Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 23
sú að ég bæði leik og leikstýri auk þess sem ég tek þátt í framleiðslunni. Ég gerði samning við Twentieth Century Fox þar sem ákveðin var svolítil fyrirframgreiðsla og síðan fengi ég ákveðinn hlut af sölu myndarinnar. Það er mér því mikils virði að hún gangi vel. Við urð- um að gæta okkur á því að kostnaðurinn færi ekki úr böndunum en í allt kostar myndin um 42 milljónir dollara sem er býsna mikið. Menn eru orðnir varkárari í þessum efnum upp á síðkastið, vilja ekki gera of dýra hluti sem ekki borga sig. Allir vilja þéna peninga og út á það gengur þetta að sjálfsögðu. Ástæðurnar fyrir því að óg tók þetta að mér eru margar. Ég hafði heyrt að David Mamet væri að skrifa kvikmyndahandrit sem fjallaði um valdamikinn verkalýðsleiðtoga, Jimmy Hoffa að nafni. Ég hef fylgst vel með því sem David hefur skrifað í gegnum árin og séð kvik- myndir hans og leikrit. Hann er frábær rithöf- undur að mínum dómi. Þegar ég las handritið leist mér mjög vel á það. Það kom mér skemmtilega á óvart hvernig persónu David hafði búið til úr Hoffa. Ég vissi ekki mikið um hann en það var yfirlýst skoðun yfirvalda og almennings í Bandarikjunum að hann hafi verið persóna á borö við mafíuforingjann Al Capone. Mér þótti skemmtilegt að fá tækifæri til að kynnast þessum manni betur og fékk þá allt aðra mynd af honum. Ég fór að kunna vel við hann og það álit mitt á honum hefur ekki breyst enn. Ég hef verið spurður að því hvort ætlun okkar hafi verið að hvítþvo persónu Hoffa. Það er langt í frá. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum reynt að lýsa honum með kostum hans og göllum, hann var ekki eins slæmur og fólk hefur haldið, alls ekki. Hann gerði ótrú- lega hluti fyrir félag sitt, sterkustu verkalýðs- samtök Bandaríkjanna, og verkalýðshreyfing- una í Bandaríkjunum yfirleitt. Hann hefði þess vegna getað sómt sér vel sem forseti Banda- ríkjanna, hann hafði sannarlega hæfileika í þá veru, ekkert síður en að vera forseti samtaka vörubílstjóra. Hann var hetja á sína vísu. Hann átti viðskipti og samskipti við misgóða pappíra en það er ekki þar með sagt að hann hafi verið bófi, alls ekki. Málin hefðu horft öðruvísi við ef hann hefði stjórnað og gefið fyrirskipanir um glæpi með því að lyfta upp litla fingri. Hann var alls ekki þannig. Hann gerði meira fyrir verkalýðshreyfinguna en nokkur samtíðarmanna hans.“ LÉK SÉR MEÐ ELDINN - Þú trúir ekki að Hoffa hafi tekið þátt í glæpa- starfsemi og telur að ásakanir um spillingu hafi ekki verið réttmætar. „Við vitum aðeins að Hoffa hv; rf sþorlaust 30. júlí 1975 en enginn veit mað vissu hvað gerðist. Hoffa átti alla tíð marga ö undarmenn og margir vildu ná völdum í vurkalýðsfélagi hans og var mikið í mun að hann kæmist ekki aftur til valda, þar á meðal Fitzsimmons sem settist í forsetastólinn þegar Hoffa var kominn í bak við lás og slá. Hoffa hafði ótrúlega fjár- muni á valdi sínu og notaði þá meöal annars til að lána ýmsum einstaklingum og fyrirtækj- um, jafnvel þeim sem voru bendlaðir við mafí- una. Hann ávaxtaði féö með lánastarfsemi og meðal annars af þessum sökum náðu sam- tökin að eflast svo mjög á meðan Hoffa var þar við stjórnvölinn. Hann var að leika með eldinn í mörgum tilvikum en eftir því sem ég hef komist næst hafði hann alltaf stjórn á hlut- Atriöi úr Hoffa. Nokkrir félagar úr The