Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 15
saga. Fyrsta árið var gríska
leikhúsið meðal annars stúd-
erað og skoðað hvernig harm-
leikirnir voru settir upp á sín-
um tíma. í framhaldi af því
gerðum við svo okkar eigin
hugmyndir að útfærslum út frá
nútímalegum forsendum. Þá
voru kúrsar í tækniteiknun fyr-
ir leikhús og ég lærði til dæm-
is að vinna með hallandi
sviðsgólf en ítalska leikhúsið
er næstum alltaf sett þannig
upp og krefst slík uppsetning
flókinna útreikninga. Ég get
nú ekki sagt að það hafi verið
uppáhaldsfagið hjá mér.
Fyrstu tvö árin í náminu
voru mest spennandi því þá
var allt svo nýtt fyrir manni en (
rauninni finnst mér ég hafa
lært miklu meira í gegnum þá
reynslu sem ég hef fengið eftir
að ég útskrifaðist. Sá skóli tek-
ur engan enda og þó að mað-
ur geti byggt á fenginni reynslu
er ég alltaf að leita að nýjum
úrlausnum í glímunni við ólík
handrit og starfsaðstöðu."
- Var ekki gaman á Ítalíu?
„Gaman," endurtekur Hlín
hissa á svo léttvægri spurn-
ingu í alvarlegu viðtali um listir
og menningarmál. „Það var
alveg yndislegt að vera á ítal-
íu enda var ég þar í tíu ár. Ég
þó að þetta væri erfitt tókst
allt vel. Tvö ár voru liðin frá
því að ég útskrifaðist frá skól-
anum úti og ég hafði verið að
vinna með farandleikhúsi þar.
Ég fluttist síðan alkomin til ís-
lands 1987 en áður en ég tók
að mér verkefnið á Akureyri
hafði ég kynnt mig fyrir leik-
hússtjórunum hér heima og
sýnt þeim möppuna mína. Ég
fékk mér því bara vinnu á
auglýsingastofu eftir að ég
kom heim og hugsaði sem
svo að ég væri búin að kynna
mig sem leikmyndahöfund og
það yrði haft samband við mig
ef einhver hefði áhuga á því.
Einu og hálfu ári síðar leit-
uðu til mín Olga Guðrún Árna-
dóttir, Margrét Árnadóttir og
Ásdís Skúladóttir. Þær voru
þá að leita að samstarfsaðila
við hugmyndasmíð og leik-
myndagerð fyrir Ferðina á
heimsenda. Við höfðum hálft
ár til að fullvinna verkið en
það eina sem við vissum þeg-
ar við lögðum af stað var að
við ætluðum að gera barna-
sýningu. Olga Guðrún ætlaði
að skrifa handritið, Ásdís að
leikstýra og Margrét að leika
og vera aðstoðarleikstjóri. Ég
átti sfðan að sjá um leikmynd-
ina og Soffía Vagnsdóttir um
leikritið Grímuleikur sem leik-
stýrt var af rúmenska leikstjór-
anum Alexa Vasarion en Ás-
dís var aðstoðarleikstjóri. Síð-
an fór ég upp í Borgarleikhús
með Hallmari Sigurðssyni þar
sem hann var að setja upp
Hótel Þingvelli eftir Sigurð
Pálsson en það var frumraun
mín á stóra sviðinu. Þá kom
Ég er meistarinn á litla svið-
inu, leikrit eftir Hrafnhildi Guð-
mundsdóttur Hagalín í leik-
stjórn Kjartans Ragnarssonar.
f framhaldi af því fór ég aftur
niður í Nemendaleikhús og
gerði leikmynd fyrir Leiksoppa
sem Halldór E. Laxness leik-
stýrði. I millitíðinni vann ég
ballettsýninguna Palli og Palli
með Silvíu Von Kospot. Hún
var sett upp í íslensku óper-
unni sem hluti af dagskrá
listahátíðar fyrir tveimur árum.
Næsta verkefni hjá Leikfélagi
Reykjavíkur var 1932 eftir
Guðmund Ólafsson, sem
hann leikstýrði sjálfur.
