Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 27
til ef fólk vill tala vió mig, þó ekki sé nema í síma. Hann neitar mér um pen- inga þegar honum pass- ar og segist ekki hafa á- huga fyrir aö þræla fyrir svona fávita eins og mig. Þess á milli á hann þaö til aö kaupa handa mér heil ósköp og segir mig, þegar hann er í þeim ham, svo brjálæðislega tallega aö hann elski mig ofboöslega og geti ekki misst mig. Hvaö á ég að gera, elsku Jóna Rúna?" segir Katla og virðist al- gjörlega að niðurlotum komin eins og hún bendir líka hvað eftir annað á sjálf í bréfi sínu. TILFINNINGALÍF í MOLUM Vissulega verð ég að stikla á stóru í þessu viökvæma og nánast skelfilega bréfi því það er svo langt. Hún er þegar búin að missa tvær tennur af hans völd- um og er jafnframt iðulega með mikinn og nánast ó- bærilegan höfuðverk sem fylgir mikill svimi og önnur vanlíðan. Sjálfstraustiö segir hún á núlli, öryggis- leysið algjört, trúnaðar- traustiö þrotið og hún finni sig mjög einmana og von- litla um breytt ástand. Ör- vænting hennar er algjör eins og hinna bréfritar- anna. Hún vill heldur deyja en að þola þessa meðferð áfram, eins og reyndar hinar konurnar líka. Hún þakkar mér öll uppbyggi- legu skrifin og segir ekkert bréf fara framhjá sér enda hafi lestur þeirra hjálpað sér mikið og hún þess vegna ákveðið að skrifa mér. Kærar þakkir til Kötlu og hinna. Ég nota áfram hyggjuvit mitt, innsæi og reynsiuþekkingu til um- fjöllunarinnar. SJÚKLEG AFSKRÆMING Á MANNLEGU EÐLI Einhverra hluta vegna virðist viðgangast inni á heimilum ótrúleg afskræming á mannlegu eöli og heilmikið ofbeldi, bæöi andlegs og líkamlegs eðlis. Sadismi, myndi ég halda, beinist oftar en ekki gegn þeim sem er næstur gerandanum og ætla mætti að viðkomandi þætti vænst um. Það er nú eitthvað annaö sem kemur í Ijós þegar sadistinn er að fram- kvæma ódæöisverk sín og það á maka sínum eða jafnvel í sumum tilvikum börnum sínum sem er ekki síður uggvænlegt og fráleitt. Á bak við allt ofbeldi og sjúklega afskræmingu, sem tengist ofbeldi á heimilum, er mögnuð og siðlaus drottnunarþörf þess sem ódæöiö framkvæmir. KÚGARAR OG SKERT PERSÓNUFRELSI Valdníðsla þessi og friðhelgisbrot það sem fram- kvæmt er með sjúklegu ofbeldi er illupprætanlegt, myndir og alhæfingar vegna atburðarásar sem ein- ungis á sér stað í sjúkum hugarheimi valdníðings- ins og á ekkert sameiginlegt með eðlilegum og ein- lægum tilfinningum sem kallast ást og heilbrigð væntumþykja. RANGHUGMYNDIR OG VALDNÍÐSLA Þaö er því útilokað að verjast einstaklingi sem haldinn er kvalalosta og ranghugmyndum án þess að stórskaöa sjálfsmat sitt og manngildi, auk þess aö ögra geðheilsu sinni hættulega. Ofbeldi er alltaf rangt og algjört friðhelgisbrot við þann sem fyrir því verður enda gróf valdníðsla. Ennþá alvarlegra er það atferli sem sviðsett er á forsendu ástar á fórn- arlambi ódæöismannsins. Hvers kyns svik við lífs- förunaut sinn í formi ofstækisfulls ofbeldis og ó- mannúðlegrar daglegrar grimmdar, þar sem öll hegðun kvalarans miðast við hans þarfir, er aflögun sem þarfnast umfjöllunar sérfróðra. Eðlilegast væri fyrir Kötlu að fá sér góðan geðlækni eða sálfræðing til að styðja sig til að vinna sig frá honum. FORTÍÐ FÓRNARLAMBS VANVIRT Það er mjög átakanlegt til þess að vita að Katla skuli vera komin svo langt niður andlega og svo kirfilega á vald ódæðismannsins að hún hefur misst flest ef ekki öll tengsl við fortíð sína. Vinirnir eru á burt og vinnan horfin. Ættingjar eru ekki æskilegir í heimsókn og einangrun hennar er því í augnablik- inu alger. Allt félagslegt atferli hennar miðast við þarfir og sjónarmið manns sem sér einungis sínar þarfir sem þar að auki eru stórlega afbrigöilegar. Þetta ástand er þess eðlis að ef Katla fær ekki skjóta hjálp og kemst úr klóm mannsins kemur geðheilsu hennar og líkamlegu ástandi mjög senni- lega til með að hraka aö mun. nema þá með einstaklega nákvæmri aöstoð sér- fræðinga. Það segir sig sjálft að sá sem kúgar aðra til undirgefni á hrottafenginn hátt er alvarlega sjúk manngerð og þarf hjálpar við. Kveikjan að grófu of- beldi hlýtur að vera einhvers konar geðvilla sem byggist upp á að hrifsa til sín völd yfir