Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 7
ÉG VIL í LEIKHÚSI GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR LEIKKONA SEGIR FRÁ DAUÐANUM OG STÚLKUNNI í SJÁLFRI SÉR Dauðinn og stúlk- AN er magnað leikrit. sem Leikfélag Reykjá- víkur frumsýndi nýlega á litlé sviðinu í Borgarleikhúsinu. Það er eftir chileska rithöfund- inn Ariel Dorfman og flutt í ís- lenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þegar herinn rændi völdum í Chile 1973 var Ariel Dorf- man eftirlýstur og síðar útlæg- ur. Hann var í forystusveit chileskra útlaga í Evrópu og Bandaríkjunum. Dorfman hef- ur samið fjölda skáldsagna, Ijóða og ritgerða en Dauðinn og stúlkan er fyrsta leikrit hans. Þetta leikrit er margt í senn. Það er spennuleikrit en það er ekki sfður lýsing á pólitísku uppgjöri, heimspekileg um- fjöllun um andstæð sjónarmið. Verkið vísar með óhugnanleg- um hætti til atburða f samtíð okkar hér og nú, jafnt hér á landi sem f Evrópu og Suður- Ameríku. Dauðinn og stúlkan var frumflutt f London 1991 og verkið vakti alþjóða athygli þegar það var frumsýnt f Bandaríkjunum 1992, einkum vegna þess að heimskunnir leikarar, Glenn Close, Gene Hackman og Richard Dreyf- uss, fóru með hlutverkin þrjú í leiknum. Nú hefur leikritið ver- ið frumsýnt í nær þrjátíu lönd- um og hvarvetna vakið mikla athygli og umtal. Leikurinn gerist í landi sem nýlega hefur losnað undan harðstjórn. Frjálslyndur lög- fræðingur er skipaður f rann- ► Guðrún Gisladóttir fer með hlutverk Pálinu. ii Ég á bágt með að skilja að hægt sé að lifa við þaö sem hún hefur þurft aö þola.“ sóknamefnd sem á að rann- saka glæpi og mannréttinda- brot í tíð fyrri valdhafa. Meðal fórnarlamba þessara tíma er kona hans. Á leið í sumarhús þeirra hjóna síðla kvölds Sþringur dekk á bílnum hans og hjálpsamur maður tekur hann upp í bíl sinn. Lögfræð- ingurinn býður bjargvætti sfn- um inn og í myrkri nætur þyk- ist eiginkonan þar þekkja manninn sem mörgum árum áður stýrði pyntingum á henni. Hún grípur því til sinna ráða. Á ÉG AÐ FYRIRGEFA? Guðrún S. Gísladóttir, Valdi- mar Örn Flygenring og Þor- steinn Gunnarsson leika hlut- verkin þrjú í Dauðanum og stúlkunni. Hlutverk Guðrúnar er veigamest og um hana snýst í raun rás atburðanna í verkinu. Við mæltum okkur mót á Mokka við Skólavörðu- stíg eina síðdegisstund skömmu fyrir frumsýningu, til að rabba saman um leikritið og leikkonuna. „Þetta er mjög gott og um- hugsunarvert leikrit," segir Guðrún. Hún segist hafa reynt að kynna sér nokkuð ástand mála í Suður-Ameríku þegar hún bjó sig undir hlutverkið. „Maður á erfitt með að skilja þau ósköp sem þarna hafa gengið á. Pálína, persónan sem ég túlka, hún er svo sem ekkert óskiljanleg. Hins vegar á ég kannski bágt með að skilja að hægt sé að lifa við það sem hún hefur þurft að þola.‘‘ - Á hvern hátt á þetta verk erindi til okkar? Nú kann að vera að svona atburðir virðist fjariægir okkur. „Já, en það er ekki fjarlægt okkur að spyrja: Á að fyrir- gefa? Er hægt að búa við fyrirgefninguna? Við höfum til dæmis Mikson-málið til að velta fyrir okkur í þessu sam- bandi. Og spurningin er hvort það gangi, eins og er verið að reyna í Chile, að láta sem ekkert hafi gerst. Þjóðin þykist vera búin að sættast þarna en höfundurinn hefur sagt í við- tali að það sé ekki hægt. „Ég trúi því ekki - ég vil hefna mín,“ segir hann. Þá komum við að þessari rosalegu 6.TBL. 1993 VIKAN 7 TEXTI. EINARÖRN STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.