Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 40
ac.
oo
c^.
t=
'C3
s
on
Eg halla mér aftur í rút-
unni, loka augunum og
hugsa um hvaö lífið er
sérkennilegt en jafnframt gjöf-
ult og einkennilega fallegt.
Myrkrið er skollið á en inni í
rútunni er bæði hlýtt og nota-
legt. Fyrir aftan mig heyri ég
sungið blíðum karlmannsrómi.
Gamall maður syngur lágri
röddu fallegt lag. Ég heyri
ekki textann en skynja ástina í
I LEIT AÐ
JAFNVÆGI
ÆVINTYRI VERULEIKANS
rödd hans og hlusta á hann
svo lítið ber á.
Ef til vill mun ég syngja í
rútum eftir þrjátíu ár en
kannski verð ég ekki eins lág-
vær og samferðamaður minn
um daginn heldur syng hárri
röddu um ástina þar til bíl-
stjórinn verður að stöðva bíl-
inn, koma aftur í til mín og á-
minna mig um að hafa ekki
svona hátt á almannafæri. Og
þá verð ég kannski ekkert svo
samvinnuþýö og segist vilja fá
að syngja eins og mig lysti
þessi fáu ár sem ég eigi eftir
ólifuð.
Þetta er auðvitaö það sem
ég er hrædd um að gerist,
það sem gerist í versta falli að
ég veröi erfitt gamalmenni og
er ég búin að segja sonum
mínum að láta loka mig inni ef
eitthvað fer að bera á sér-
kennilegri hegðun hjá
mömmu gömlu. Þeir brosa
bara og hrista höfuðið og
segja að ég komi í hornið hjá
þeim en það vil ég alls ekki
þótt mér finnist fallegt að
bjóða það.
Enginn veit ævina sína fyrr
en öll er. En ef öllu gamni er
sleppt þá veit ég hvað ég vil
og stefni að, þótt hægt fari.
Ég leita jafnvægis og kyrrðar
og langar að skilja lífið þegar
ég verð gömul, vil að mér
veröi sagðir hlutir eins og þeir
eru en ekki valinn í mig hálfur
sannleikur, eins og svo oft er
gert við fullorðið fólk. Geri hið
sama við sjálfa mig og aöra.
Byrja á því í dag.
Hver er svo sannleikur
minn í dag? Hvað þarf ég að
horfast í augu við? Jú, það
eru nokkrir hlutir sem hvíla á
mér. Ég ætla að gefa þeim
gaum, hlusta á þá og finna
lausnir eða leyfa lausnunum
að finna mig, leggja allt á
besta veg, einnig hið ómögu-
lega.
Stundum er ég svolítið
óheppin eins og um daginn
þegar ég ætlaði að fá ná-
granna minn til að gera mér
smágreiða.
„Hæ, þetta er Anna Björns
úti á horni. Viltu vera svo góð-
ur að athuga hvort viðgerðar-
mennirnir hafa læst húsinu og
athuga hvort kötturinn er ör-
ugglega inni. Við komum
nefnilega ekki heim í nótt
vegna þess að við erum að
fara í stórafmæli. Viltu vera
svo góður...“
Já, hann vildi allt fyrir mig
gera, vissi bara ekki hver ég
var, á hvaða horni ég átti
heima, hvernig kötturinn var á
litinn, því ég haföi gleymt aö
stimpla svæðisnúmerið á und-
an númerinu, var ekki í réttu
þorjoi.
Eg er svolítið hrædd um að
ég muni syngja hátt í rútunni
eftir þrjátíu ár, hvort sem mér
líkar það betur eða verr, en
maður er þá að minnsta kosti
lifandi og það er þó nokkurt
tilhlökkunarefni. □
TIL FELAGA MINS
Verum samferða í rútunni.
Förum út í buskann
og bláinn
syngjum blíðum rómi.
Tjöldum á heiöinni
til nokkurra nátta.
Frjáls eins og skógarþrestirnir.
/ TftkA StK- FZSl*>- ÍA/0> fí HOÍKDÍST STRflHAi- KAST (i> GrftUkJ STeFajA LOKf\ fit/ÍLT f TÍU / SKRftF SKÖlL þöFi
1 y
V
tfREiAj ÚK FéLf\(k 5- S<ST. 1 / 1 > «* >
F(R.€>i RÖSIC • > Z
/ SftM- 6.RNC.R VR'JKKS V > • /
/VE-S FuOLÍMd 'olmuR. faRðtobi <o > > e ? >
KJoLÖ 5KEL- b'flRA > > r V
tómaJ K4RL- F UGLfí > 3
/ Z 3 V 5~ (o > s '/? (ÍTÍaJaJ
40 VIKAN 6. TBL. 1993
Lausnarorð í síðasta blaði: EINARÐUR