ekki verið hentug manngerð. Ég hafði alltaf ver- ið tilbúin að reyna eitthvað nýtt eins og háraliti. Það hafði aldrei verið vandamál. TALIN FREKAR ÁKVEÐIN Ég tók fyrsta menntaskólaárið á Akureyri en flutti þá til afa og ömmu í Kópavogi og byrj- aði í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Og þar var ég þegar ég byrjaði hjá Módelsamtökun- um. Ég fór að vinna hjá Unni við sýningarnar en um vorið ‘91 fór ég meira að takast á við hugmyndasmíðar og markaðssetningu Módelsam- takanna. Þá minnkaði ég við mig sýningarstörfin og smám saman færðist ég frá þeim yfir f kennslu auk skipulagsstarf- anna. Ég þjálfaði síðan bæði stúlkurnar í forsíðukeppni Vikunnar og keppendur í feg- urðarsamkeppni íslands 1992 og forsíðustúlkur Vikunnar núna síðast." Þannig að þú hefur meiri hug á stjórnunarstörfum en 28VIKAN 4.TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.