Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 8
Spurningin er
hvort þaö gangi
að láta sem ekkert
hafi gerst
spurningu: Heldur þetta áfram
og þá hve lengi og hvernig er
þá unnt að stöðva ofbeldið og
hatrið?"
- Valdimar Örn segir á ein-
um stað í hlutverki sínu eitt-
hvað á þá leið að nú séu
fimmtán ár iiðin, ekki eigi að
ýfa upp sár fortíðarinnar.
Hann spyr: Er ekki kominn
tími til að gleyma þessu og
byrja að lifa lífinu?
„Já og læknirinn bendir á
það líka og segir: Ef þú drepur
mig þá drepa börnin mín þig
og svo framvegis. - Hvar á
þetta þá að enda? Ég er ekki
viss um að ég gæti fyrirgefið."
▼ „Ég held
að þetta
sé fyrst og
fremst um
mannrétt-
indi en
þarna er
náttúrlega
þessi
kona sem
aö vissu
leyti fóm-
ar sér fyrir
manninn
sinn.“
maður hélt fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu um leið og lög-
fræðingurinn frá Chile. Hann
sagði að það væri ærið mis-
jafnt ástand á föngum hér. Oft
og tíðum þyrftu prestar og
læknar að biðja um að
ákveðnum föngum yrði ekki
haldið lengur í einangrun og
svo framvegis. Fangar ættu
sér enga þrýstihópa hér og
það væri ekki hlustað á fólk
sem talaði um þetta. Og
stundum væri það tilviljun ein
sem réði hver lifir og hver
deyr í fangelsinu.“
- Er þetta kvenréttindaverk
á einhvern hátt eða fjallar það
fyrst og fremst um mannrétt-
indi almennt?
„Já, ég held að þetta sé
fyrst og fremst um mannrétt-
indi en þarna er náttúrlega
þessi kona sem að vissu leyti
fórnar sér fyrir manninn sinn.
Hún þarf að þegja yfir fortíð-
inni og passa í hlutverkið við
RÉTTLÆTI - HEFND
-/ leikritinu er varpað upp
mörgum siðferðilegum og
sam-mannlegum hugtökum:
Glæpur - refsing - ábyrgð -
hatur - hefnd - harðstjórn -
kúgun - einræði - ógn -
skelfing - sekt. Er unnt að
gera einhverja málamiðlun við
þessar aðstæður sem þarna
er lýst?
„Ég hef þá afstöðu að mað-
urinn (læknirinn, sem Þor-
steinn Gunnarsson leikur) sé
sekur en við ákváðum í upp-
setningunni að taka ekki af-
stöðu til þess. Og Pálína er
ekki viss. Ég er ekki viss um
að ég sé þannig manneskja
að ég gæti fyrirgefið svona
nokkuð. Ég skil það afskap-
lega vel að hún vilji hefna
sín.“
- Réttlætið nái fram að
ganga?
„Já, og það þýðir í raun og
veru hefnd. Að því leyti gerir
HITTU FYRIR-
MYNDINA HÉR
- Er þetta pólitískt verk?
„Það virkar að minnsta
kosti þannig á mig, það er um
pólitískt ástand. En þessar
manneskjur ganga samt af-
skaplega vel upp sem slíkar.
Það vildi svo til að þegar við
vorum að æfa þetta verk rak á
fjörur okkar lögfræðing sem
kom hingað til lands á vegum
Amnesty International. Hann
er vinur höfundarins og greini-
leg fyrirmynd lögfræðingsins í
leikritinu, sem Valdimar Örn
leikur. Við ræddum við hann -
þetta er afskaplega sjarmer-
andi maður sem fær mann
strax á sitt band - og hann
heldur því fram að eina leiðin
sé að fyrirgefa og ganga ekki
lengra en að upplýsa þjóðina
um það sem gerðist en byrja
svo upp á nýtt.
Vinur hans, höfundurinn, er
ekki sammála honum enda
situr hann einhvers staðar í
Bandaríkjunum og þessu verki
var ekkert mjög vel tekið í
Chile. Fólkið þar sagði: Svona
kona er ekki hér, kona sem
ætlar að hefna sín. Þannig að
þótt einkennilegt megi virðast
er eins og þessi afstaða sé
skiljanlegri fyrir okkur.
Ragnar Aðalsteinsson lög-
Fólkiö í Chile sagöi:
Svona kona er
ekki hér
hliðina á manninum sínum til
þess að hann nái sínum
frama. Og það gerir hún. Ann-
ars væri hann ekki kominn til
þessara metorða. Þannig að
á tímabili fannst mér að þetta
verk væri dálítið skylt Brúðu-
heimilinu!"
hún það sama og hann því að
hún pyntar lækninn."
- Hlutverkum er snúið við...
„Já, hann er kominn í þá
aðstöðu sem hún var í.“
- Nú er þetta kannski eitt
elsta bragð leiklistarinnar - að
snúa við hlutverkum á óvænt-
an hátt. Hvernig finnst þér
það heppnast hér?
„Ég held að það heppnist
vel. Sveiflast maður ekki milli
þess að vorkenna manninum
og hafa ímugust á honum,
eða hvað? Hann er náttúrlega
fórnarlamb þarna í verkinu."
- Finnst þér ekkert ótrúlegt
að læknirinn rekist þarna inn í
sumarbústaðinn til hjónanna?
„Jú, það er það. En þó - ef
hann er sekur, þá er ekki víst
að hann rekist þarna inn - þá
kemur hann til að njósna.
Kannski dauðhræddur og vill
athuga hvort lögfræðingurinn
ætli að fara að birta nöfn pynt-
ingameistaranna frá einræðis-
tfmanum."
ÞORSTEINN GRUNAÐUR
UM SAKLEYSI
- Er læknirinn sekur?
„Þegar ég las verkið í fyrsta
sinn sveiflaðist ég stöðugt á
Klukkustund
fyrir sýningu
þvœ ég mér
um hendurnar
Langar aö leika
í barnaleikriti eöa
absúrd-verkum
milli andstæðra skoðana á
því. Jú, ég álít það og Pálínu
finnst hann vera sekur. Hún
er orðin fullviss í lokin. En ég
veit ekki hvað Þorsteinn
Gunnarsson heldur, hann vill
ekki segja mér það. Ég hef
hann grunaðan um að vera
saklausan," segir Guðrún og
hlær.
- Er þetta dapurlegur vitnis-
burður um illt eðli mannsins -
eða er einhver von?
„Ekki í þessu verki, finnst
mór, ef ég á að segja eins og
er. Eini vottur vonar er að
konunni tekst að hlusta á
Schubert í lokin án þess að
henni verði óglatt, eins og