Vikan


Vikan - 25.02.1993, Síða 64

Vikan - 25.02.1993, Síða 64
Byssan munduö í The Crying Game. Það hefur verið hefð að fjalla hér um þær kvik- myndir sem ætlunin er að sýna á ári hverju. Svo verður áfram og af nógu er að taka. Heldur hefur dregið úr kvikmyndaframleiðslu og er það vegna þess að kreppu er að finna í kvikmyndabransan- um sem víðar. Stórmyndir ársins 1992, Alien 3, Far and Away, Batman Returns og Honey, I Blew up the Kid gengu ekki eins vel og fram- leiðendur ætluðu svo að nú hefur bókhaldið verið endur- skoðað. Stefnan hjá stór- myndafyrirtækjunum í Hollywood er nú að gera færri stórmyndir og fleiri smámyndir í líkingu við Fried Green Tomatoes at the Stop Whistle Café, The Hand that Rocks the Cradle, Single White Female, Grand Canyon og Husband and 64 VIKAN 4.TBL. 1993 Jessicu Lange. Myndin verður sýnd í Regnboganum áður en langt um líður. SÍGILDI CHAPLIN Upphaflega átti nýjasta fram- leiðsla Sir Richards Atten- borough, Chaplin, að vera jólamynd Regnbogans á sið- asta ári en horfið var frá því á síðustu stundu. Nú er ekki Wives því að með þeim hefur sýnt sig að ekki þarf endilega að gera dýra tæknibrellumynd til að hlutirnir gangi upp. Kvik- myndahúsagestir víða um heim vilja raunar sjá meira af raunsæjum myndum sem eru auk þess vandaðar og endur- spegla lifið sjálft, myndir sem skilja eitthvað eftir. Nóg um það, hefjum upptalninguna. FÝKUR YFIR HÆÐIR Hver kannast ekki við hina hjartnæmu en átakamiklu ást- arsögu Emily Bronté, Wuther- ing Heights? Nú er búið að gera nýja útgáfu eftir þessu heimsþekkta bókmenntaverki. Myndin fjallar um ástarraunir Heathcliffs og Cathy og verð- ur sýnd í Háskólabíói áður en langt um líður. NÓTTIN OG BORGIN Stórleikarinn Robert De Niro A Heath- cliff og Cathy í Fýkur yfir hæöir. ► Svipmynd úr Chaplin, nýjustu mynd Sir Richards Atten- borough. ▼ Robert De Niro og Jessica Lange. leikur aðeins í skotheldum kvikmyndum. Þetta er annars sá leikari sem hvað mest hef- ur að gera um þessar mundir, leikur að meðaltali í tveimur til þremur myndum á ári. Ein af nýjustu myndunum hans heitir á frummálinu Night and the City. Stórleikkonan Jessica Lange fer með hlutverk í myndinni en þau tvö léku einmitt saman í Cape Fear, endurgerð Martins Scor- sese. Leikstjóri Night and the City er Irwin Winkler en hann hefur fengist við framleiðslu og leikstjórn kvikmynda í hart- nær þrjátíu ár. Night and the City er endur- gerð en í fyrri útgáfunni (1950) léku Gene Tierney og Richard Widmark. Nýja út- gáfan greinir frá gróðafíknum lögfræðingi í New York, Harry Fabian. Hann afræður að taka þátt í miklu hnefaleikaveðmáli og fíknin dregur dilk á eftir sér. Aðeins ein manneskja getur staðið með honum, ást- kona hans sem leikin er af KVIKMYNDIR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.