Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 7
ÉG VIL
í LEIKHÚSI
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR LEIKKONA SEGIR FRÁ DAUÐANUM OG STÚLKUNNI í SJÁLFRI SÉR
Dauðinn og stúlk-
AN er magnað leikrit.
sem Leikfélag Reykjá-
víkur frumsýndi nýlega á litlé
sviðinu í Borgarleikhúsinu.
Það er eftir chileska rithöfund-
inn Ariel Dorfman og flutt í ís-
lenskri þýðingu Ingibjargar
Haraldsdóttur.
Þegar herinn rændi völdum
í Chile 1973 var Ariel Dorf-
man eftirlýstur og síðar útlæg-
ur. Hann var í forystusveit
chileskra útlaga í Evrópu og
Bandaríkjunum. Dorfman hef-
ur samið fjölda skáldsagna,
Ijóða og ritgerða en Dauðinn
og stúlkan er fyrsta leikrit
hans.
Þetta leikrit er margt í senn.
Það er spennuleikrit en það er
ekki sfður lýsing á pólitísku
uppgjöri, heimspekileg um-
fjöllun um andstæð sjónarmið.
Verkið vísar með óhugnanleg-
um hætti til atburða f samtíð
okkar hér og nú, jafnt hér á
landi sem f Evrópu og Suður-
Ameríku.
Dauðinn og stúlkan var
frumflutt f London 1991 og
verkið vakti alþjóða athygli
þegar það var frumsýnt f
Bandaríkjunum 1992, einkum
vegna þess að heimskunnir
leikarar, Glenn Close, Gene
Hackman og Richard Dreyf-
uss, fóru með hlutverkin þrjú í
leiknum. Nú hefur leikritið ver-
ið frumsýnt í nær þrjátíu lönd-
um og hvarvetna vakið mikla
athygli og umtal.
Leikurinn gerist í landi sem
nýlega hefur losnað undan
harðstjórn. Frjálslyndur lög-
fræðingur er skipaður f rann-
► Guðrún
Gisladóttir
fer með
hlutverk
Pálinu.
ii Ég á bágt
með að
skilja að
hægt sé
að lifa við
þaö sem
hún hefur
þurft aö
þola.“
sóknamefnd sem á að rann-
saka glæpi og mannréttinda-
brot í tíð fyrri valdhafa. Meðal
fórnarlamba þessara tíma er
kona hans. Á leið í sumarhús
þeirra hjóna síðla kvölds
Sþringur dekk á bílnum hans
og hjálpsamur maður tekur
hann upp í bíl sinn. Lögfræð-
ingurinn býður bjargvætti sfn-
um inn og í myrkri nætur þyk-
ist eiginkonan þar þekkja
manninn sem mörgum árum
áður stýrði pyntingum á
henni. Hún grípur því til sinna
ráða.
Á ÉG AÐ FYRIRGEFA?
Guðrún S. Gísladóttir, Valdi-
mar Örn Flygenring og Þor-
steinn Gunnarsson leika hlut-
verkin þrjú í Dauðanum og
stúlkunni. Hlutverk Guðrúnar
er veigamest og um hana
snýst í raun rás atburðanna í
verkinu. Við mæltum okkur
mót á Mokka við Skólavörðu-
stíg eina síðdegisstund
skömmu fyrir frumsýningu, til
að rabba saman um leikritið
og leikkonuna.
„Þetta er mjög gott og um-
hugsunarvert leikrit," segir
Guðrún. Hún segist hafa reynt
að kynna sér nokkuð ástand
mála í Suður-Ameríku þegar
hún bjó sig undir hlutverkið.
„Maður á erfitt með að skilja
þau ósköp sem þarna hafa
gengið á. Pálína, persónan
sem ég túlka, hún er svo sem
ekkert óskiljanleg. Hins vegar
á ég kannski bágt með að
skilja að hægt sé að lifa við
það sem hún hefur þurft að
þola.‘‘
- Á hvern hátt á þetta verk
erindi til okkar? Nú kann að
vera að svona atburðir virðist
fjariægir okkur.
„Já, en það er ekki fjarlægt
okkur að spyrja: Á að fyrir-
gefa? Er hægt að búa við
fyrirgefninguna? Við höfum til
dæmis Mikson-málið til að
velta fyrir okkur í þessu sam-
bandi. Og spurningin er hvort
það gangi, eins og er verið að
reyna í Chile, að láta sem
ekkert hafi gerst. Þjóðin þykist
vera búin að sættast þarna en
höfundurinn hefur sagt í við-
tali að það sé ekki hægt. „Ég
trúi því ekki - ég vil hefna
mín,“ segir hann. Þá komum
við að þessari rosalegu
6.TBL. 1993 VIKAN 7
TEXTI. EINARÖRN STEFÁNSSON