Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 45
JONAS JONASSON SKRIFAR
NAUT i FLAGI
KANNSKI
Eg skrapp úr kyrrðinni
við sjóinn suöur til
Reykjavíkur tii að
bursta skóna mína. Ég hef
getið þess að ég het um tíma
setið í góðu yfirlæti í litlu sjáv-
arþorpi, laus við eril og þras,
framapot pg andstyggð sem
því fylgir. Ég var varla kominn
í borgina okkar allra þegar ég
gekk fram á eldri mann en ég,
sem var á leiðinni ekkert sér-
stakt og ég spurði hann hvort
ég mætti verða honum sam-
ferða þangað. Mér til einhverr-
ar undrunar sagðist hann
stundum lesa pistlana mína í
Vikunni og ég gladdist fyrir
hennar hönd.
„Þú ert alltof mildur," sagði
þessi gamli maður og horfði
dálítiö á stelpurnar sem komu
á móti okkur í fallegum flokk-
um.
„Af hverju notarðu ekki
plássið sem þú hefur til að
taka á málum?"
Ég svaraði ekki strax, átti
ekkert svar en varð að játa að
maðurinn hafði rétt fyrir sér,
ég er ekki náttúraður fyrir has-
ar á prenti. Ég er aldrei að
leysa neitt þegar óg skrifa, óg
er alls ekki að bjarga heimin-
um, til þess eru svo gríðarlega
margir kallaðir, ég er alls ekki
að tukta menn því ég finn dá-
litið til með þeim sem þyrfti
verulega að tukta.
Meðan við gengum áfram
áleiðis að engu sérstöku
hugsaði ég um ýmsa þá menn
sem ég kannast við og eru ó-
forbetranlegir sjálfsdýrkendur,
mannhundar í allri framkomu,
starfa með fólki og fyrirlíta
það, ráða framtíö margra sem
í angist þora ekki að kvarta,
eru meðhöndlaðir eins og tafl-
menn, sérlega hannaðir fyrir
ýmsa þá sem sitja í góðum
stöðum, með öll þessi völd að
velta sér upp úr og kunna alls
ekki að fara með þau.
Þetta litla land okkar gæti
verið griðastaður góðleikans,
þess í stað er háð hér per-
sónuleg sjálfsdýrkun manna
sem oft hafa alls ekki hæfileik-
ann til að stjórna, eru kannski
sæmilega hannaðir fyrir sitt lít-
ið annað, en fyrir algjöra
blindu þeirra sem ráða þá til
forystustarfa eru þeir í sand-
kassaleik, sitja með saman-
bitnar listrænar varir og hugsa
látlaust um einhverja leiki með
litlu peðin sín.
Ég hef horft á ágæta menn
setta til hliðar, gerða valdalitla
allt í einu því þeir tilheyra ekki
áhangendum nýs yfirmanns,
eru ekki samstíga í þeirri ó-
geðfelldu pólitík sem er rekin
á þessu rassblauta landi, sem
velur og hafnar eftir litrófi
stjórnmála en ekki manna-
gæðum.
Ég sagði við samferða-
manninn að ég gæti svo sem
tekiö upp á þeim skramba að
kæfa góðmennskuna sem
reynt var að troða í mig i
bernsku og ég hef haft í
heiðri.
„Því gerir þú það ekki,
mannskratti?“ sagði sá gamli.
„Maður nennir ekki aö lesa
alla þessa þlíðu sem frá þér
kemur. Farðu að brýna hornin
á þér, ertu ekki naut? Það er
eins og mig minni þaö. Farðu
í flagið fræga.“
Við komum að gatnamót-
um. Hann sagðist ekki nenna
lengra, rétti mér sinabera
hönd, fingralanga í bestu
merkingu, horfði á mig og
hvarmar hans voru rauðir og
augun vatnsblá eins og lón í
lygnu.
Ég var oröinn áttavilltur
þegar ég hafð' hann ekki
lengur til að leiða mig áfram.
Ég nam staðar rétt til að átta
mig á því hvar ég væri stadd-
ur í tilverunni. Framhjá
streymdi mannelfan, boðótt
stundum og ég hugsaði um
alla þessa fiska sem syntu
þar, fiska sem voru í augna-
blikinu frjálsir en einhvers
staöar beið þeirra veiöimaöur
og myndi fyrr eða síðar húkka
í þá.
