Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 14
TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON LEIKUR MEÐ VIÐTAL VIÐ HLÍN GUNNARSDÓTTUR LEIKMYNDAHÖFUND * Ar hvert útskrifast fjöldi ungra leikara úr leiklist- arskólanum og einnig hafa margir bæst í stétt leik- stjóra á undanförnum árum. Vorið í íslenskri kvikmynda- gerð hefur átt sinn þátt í grósk- unni í þessum listgreinum og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með hversu mikið af hæfileikaríku fólki er að koma fram á sjónarsviðið. Sviðsljósið beinist gjarnan að nýju andlit- unum á sviðinu og umfjöllun um leikhúslíf og bíómyndir vill einkennast af umræðunni um frammistöðu þeirra. Allir sem komið hafa ná- lægt leikhús- og kvikmynda- vinnu vita að undirstaða vel heppnaðrar leiksýningar eða kvikmyndar byggist ekki síst á góðri samvinnu margra aðila. Það er í verkahring höfundar sviðsmyndar að gera umgjörð verksins trúverðuga og nýta töfra leiksviðsins til að koma sögunni á framfæri sannfær- andi hátt. Líta má á leikmynd- ina sem virkan þátttakanda í leiknum og það er oft hún sem gefur leikverkum nýja og ferska mynd eða þá að hún fyllir upp í það rými sem liggur á milli skynjunar áhorfandans og frásagnar höfundarins. Hlín Gunnarsdóttir er leik- myndahöfundur sem hefur haslað sér völl í íslensku leik- húslífi á undanförnum misser- um. Hún er höfundur leik- myndar og búninga í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu um Ronju ræn- ingjadóttur eftir Astrid Lind- gren. Verkið hefur fengið góða dóma og verið nánast uppselt á allar sýningarnar f Borgarleikhúsinu. Leikmyndin er mjög lifandi í útfærslu Hlín- ar og hún þjónar ekki aðeins sem rammi eða bakgrunnur fyrir sýninguna heldur er hún virkur þátttakandi í leiknum. Okkur lék forvitni á að kynnast Hlín og öllu því sem snýr að starfi leikmyndahöf- undar. Þrátt fyrir annir varð hún góðfúslega við þeirri ósk og við mæltum okkur mót á heimili hennar í gömlu timbur- húsi við Grettisgötuna. Þau hjónin hafa á undanförnum árum verið að gera húsið upp og hún sýnir mér það í hólf og gólf. í kjallaranum er vinnu- stofa Hlínar og þar er hún að Ijúka við að myndskreyta barnabók. Ég dáist að fallegu trégólfinu f stofunni og Hlín segir að það hafi verið eins og að vinna í happdrætti að taka gólfdúkinn ofan af vanræktum tréborðunum sem þá komu í Ijós. Svefnherbergið er inn af stofunni og þar blasir við eitt glæsilegasta hjónarúm sem ég hef augum litið. Það er aldagamall gripur sem hún krækti sér í á Ítalíu þaðan sem hún útskrifaðist frá Kon- unglega listaháskólanum í Torino vorið 1983. „Skólinn tók fjögur ár og megináherslan var lögð á leik- myndateiknun en síðan var boðið upp á val um búninga- hönnun, sviðsmyndagerð fyrir sjónvarp og myndbönd og aðra sérhæfingu. Námið fór þannig fram að allir árgang- arnir voru saman í einum stór- um sal og prófessorarnir sátu við langborð fyrir öðrum enda salarins. Aðaláherslan var lögð á mótun nemendanna sem myndlistarmanna og að styðja okkur við að sníða hug- myndir okkar að ramma leik- hússins. Einnig lærðum við að gera líkön og tilheyrandi fag- teikningar. Þannig var þetta öll fjögur árin en einnig var lesin listasaga og leiklistar- 14VIKAN 6.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.