International Brotherhood of Teamsters, sem létu Danny DeVito leikstjóri og leikari leggur á lifió í verkfallsátökum, kvaddir hinstu kveóju. ráöin meó Jack Nicholson aóalleikara. var lokið voru þau systkinin einnig á meðal ör- fárra útvaldra sem fengu að sjá myndina í endanlegri gerð, hún var ekki sýnd opinber- lega fyrr en þau höfðu gefið samþykki sitt. Þau voru mjög ánægð. Það má segja frá því að Jimmy yngri kom á vettvang þegar við vorum viö tökur í Detroit. í matarhléi kom hann að þar sem Jack sat og hvíldist og var að næra sig. Jack var farðaður og í fullu gervi þegar Jimmy kom að honum. Hann varð alveg stjarfur eitt augnablik og sagöi: „Þetta er faðir minn.“ Hann kom ekki aftur. Einn daginn sendi hann okkur aftur á móti heiðursfána verkalýðsfélagsins sem byggð á staðreyndum úr lífi Hoffas en stund- um færð nokkuð í stílinn eftir skáldlegu innsæi höfundarins. Faðir Davids var lögfræðingur verkalýðsfélags og því eru þessi hlutir mjög tengdir lífi hans og fjölskyldu. Það sem gerist í myndinni er aö þar er leitast við að spanna tímabiliö frá því hann byrjar að sinna verka- lýösbaráttunni á fjórða áratugnum og fer smám saman að færa sig upp á skaftið. Hann verður síðan forseti samtaka vörubílstjóra 1957, The Teamsters, og gerir þau að stór- veldi á einum áratug en 1967 er hann settur í fangelsi eftir mikil réttarhöld sem Ftobert Frh. á bls. 45 unum og geröi sér fulla grein fyrir því hvað hann var að gera. Því miður var Fitzsimmons ekki eins sterkur persónuleiki og Hoffa. Hoffa hafði algjöra yfirburði um það leyti sem hann hvarf en þá var talið víst að hann hefði 85 af hundraði atkvæða innan samtakanna. Við eftirgrennslan vakti þaö athygli okkar Jacks að Jimmy Hoffa hafði aldrei lífverði í þjónustu sinni, þrátt fyrir þá staðreynd að margir litu hann hornauga og vildu hann jafn- vel feigan. Hann virtist grunlaus um að hann ætti sér einhverja óvini, hann vildi að minnsta kosti ekki trúa því vegna þess að hann taldi sig ekki hafa gert neitt á hlut annarra." „ÞETTA ER FAÐIR MINN" - Höfðuð þið samráð við fjölskyldu Hoffa við gerð myndarinnar? „Þegar ég fékk handritið í hendurnar og hafði sett mig rækilega inn í hlutina hafði ég samband við son Hoffa og alnafna sem er lögfræðingur verkalýösfélags í Detroit. Þetta var vissulega viðkvæmt mál fyrir fjölskylduna sem stóð að sjálfsögðu ekki á sama um hvernig einhverjir menn í Hollywood segðu frá lífi föður þeirra og túlkuðu það. Jimmy las handritið og ég reyndi að sannfæra hann um að líklega yrði myndin til þess að gefa um- heiminum sannari mynd af föður hans og breyta afstöðu fólks til hans. Ég sagði honum jafnframt að ég væri einn þeirra fjölmörgu af minni kynslóð sem myndu eftir Hoffa úr sjón- varpi en væri þeirrar trúar að hann hefði ekki alltaf verið með hreint mjöl í pokanum og hefði verið hliðhollur mafíunni. Ég ræddi einnig við dóttur Hoffa, Barböru Ann, sem er dómari í St. Louis. Þegar vinnslu myndarinnar í hlutverki lögfræöingsins í The War of the Roses sem hann leikstýrói einnig. hann vinnur fyrir. Barbara sendi okkur mjög hlýlegt bréf sem við metum mikils. Ég kom reyndar með það hingað til Parísar en gleymdi því uppi á hótelherbergi. Viltu að ég sæki það?“ HUGSJÓNAMAÐUR „Við fylgdum handriti Davids eins og kostur var en sagan sem hann segir er að sjálfsögðu 6.TBL. 1993 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.