Það sprungu nöfn ýmissa
manna í höföi mér. Menn,
sem stóðu framarlega í menn-
ingunni, byltu sér þar aö hætti
hvala, blésu fúlu fram-
kvæmdavatni út í fagurt loftið
og sungu sjálfum sér dýrð en
peðunum í fjöruborðinu kvala-
söng.
Vikan er ekki hætt að koma
út.
Viö sjáum hvað setur. □
DANNY DEVITO Frh afbis 23
Kennedy stóð fyrir sem dómsmálaráðherra í
forsetatíð bróður síns, Johns F. Hann er náð-
aður í tíö Nixons forseta sex árum síðar. Hoffa
kenndi fyrrum félögum sínum um það hversu
lengi hann þurfti aö sitja í fangelsi og um að
hafa útilokað sig frá þátttöku í sínum gömlu
samtökum næstu tíu árin.
Við rannsóknir okkar komumst við að því að
Hoffa studdi Nixon vegna þess að hann hélt
því fram að hann væri eini forsetinn sem ekki
hefði lagst gegn löglegri starfsemi verkalýðsfé-
laga eða reynt aö hafa puttana í því sem þau
gerðu. Hann sagði að allir forsetar úr röðum
demókrata hefðu lagst gegn þeim en ekki
repúblikanar.
Hoffa studdi alla þá einstaklinga og hvern
þann málstað sem gæti stuðlað að því aö
menn hans bæru meira úr býtum. Hann var
hugsjónamaður.“
REYNI AÐ GERA MITT BESTA
- Þykir þér vænna um eina mynd þína fremur
enaðra?
„Sérhver sú mynd sem ég á hlut að er mér
jafnmikilvæg og hinar, hvort sem ég stjórna
henni, leik í henni stórt eða lítið hlutverk eða
geri hvort tveggja. Þetta er eins og með börnin
manns. Ef þriggja barna faðir segir til dæmis
að sér þyki vænna um yngsta barnið en hin tvö
þá er eitthvað ekki í lagi með hann, gott foreldri
gerir alls ekki upp á milli barna sinna. í hvert
sinn sem ég vinn að mynd tengist ég henni
mjög náið á meðan, án tillits til þess hvort ég
hef unnið við hana síðustu tvö árin eða tvo
mánuðina. Þær skipta mig allar jafnmiklu máli.
Ég get nefnt sem dæmi myndina The World's
Greatest Lover. Ég sat í stúdíóstólnum mínum
hjá Fox f tvær vikur á meðan tökur fóru þar
fram þangað til fólk hætti að taka eftir mér. En
þegar loksins kom að því að ég flytti þær tvær
setningar sem mér bar lagði ég mig jafnmikið
fram og ef ég hefði verið að leika aðalhlutverk-
ið. Ég reyni alltaf að gera mitt besta."
- Það eru ekki nema örfá ár síðan þú leik-
stýrðir þinni fyrstu mynd. Hefur það komið þér
á óvart hve frami þinn er orðinn mikill á þessu
sviði í Hollywood?
„Hvort það komi mér á óvart? Ég veit það
ekki.“ DeVito hlær góðlátlega. „Ég var alltaf
sannfæröur um að ég gæti þetta og nú vona
ég að mér hafi tekist betur upp en síðast. Það
er gott til þess að vita að fólk treysti manni til
að fást við hluti sem gera miklar kröfur til
manns, kröfur sem heimta af manni alla þá
kunnáttu og krafta sem maður býr yfir. Það er
vissulega góð tilfinning. Ég vona að ég hafi
verið traustsins verður."
- Hvert verður næsta verkefni þitt?
„Ég veit það ekki ennþá. Nú ætla ég að taka
mér svolítið frí áður en ég ákveð í hvaða mynd
ég tek næst þátt sem leikari eða leikstjóri. Ég
býst við að taka mér góðan tíma til að lesa yfir
handrit og ýmislegt sem liggur fyrir en ég hef
ekki tekið ákvöröun um hvert veröur næsta
verkefni mitt.
Ef ég tek að mér hlutverk vil auðvitað halda
áfram að vinna með góöum leikstjórum og
góðu fólki. Ef Jack kæmi til mín og segði að ég
væri upplagður í ákveðið hlutverk í mynd sem
hann stjórnaði myndi ég auðvitað strax taka
boðinu." DeVito hlær dátt. „í augnablikinu er
samt ekkert sérstakt á dagskránni, ég læt það
bíða um sinn.“ □
6. TBL. 1993 VIKAN 45