Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 64

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 64
ANDLITSMASKINN BREYTIST í GRÍMU sem hægt er aÖ hengja upp á vegg ■ norðurtumi Borgarkringl- ■ unnar reka snyrtifræðing- I arnir María Lárusdóttir og Hjördís Kristinsdóttir snyrti- stofuna NN. Snyrtistofur er víða að finna en þetta er eina stofan sem býður upp á þá meðferð sem lýst verður hér á eftir. María og Hjördís, ásamt snyrtifræðingnum Þórdís Ingadóttur, sem einnig starfar Undarleg tilfinning fylgir því þegar storknuðum maskanum er lyft af andlitinu. Grænleitur þangmaski borinn á. Blanda af vítamínum og stein- efnum nærir húðina og byggir hana upp. á stofunni, vinna eingöngu með frönsku vörurnar frá Repechage sem spanna bæði húðsnyrti- og förðunarvörur. Þær bjóða margs konar með- ferð til að hressa og endur- næra húðina, svo sem and- litsböð, nudd og maska, bæði fyrir andlit og líkama. Þar ber að nefna sérstakan maska unninn úr sjávarþörungum og einmitt er ætlaður bæði fyrir andlit og líkama. Sú meðferð sem hefur vak- ið hvað mesta athygli er svo- kallaður fjögurra laga andlits- maski sem blaðamanni fannst tilvalið að kanna nánar og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi; fá hressandi með- höndlun með maskanum og geta svo sagt frá honum frá Ijósmyndarinn Bragi Þ. Jós- efsson og festi hann allt á filmu. Til að fari sem best um við- skiptavininn meðan á með- höndluninni stendur er búið vel um hann í stól sem hallað er alveg aftur þannig að hann liggur endilangur. Síðan er mjúkum teppum vafið um hann en algengt er að fólk slaki svo vel á að það sofni og þá er betra að tryggja að eng- um verði kalt. í upphafi er farði, ef einhver er, þveginn vandlega af með andlitsmjólk og andlitsvatni. Síðan er fyrsta lag maskans borið mjúklega á andlit, háls og bringu. Það nefnist Cytos- erum og er samansafn af vítamínum, steinefnum, am- ínósýrum, snefilefnum og fjöl- sykrum og gengur beint inn í húðina. Þegar tryggt þykir að húðin hafi drukkið þetta í sig er komið að næsta stigi, nuddi með rakakremi. Meðan á því stendur er infrarauðum geisla beint að andlitinu. Tilgangur- inn með þessu þrepi er að mýkja og örva húðina og und- irbúa hana fyrir þrep þrjú og fjögur. Nuddið varir í tuttugu mínútur og er alveg sérstak- lega þægilegt. Að því loknu er gert hlé og ófáir slaka svo vel á að þeir sofa vært þegar hér er komið sögu. Blaðamaður var engin undantekning og þegar Ijósmyndarinn kom til að mynda meira og spurði hvernig líðanin væri raskaði hann rónni ekki meira en svo að svörin urðu einungis lág- vært uml. Þriðja stigið er þykkur, grænleitur maski unninn úr þangi og borinn á með pensli. Hann er kaldur og ekki laust við að hrollur fari um mann eftir þægindin sem á undan fóru. Þetta hefur þó sinn til- gang því kuldinn örvar húð- ina. Þang og þörungar hafa nærandi áhrif á hana, örva súrefnisupptöku og byggja upp steinefnin í henni. Þegar þetta lag hefur verið borið á er beðið í sjö mínútur. Þá er komið að fjórða og síðasta áfanganum. Það er fyrstu hendi. Með i för var þykkur, hvítur maski sem er borinn beint ofan á græna þangmaskann. Hann inniheld- ur meðal annars málmsölt sem eru hvetjandi fyrir vöxt og viðhald húðvefjanna. Því fylgir einkennileg tilfinning þegar þetta lag er borið á. Þegar efnin í því blandast efnunum í þangmaskanum hitnar bland- an. í fyrstu hélt blaðamaður að heitum lampa væri beint að andlitinu en svo reyndist ekki vera. Þetta er þægilegur hiti og notalegur eftir kalda maskann. Nú er áríðandi að slaka alveg á öllum vöðvum og hreyfa sig ekki því þessi maski storknar á andlitinu og minnir helst á múmíu úr ein- hverri hryllingsmyndinni. Þeg- ar hann hefur legið á tiltekinn tíma er þessari þægilegu meðferð lokið og aðeins eftir að lyfta múmíugrímunni af andlitinu og þvo leifarnar af þangmaskanum af. Það er vægast sagt furðu- legt þegar grímunni er lyft af. Um leið teygist örlítið á kinn- unum og svo virðist sem þær ætli að fylgja grímunni. Síðan opnar maður augun og sér hvíta afsteypu af andliti sínu blasa við. Þó er ekki hægt að þekkja af hverjum mótið kom enda skilin eftir göt fyrir augu, nasir og munn. Þetta er sannarlega með- höndlun sem hægt er að mæla með. Áhrifin á húðina eru ótvíræð. í texta, sem blaðamaður fékk um meðferð- ina, segir að hún bæti vöðva og styrki þá, auki frumuendur- nýjun, byggi upp raka í band- vef, komi á jafnvægi í starf- semi yfirhúðar, byggi upp steinefni húðarinnar og bæti áferð og stinnleika hennar. Meðferðin er líka bæði þægilegt og slakandi og greina má nýjan, frisklegan blæ á húðinni í marga daga á eftir. Blaðamaður mælir þó ekki með því að væntanlegir viðskiptavinir hafi með sér Ijósmyndara. Hann verður hálfgerður friðþjófur, auk þess sem nokkuð víst þykir að heppilegri stundir til mynda- töku fyrirfinnist, stundir sem maður lítur betur út heldur en meðan á andlitsbaði stendur. Eftir svona rækilega and- litsmeðferð er best að bera ekki farða á húðina næstu klukkustund eða tvær. Því ók blaðamaður með hvítþvegið, endurnært andlit áleiðis heim en í farteskinu var gríman og ekkert auðveldara en að festa band í hana og hengja hana upp á vegg þegar heim var komið. □ 64 VIKAN 6.TBL. 1993 TEXTI: HELGA MÖLLER / UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.