Vikan


Vikan - 25.02.1993, Síða 65

Vikan - 25.02.1993, Síða 65
langt að bíða þar sem myndin mun brátt líta dagsins Ijós á hvíta tjaldinu í Regnboganum. í þessari mynd leikur aragrúi þekktra leikara á borð við Ro- bert Downey Jr., Dan Aykroyd, Geraldine Chaplin, Anthony Hopkins, Kevin Kline, Penelope Ann Miller (Kindergarten Cop, Other Peop- les Money), James Woods, Di- ane Lane og Paul Rhys. Breski leikstjórinn fjallar um áttatíu ár Charlies Chaplin, grínistans með svarta hattinn og stafinn, þess sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda um langt skeið. Myndin hefst á uppvaxtar- viskubit rekur annan manninn til að segja eiginkonu her- mannsins fréttirnar. Myndin þykir spennandi, fersk og vel gerð. Meðal umfjöllunarefna er kynlíf, kynþáttahatur og stjórnmál. Myndin hlaut sér- stök heiðursverðlaun á kvik- myndahátíð í Toronto í Kanada í fyrra. HETJA Dustin Hoffman er aðsóps- mikill leikari og margir vilja setja hann á sama stall og Robert De Niro. Ástæðan er einföld. Báðir taka starf sitt al- varlega og taka það traustum tökum. Reglan hjá þeim báð- Lcikstjórinn Stephen Frears við tökur á Hero. Geena Davis kemst aö hinu sanna í Hero. árum Charlies Chaplin f London og endar árið 1972 þegar Chaplin veitir viðtöku óskarsverðlaunum fyrir ó- gleymanleg störf á hvíta tjald- inu. Myndin þykir hárfín, vel samin, leikin og tekin. Þetta verður án efa ein forvitnileg- asta mynd ársins og verður eins og áður sagði sýnd ( Regnboganum. BRENNUR LONDON? The Crying Game er bresk og nýjasta kvikmynd l’rans Neils Jordan en hann hefur gert myndir á borð við Angel, A Company of Wolves og Mona Lisa. í þessari mynd leika Forest Whitaker (Bird, Downtown), Stephen Rhea og Miranda Richardson. Myndin fjallar um tvo IRA- menn sem ræna svörtum, breskum hermanni sem For- est Whitaker leikur. Fanginn deyr f vörslu þeirra. Sam- um er að lifa sig inn í þá per- sónu sem þeir eiga að túlka. í myndinni Hero, sem fljót- lega verður sýnd í Stjörnu- bíói, leika auk Dustins Geena Davis (A League of Their Own, Thelma & Louise), Andy Garcia (The Untouch- ables, Godfather III, Black Rain) og Joan Cusack (Working Girl, Men Don’t Lea- ve). Myndin er samtímasaga og fjallar um hetjudáð manns sem gerir sér lítið fyrir og bjargar 54 farþegum úr flugvél sem brotlendir í óveðri. Ná- unginn, sem leikinn er af Dustin Hoffman, vill Iftið gera úr þessu en félagi hans, sem leikinn er af Andy Garcia, eignar sér björgunina þannig að hann fær alla athygli fjöl- miðla. Síðar kemst svo frétta- konan Gale Gayley að hinu sanna. Fréttakonuna leikur Geena Davis. Stjörnubíó sýnir myndina í aþríl. □ KVIKMYNDAHANDRIT SEM ALDREI VERÐA AÐ KVIKMYNDUM HVERS VEGNA? Stundum tekur óratíma að gera kvikmynd en vinnslutíminn er þó yfir- leitt þrjú ár. Áður en tökur hefjast þarf kvikmyndahandrit- ið að vera klárt. Handritahöf- undar þurfa að margskrifa handrit sín til að þóknast bæði leikstjórum og kvikmynda- framleiðendum. Eftir að búið er að fínpússa handritið er sfðan hægt að kvikmynda. Handrit geta líka rykfallið og stundum verða þau aldrei að mynd. Ástæður eru margar þótt handritin séu ekki slæm á neinn hátt. Þau eru flest vel skrifuð því höfundarnir hafa kappkostað að gera þau vel úr garði, fínpússað þau og snurfusað. Handrit rykfalla stundum vegna þess að það er einfaldlega ógjörningur að færa þau í kvikmyndabúning. Kannski er verið að fjalla um löngu liðna atburði og sögu- legar staðreyndir og þá getur reynst örðugt að endurskapa tímabilið sem sagan á að ger- ast á vegna þess að það er kostnaðarsamt að reisa fornar hallir eða byggja skip í fullri stærð. Þetta er fjárfrekt dæmi fyrir framleiðendur. Stundum treysta kvik- myndaframleiðendur sér ekki til að færa gott handrit í kvik- myndalega umgjörð. Þrátt fyr- ir ágæti handritsins getur efn- ið reynst of flókið eða skrýtið V Kunnug- leg andlit. Kenneth Branagh, Gene Hackman, Daniel Day Lewis og Alec Baldwin í mynd sem aldrei verður gerð. í n CO N G R ESS. July 4. \?j6. imítmmonC^ccfaraíton ,*<' 'Z.«

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.