Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 16
ir sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti til. Ég fer aldrei af stað með einhverja fyrirfram mótaða hugmynd um hvað ég ætla að gera heldur verða hlutirnir bara að fá að þróast með mér og hafa sinn meðgöngutíma. Eftir að ég lýk við að lesa handritið kviknar kannski með mér einhver óljós hugmynd sem er þess eðlis að ég hef ekkert vald yfir henni og dytti ekki í hug að reyna að teikna hana upp strax. Þess í stað reyni ég að nálgast hugmynd- ina með því að næra hana með ólíkum aðföngum og það er eins og „þriðja auga hug- ans“, ef hægt er að kalla það svo, tíni upp hér og þar það sem hugmyndin þarf til að verða að veruleika. Að á- kveðnum tíma liðnum finn ég að hugmyndin er tilbúin að fæðast og þá hjálpa ég til með því að setjast niður við teikni- borðið. Svona einhvern veg- inn gerist þetta, ég er bara miðill. Mér þykir vænt um Hót- el Þingvelli því það gerði mér kleift að fá hugmyndir sem voru mjög fallegar. Sama get ég líka sagt um Ljón í síðbux- um. Ég vona að það hljómi ekki sem sjálfbirgingsháttur en ég er ánægð með það sem ég hef gert og ég stend heil að baki því þó að maður vilji náttúrlega alltaf gera betur.“ REMBST INNAN RAMMANS - Eru einhverjir ákveðnir höf- undar eða einhver gerð leik- verka sem þú hefur áhuga á að vinna með? „Ég er eiginlega ekki nógu vel að mér í leikhúsbókmennt- unum til að geta svarað þess- ari spurningu almennilega. Draumurinn er að vinna út frá ákveðnum bláþræði með sem fjölbreyttustum hópi lista- manna að því að koma á svið heilsteyptri sýningu þar sem renna saman mynd, texti, lýs- ing og hreyfing í órofa heild. Yfirleitt verður allt sem ég les einhvern veginn að mynd en það er síðan misjafnt hversu mikið ég legg mig fram við að ná henni fram. Hvert verk hefur svo marga mögu- leika og verkið sem ég er að vinna að í augnablikinu er ball- ett. Hann er klassískur að forminu til og mér finnst það sniða mér heldur þröngan ramma þannig að ég rembist innan hans. Það gerist samt ekkert fyrr en ég fer að vinna með rammanum því þá fer hann að vinna með mér. Það þýðir ekkert að fá einhverjar smart hugdettur eða að kópera heldur er það þessi glíma við form og texta sem er svo skemmtileg. Eftir því sem verk- in eru fjölbreyttari þeim mun skemmtilegri er vinna leik- myndahöfundarins og það er kannski möguleiki sem maður fær frekar hérlendis en annars staðar. Mér finnst ég hafa ver- ið að fást við mjög ólík verk. Að vísu hef ég ekki ennþá fengið tækifæri til að vera með stóran söngleik eða óperu en það er leikform sem gæti verið spennandi að fást við.“ - Nú er Ronja ræningja- dóttir barnaverk. Er öðruvísi að vinna leikmynd með börn í huga en fullorðna? „Áhorfendur hafa stundum fyrirfram mótaða skoðun á því umhverfi sem atburðarásin á að gerast í. í þessu tilfelli eru flest börnin búin að lesa sög- una þegar þau koma í leik- húsið. Persónurnar í verkinu þurfa að mæta þeim vænting- um sem þau koma með á sýninguna og í Ronju ræn- ingjadóttur fannst mér sviðs- myndin verða að vera eins raunveruleg og kostur var. Annars var þetta ekkert mikil pæling. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var búin að ▲ í leik- mynd sinni í Ronju ræningja- dóttur tekst Hlín aó búa til ævintýra- heim sem hittir í mark hjá ungum áhorf- endum verksins. lesa bókina var hvað höfund- ur verksins, Astrid Lindgren, hefur mikið næmi fyrir leik- húsi. Mér fannst leikmyndin, eins og ég geri hana, bara liggja svona fyrir. Það sem maður er alltaf að leita eftir er að láta atburðarásina ganga upp í myndinni. Auðvitað er þetta ekki gert fyrirhafnar- laust, allt hefur sinn aðdrag- anda og undirbúning. Ég fann það samt á mér að í þessu formi gengi hugsunin upp og þó að börnin geti i sjálfu sér hugsað abstrakt fannst mér þetta eiga að vera svona. Maður þarf að vanda sig mikið fyrir börn því þau eru mjög kröfuharðir áhorfendur og taka eftir minnstu smáatrið- um. Það er gott að hafa börn í salnum í lok æfingatímans því þau eru fljót að gera athuga- semdir við alls konar hluti sem okkur finnast sjálfsagðir, spyrja til dæmis af hverju Ronja fari að sofa í skónum. Svona hluti spyrja þau um og ég tók tillit til þessara atriða þar sem þess var kostur.“ - Segðu mér aðeins frá hvernig leikmyndin verður til? Þá er ég að spyrja um sam- starf mismunandi aðila innan leikhússins. „Já, ég skal segja þér frá því,“ segir Hlín og það lifnar yfir henni. „Það er ekki nema fyrir þá sem starfa innan leik- hússins að átta sig á því flókna ferli sem heil leiksýning er. Ekkert er til staðar þegar lagt er af stað út í þetta ferli. Allt sem fólk sér, allt sem það heyrir, allt sem það upplifir - þetta er allt búið til. Þannig segir það sig sjálft að það þarf margar samhæfðar hendur til að koma þessu öllu um kring. Það sem mér finnst aðdáun- arverðast hjá öllu þessu fólki sem maður starfar með - eins og til dæmis hjá Leikfélagi Reykjavíkur - er hvernig því tekst að viðhalda neistanum eða áhuganum á að taka þátt í leiknum alltaf upp á nýtt, kannski sjö sinnum á ári. Það er í verkahring leikhús- ráðs eða leikhússtjóra að velja verkefni vetrarins og finna þeim leikstjóra. Leik- stjórinn velur sér síðan leik- myndahöfund og samvinna þeirra hefst gjarnan þremur mánuðum áður en leikstjóri og leikarar hittast. Þessi for- vinna er mjög skemmtilegur tími því það er frjóasta tímabil- ið og mesta sköpunin á sér stað á þeim tíma. Náið og gott samstarf við leikstjóra skiptir miklu máli og höfuðatriðið er Frh. á bls. 16 16VIKAN 6.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.