Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 40

Vikan - 25.02.1993, Page 40
m ÖFUGMÆU ÍSLENSKRAR TUNGU UOMUT 51A51>l8M3JeÍ LLaMOUtö Snemma á þessari öld, þegar fólksbifreiöastjór- ar fóru aö aka farþegum gegn gjaldi, voru bílar þeirra z kallaöir leigubílar. Oröið þótti O nokkuö gott þar til seinna á co öldinni aö menn fóru aö leigja cr út fólksbifreiðar án bílstjóra. ^5 Þá bíla var ekki hægt aö kalla o leigubíla vegna þess aö orðið 2 var þegar til í málinu. Bilarnir 5 voru því kallaðir b/'/aleigubílar. Einhvern tímann í framtíöinni ^ gæti einhverjum hugkvæmst o aö leigja út bíla með einkabíl- - stjóra. Þaö er reyndar gert X víöa erlendis. En hvaö veröa h þannig bílar kallaöir? /.e/guð/'/aleigubílar? Menn sem eiga viö ein- hvern vanda aö stríða eru yfir- leitt ekki kallaöir vandamenn. Vandamenn eru skyldmenni manns eöa tengdafólk. Sum orö í málinu merkja allt annað en ætla mætti. Oröið hljóö getur til dæmis bæöi þýtt þögn og hávaði. Þegar kenn- ari biður nemendur sína um hljóö ætlast hann ekki til aö þeir reki upp vein. Hann vill fá þögn í bekkinn. Hafið þiö tekið eftir því aö orðið vinur þýöir stundum garmur, ræfilstuska eða eitt- hvaö þaðan af neyöarlegra; aö minnsta kosti eitthvað sem ekki er beint hægt að setja í samband við vináttu? Þegar einhver segir „Jæja vinurinn, er ekki annars allt gott að frétta bara?“ þá er nokkuö augljóst aö hann er ekki aö tala við vin sinn heldur ein- hvern aumingja eöa mann sem er lægra settur í þjóöfé- laginu. Þaö er til dæmis ólík- legt aö brjóstumkennanlegur þurfalingur ávarpi bankastjóra þannig. Hins vegar er ekkert athugavert við aö bankastjóri ávarpi þurfaling þannig - utan vinnutíma aö sjálfsöpöu. Stundum segja Islendingar tóma vitleysu þegar þeir ætla aö bera fram erlend orö; nota áherslur sem þeim finnst út- lenskulegar þótt eðlilegast væri aö nota íslenskar áhersl- ur. Þannig kalla margir höfuð- borg Eþíópíu Addis Ababa - nákvæmlega eins og orðið er skrifaö á íslensku. Þú heldur kannski aö áherslurnar skipti ekki svo miklu máli. Lestu þá eftirfarandi orö upphátt og haföu áhersluna á ööru hvoru atkvæði: lau GAR da GUR. Þarna séröu. Þetta er orðið laugardagur meö vitlausum á- herslum. Ameríski söngvarinn Fats Domino er stundum kallaöur dó/W/nó hér á landi þótt eöli- legra væri aö kalla hann ein- faldlega Dominó (eöa Daminó eins og hann er kallaöur í Am- eríku). Mörgum íslendingum finnst endilega að stafurinn O hljóti alltaf að vera borinn fram sem Ó f erlendum orðum, segja kannski Pé Eddl Ó (þótt skrifað sé P L O) þegar þeir tala um Frelsissamtök Palest- ínumanna. En stafurinn O er ótrúlega oft borinn fram sem O (en ekki Ó) í erlendum orðum. Italska setningin O Sole Mio er til dæmis borin fram O sole mío en ekki ó sólei míó. Hofer alls ekki það sama og hóf. Svipaða sögu er aö segja um stafinn /. Hann er ekki endilega borinn fram sem /' f erlendum oröum. Enska nafn- iö lan er ekki borið fram sem ían eöa Æan heldur einfald- lega lan. Hins vegar geta ítalir ekki sagt / og þess vegna er orðið p/zza borið fram píddsa (meö í) en ekki piddsa. Sum íslensk hljóö er ekki hægt aö bera fram í mörgum erlendum tungumálum, til dæmis þessi órödduöu hljóö: HN, HL og HR (eins og í orö- unum hné, hlíö og hreinn). Þessi hljóð eru mun algengari í sunnlenskum framburði en norðlenskum og koma iðulega fyrir þótt þau séu ekki stöfuð þannig. Oröin álpast og henta eru þannig borin fram fyrir noröan: ál-past og hen-ta en fyrir sunnan segja menn áhlp- ast og hehnnta. íslenskir út- varpsmenn ættu aö hafa þetta hugfast þegar þeir bera fram orö eins og Help og Clinton. Alþjóðlegur framburður á þessum oröum er eins og norölenski framburöurinn okk- ar. Bretar og Ameríkanar segja til dæmis ekki Klihnnton nema þá ef þeir eru af íslensk- um ættum. Þeir segja Klin-ton (eöa því sem næst). Annars er svolítiö merkilegt hvaö margir útvarpsmenn viröast halda að þeir séu barnapíur. Hafiö þiö ekki heyrt þá segja: ..og ég ætla að vera meö ykkur til miönættis," eöa eitt- hvaö í þeim dúr? Aö vísu bæta þeir ekki viö: ...en þá koma pabbi og mamma heim úr bíó,“ en hver veit nema þeir hugsi þannig? Þegar ég heyri útvarpsmann segja til dæmis „Ég heiti Kalli kaldi og ég ætla aö vera meö ykkur næstu tvær klukkustundimar," skipti ég strax yfir á aðra rás. Ekki þaö að ég hafi neitt á móti þessum Kalla kalda í sjálfu sér. Ég er bara fyrir löngu kominn af barnsaldri. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.