í fyrra hélt samstarf okkar
Ásdísar áfram með Ljóni í síð-
buxum og núna erum við sem
sagt enn saman í Borgarleik-
húsinu með Ronju ræningja-
dóttur. Við höfum einnig leitt
saman krafta okkar í nærliggj-
andi bæjarfélögum og svið-
settum barnaleikritið í Súr-
mjólkurþorpi hjá Leikfélagi
Kópavogs. Það eru ekki bara
börnin sem taka þátt í leikhús-
lífinu í Kópavogi því nýlega
var stofnað leikfélag fyrir aldr-
aða þar í bæ og vann ég með
Ásdísi að uppsetningu á leik-
gerðinni Speglinum eftir sam-
nefndri smásögu Fríðu Á. Sig-
urðardóttur."
- Er eitthvert þessara verka
sem þú nefndir í sérstöku
uppáhaldi hjá þér?
„Ég á mjög erfitt með að
taka eitt verk fram yfir annað.
Þau hafa öll sína sérstöðu í
huga mér og ég hef gefið á-
líka mikið af mér til þeirra
allra. Hlutverk leikmyndarinn-
ar er að styðja við textann og
leikarana og vera nánast eins
og myndræn túlkun á innihaldi
verksins ef það er hægt.
Þessi túlkun má samt ekki
vera of bókstafleg en engu að
síður þarf hún að endurspegla
upplifun höfundar leikmyndar
á texta verksins. Höfundar
verkanna, sem ég hef unnið
með, hafa verið mjög mis-
munandi og skírskota til mjög
mismunandi þátta í sjálfri mér.
Stundum kemur það mér á ó-
vart hvað þeim tekst að draga
fram í mér og oft eru það hlut-
* Hlín
læröi list-
grein sína
á Ítalíu
þar sem
hún bjó í
tíu ár.
starfaði sem leiðsögumaður
fyrir Samvinnuferðir - Land-
sýn á Rimini í sjö sumur en
eftir að ég fluttist til íslands fór
ég í Leiðsögumannaskólann
og sýni nú ítölskum ferða-
mönnum landið á sumrin. Ég
áttaði mig fljótlega á því að til
að geta starfað í leikhúsinu og
lifað á því er nauðsynlegt að
hafa sem flesta varnagla.
Starfsemin liggur að mestu
niðri á sumrin þannig að það
er skemmtileg tilbreyting að
komast út í náttúruna og
skoða landið."
FIÖLBREYTT VERKEFNI
- Hvernig gekk aö fá vinnu
eftir aö þú komst heim?
„Ég hafði verið kölluð heim
1985. Þá var verið að setja
upp Jólaævintýri Dickens hjá
Leikfélagi Akureyrar og María
Kristjánsdóttir leikstýrði. Þetta
var eldskírn mín á íslandi og
tónlistina. Þannig byrjuðum
við með nánast ekkert annað
en það að við vissum að við
ætluðum að vinna saman.
Síðan komu leikararnir og
unnu með spuna því þeir voru
bara með bláþráðinn í sög-
unni en ekki hefðbundinn
texta. Á meðan sat ég og
skissaði og við bárum saman
bækur okkar. Eftir þrotlausa
en skemmtilega margra mán-
aða vinnu var árangurinn fal-
leg og óvenjuleg sýning sem
við settum upp hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Verkið var sýnt í
Iðnó og var seinasta stykkið
sem fór á fjalirnar áður en
Leikfélagið flutti í Borgarleik-
húsið. Þarna hófst samstarf
okkar Ásdísar Skúladóttur
leikstjóra en það hefur verið
mjög virkt síðan.
Eftir Ferðina á heimsenda
tók ég að mér verkefni fyrir
Nemendaleikhúsið. Það var I
►„Eftir aö
ég lýk viö
aö lesa
handritiö
kviknar
kannski
meö mér
einhver
óljós
hugmynd
sem er
þess eölis
aö ég hef
ekkert
vald yfir
henni...“