annarri manneskju sem má sín einskis eða mjög lítils eins og skýrt kemur fram í bréfi Kötlu. Einmitt vegna þeirrar staðreyndar getur kúgarinn í svona sam- skiptamynstri passað upp á að fórnarlambið sé með skert frelsi og takmarkað frjálsræði á sem flestum sviðum, eiginlega peningalaust, sjálfs- traustslaust og óttaslegið við frekari aðgeröir ger- andans. PYNTINGAR OG SADISMI Ef við íhugum til að byrja með fyrir hvað orðið sad- ismi stendur þá er það upphaflega franskt og kall- ast „sadisme" sem þýðir kvalalosti. Það er dregið af nafni franska rithöfundarins de Sade sem var, eftir því sem mig minnir, haldinn ótæpilegum kynferðis- legum kvalalosta sjálfur og ástundaði framferði sem þótti hastarlega afbrigðilegt og ekki til eftir- breytni fyrir sigfágaða og grandvara Frakka og aðra samtíðamenn hans. Sá sem er kallaður sadisti er venjulegast haldinn kvalalosta sem oftar en ekki er tengdur kynhvöt viðkomandi. Þetta kemur glögg- lega fram í samskiptum Kötlu við mann hennar sem eftir ósæmilegar og ómannúðlega pyntingar leikur hana grátt kynferðislega og þykir það í lagi. Hann virðist hafa af því kynnautn að auðmýkja Kötlu og vanvirða gróflega, algjörlega án hennar samþykkis og vilja. ÓDÆÐISVERK OG ÓTTI FÓRNARLAMBSINS Sadistar koma alltaf hörmulega fram við sína, ekki einungis lífsförunaut sinn heldur og ekkert siður börnin sín. Öll hegðun þeirra gefur til kynna sér- staka ánægju þeirra af hvers kyns auðmýkingu og ótta fórnarlambsins. Ódæðisverkin eru skipulögð og virðast úthugsuö. Algjört ósamræmi er - eins og Katla hefur reyndar áttað sig á - í hegðun viðkom- andi sadista heima og heiman. Þessir aflöguðu ein- staklingar eru oftar en ekki taldir hreinustu fyrir- myndir annarra að flestu leyti séð með augum þeirra sem fyrir utan heimili þeirra kynnast þeim og þurfa aö hafa af þeim afskipti. MEÐVITUÐ FÓLSKUVERK Þessi staðreynd bendir frekar en ekki til að þessir harðstjórar séu sér fyllilega meðvitandi um allt sitt athæfi og átti sig á að um sé að ræða atferli sem hyggilegt sé að leyna fyrir öðrum og utanaðkom- andi. Þessi staðreynd gerir mál þessara einstak- linga óþarflega óaðgengileg og um það er þeim fyllilega kunnugt. Þeir geta því í skjóli leyndar falið fólskuverk sín svo kirfilega aö fórnalömb þessara syndara eiga ekki auðvelt með að fá heppilega að- hlynningu og rétta ráögjöf, fyrr en þá nokkuð er lið- ið síðan athæfiö fór að setja alvarleg og stórvar- hugaverö mörk á þann sem það hefur mátt þola og sætta sig við. AFBRIGÐILEGT TILFINNINGALÍF Vitaskuld á svona framferði ekkert skylt við ást sem er allt önnur og öðruvísi tilfinning, hvað sem ódæð- ismaðurinn segir. Maður Kötlu ber fyrir sig ofurást á henni og reynir þannig að réttlæta grófa valdníðslu sína. Hann segir sig þurfa að halda henni frá hegö- un sem til dæmis liggi í framhjáhaldi sem er aug- Ijóslega hugarburður hans. Hann er afbrigðilega af- brýðisamur og sér fjandmenn alls staðar. Á bak við afbrýðisemi liggur alltaf minnimáttarkennd og ein- hvers konar sjálfsútskúfun sem kallar á ranghug- FÓLSKUVERKIN RÉTTLÆTT Því er engin ástæða til aö trúa fullyröingum ódæð- ismannanna um að þeir muni ekki halda upptekn- um hætti. Þeir lofa nefnilega alltaf bót og betrun eftir aö hafa framkvæmt fólskuverkið og spara þá hvorki tárapoka sína né orðbragö, réttlæta jafnvel verknaðinn beint eða óbeint ef eitthvaö. Hegðunin hefur ekki neitt upp á sig vegna þess að iðrunin er einungis partur af sýndarmennskunni og tengist svikunum sem hún hefur haft í för með sér. Eða eins og beygða stúlkan sagði: „Elskurnar mínar. Ég veit að ég á bágt og þaö meira aö segja mjög því ég elska kvalara minn. Máliö er þó einu sinni þannig að ennþá elska ég samt sjálfa mig meira en svo aö ég geti hugsaö mér aö láta misþyrma mér til þess eins aö fá ein- staka sinnum innilegt faömalag og sjálfsagöa viröingu." Vonandi gengur Kötlu vel í leit að friðsamara og lífvænlegra lífi án ótta. Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlegast hand- skrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og ' rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkábréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.