Vikan


Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 35

Vikan - 25.02.1993, Qupperneq 35
maður hafi unnið mikið gerði maður mikið í myndlistinni líka. Eitt sumarfrí málaði ég geysistóra mynd sem hangir í Slippstöðinni, fimm metra langa, af verkafólki að vinnu í slippnum. Ég gerði skissu sem ég sýndi þeim og þeir tóku mjög vel. Síðan fékk ég til aðstoðar ungan strák sem hafði verið hjá mér í námi um tfma, Kristján Steingrím Jóns- son sem er nú formaður Sam- bands íslenskra myndlistar- manna. Það var í anda hug- myndafræðinnar að við mál- uðum myndina saman.“ Þegar hér er komið sögu stofnar Guðmundur Ármann Teikni- hönnun KG ásamt Kristjáni og þeir taka að sér alls konar teiknivinnu, myndskreytingar og fleira, skreyttu meðal ann- ars Stjörnuapótekið. VILDI EKKI VERÐA FYRIRTÆKISMAÐUR Þegar Kristján fer til náms stofnar Guðmundur Teikni- stofuna Stíl ásamt Ragnari Lár myndlistarmanni. En Guð- mundur fer nú að kenna æ meira, auk þess sem hann verður stöðugt virkari í félags- málum á menningarsviðinu, hefur setið frá upphafi í stjórn Menningarsamtaka Norðlend- inga svo nokkuð sé nefnt. Um leið vex auglýsingafyrirtækið og vex svo hann stendur frammi fyrir því að velja á milli hvort hann vilji verða fyrirtæk- ismaður og reka auglýsinga- fyrirtæki eða halda sig við myndlistina. „Þetta auglýs- ingavafstur mitt var aldrei annað en brauðstrit. Ég er kvæntur Hildi Maríu Hansdótt- ur og var snemma kominn með stóra fjölskyldu því börn- in eru fimm. Það þýddi ekki að láta sig dreyma um að lifa bóhemlífi hérna og lifa á loft- inu. Ég seldi minn hluta í fyrir- tækinu og varð það mikill vendipunkur í mínu lífi þar sem ég fór að geta gefið mig svolítið öðruvísi að myndlist- inni en áður. Að vísu kenni ég mjög mikið en það koma frí á milli og þá hefur mér tekist að vinna nokkuð vel og svo er ég kominn í þessa vinnustofu hér í Listagilinu. Það hefur gjör- breytt aðstöðunni." Listagilið, draumur Guð- mundar Ármanns er að verða að veruleika. í gamla þvotta- húsinu er hann með vinnu- stofu á tveimur hæðum. í næsta húsi er Myndlistarskól- inn þar sem hann kennir og í húsunum handan Kaupvangs- strætis, þar sem áður var Flóra og Smjörlíkisgerðin, ◄ Þorbjörg sker út í dúk. „Ég sé til þess aö þau hafi efni aö vinna úr þegar þau koma hingaö á vinnustof- una,“ seg- ir Guö- mundur Ármann. „Ekki reyni ég aö stýra því hvaö úr þeim veröur." finnst þyrfti að auka samskipti á sviði lista mikið. Akureyri hefur eins og landsbyggðin öll verið svolítið afskipt varðandi sýningar. Það er kominn tími til að það breytist og ég tel að opinberir aðilar hafi mjög mik- ilvægu hlutverki að gegna að skipta jafnar framlagi til menn- ingarmála. í stuttu máli sagt er meira að gerast í myndlist í Evrópu en í Reykjavík og meira í Reykjavík en á Akureyri en það er gott að vera listamaður á Akureyri." □ verða vinnustofur listamanna og arkitekta, tilraunasalur fyrir leiklist, tónlist og myndlist auk aðstöðu Gilfélagsins og fleiri félaga. GOTT AÐ VERA MYNDLISTARMAÐUR Á AKUREYRI Áður en við kveðjum spyrjum við Guðmund Ármann hvernig sé að vera listamaður á Akureyri, er listamaðurinn ein- angraður eða er nóg um að vera í listalífinu? „Myndlistarskólinn er búinn að starfa í tuttugu ár og hann hefur á þessum tíma gjör- breytt ástandinu. Ég hef upp- lifað það að hér voru nánast einungis áhugamyndlistar- menn, driffjöðrin var áhuga- fólkið, sem stofnaði félagið og skólann, en breyting hefur átt sér stað á sfðustu árum. Það er að koma fleira menntað myndlistarfólk sem vinnur að listinni meira og minna og því fer fjölgandi núna. Fyrir nokkrum árum hefði ekki verið nokkur grundvöllur fyrir því að koma upp vinnustofum fyrir tíu til tuttugu myndlistarmenn, þeir hefðu ekki verið til. Nú er búið að fylla allar vinnustofur og strangt til tekið vitum við um fleiri listamenn sem vantar vinnuaðstöðu og eru í vanda. Kannski höfum við ekki nógu stórar vinnustofur, marga vantar stærri stofur. Hér eru tíðar sýningar, margir sem vinna að myndlist og meiri skoðanaskipti. Ég held þetta eigi við um tónlist og leiklist líka. Menningarlífið er að verða fjölskrúðugra þannig að nú er rofin sú ein- angrun sem kannski var og mér fannst vera hér fyrst þeg- ar ég kom hingað. Þá hafði ég mjög mikla þörf fyrir að fara í burtu, til útlanda eða til Reykjavíkur. Ennþá er það þannig að maður hefur þörf fyrir að fylgjast með. Mér ▲ Palettið - lita- blöndunar- borðið. „Ég nota þessa glerplötu til aö blanda lit- ina.“ ► „Viö þrykkivél- ina sem ég nota sérstak- lega ef ég þrykki í stóru upp- lagi.“ 4.TBL. 1993 VIKAN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.