Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 19
I neska laukmunstri og hand- unnið gler frá Holmegaard. Auk þess buðum við upp á hið heimsfræga Noritake postulín sem er með því vandaðasta sem gerist." KENNSLUSTUND í BÚDINNI „Pabbi var vinsæll og vel met- inn kaupmaður, vakinn og sof- inn yfir velferð verslunarinnar. Hann var ætíð til staðar, fylgdi viðskiptavinum ævinlega til dyra, bukkaöi sig og beygði. Það þótti sjálfsögð kurteisi. Hann var einnig mikið snyrti- menni í klæðaburði, séntil- maður fram í fingurgóma. Ég tel víst að hann hafi tileinkað sér þessa fáguðu framkomu í þjónsstarfinu, sem var strang- ur og agaður skóli. Fyrir margra hluta sakir var verslun Hjartar Nielsen hf. afar sérstök og því er margs að minnast frá starfinu þar. Til gamans má geta þess að skólastýra húsmæðraskólans í Reykjavík kom á hverjum vetri í heimsókn með nem- endur sína til að kenna þeim að þvo og meðhöndla kristal. Sjálf þvoði ég allan kristal í búðinni einu sinni í mánuði og stundum oftar. Hann rykfellur eins og annað og óhreinkast - og hvað er varið í kristai ef hann ekki glitrar eins og dem- antur? HERRADAGUR Einn morguninn var ég ein í búðinni og tók eftir manni fyrir utan sem horföi látlaust inn um gluggann andspænis gler- skápnum sem hafði að geyma nokkra verðmætustu hluti verslunarinnar. í Ijós kom að þetta var bóndi í kaupstaðar- ferð. Hann gekk aö skápnum, benti á styttuna af kúnni og mjaltakonunni frá Bing og Gröndal. „Hvað kostar belj- an?“ spuröi hann. Ég nefndi upphæð sem var svimandi há og um leið breiddist skelfing- arsvipur yfir andlit bóndans. Hann þaut fram að dyrum og tautaði: „Nei, þá fæ ég mér heldur lifandi belju." Einn dag á ári nefndi ég „herradag" og átti ég þá við aðfangadag jóla. Það var ár- visst að á aðfangadags- morgun fylltist hjá okkur búðin af eiginmönnum sem ekki hafði tekist að kaupa gjöf handa frúnni fyrr en á síðustu stundu en viö höfðum opið til hádegis. Þeir voru oft komnir í hreinustu vandræði og sögöu við mig: „Elskan mín, hjálpaðu mér. Mér er alveg sama hvað hún kostar, hún verður bara að vera falleg.“ Svo bentu þeir á forláta skálar og vasa. Ég pakkaði gjöfunum fyrir þá inn í viðeigandi jólapappír og um- búðir og skrifaði jafnvel á gjafakortin. Það var oft mikil umferð um Templarasundið á þessum árum, til dæmis í tengslum við Alþingishúsið og jarðarfarir við Dómkirkjuna. Eins ók kon- ungborið fólk oft framhjá á leið úr Ráðherrabústaðnum að Hótel Borg. Götunni hafði þá verið lokaö fyrir almennri umferð en ég stóð í dyrunum og veifaði. Já, þetta var skemmtilegurtími. Ekki má minnast svo á gömlu búðina að ekki sé minnst á fallegu merkin sem Þorlákur Halldorsen listmálari málaði utan á vegginn sitt hvorum megin við dyrnar, hirt- ina og jaðevasana, en nú er því miður búið að mála yfir þessi listaverk." TÉKKNESKI KRISTALLINN Fyrir fáum árum tóku nýir eigendur við rekstri Hjartar Nielsen hf., þær Hlín Krist- jánsdóttir og systurnar Elín og Margrét Rögnvaldsdætur. Verslunin er nú til húsa í Borgarkringlunni í Reykjavík. Tékkneskur, munnblásinn og handskorinn kristall er enn í hávegum hafður í verslun- inni og líklega er „matta rósin“ enn þekktasta munstrið þó að á boðstólum sé úrval annarra vinsælla munstra. Margrét ▲ Þessi mynd var tekin um þær mund- ir sem Hjörtur Nielsen opnaöi verslun sína. ► Hjörtur Nielsen í dyrum verslunar sinnar aö Templara- sundi 3. Hirtina og vasana málaöi Þorlákur Halldor- sen. Rögnvaldsdóttir segir að rekja megi sögu tékkneska kristals- ins allt aftur til 14. aldar. Fyrstu munstrin munu hafa verið mikið skorin og sam- bærileg við renaisansmunstrið í dag. Áður fyrr hélst þekkingin og kunnáttan í að blása og skera kristal í ákveðnum ættum og þótt því sé svipað farið enn í dag er iðnaðurinn orðinn meiri en áður var. Það er erfitt að blása kristal þar eð hitinn er mjög mikill og þyngslin á efn- inu veruleg. Sé verið að blása stóra hluti gera það yfirleitt tveir menn, annar byrjar og hinn tekur við og lýkur verk- inu. Áöur fyrr voru það þeir sömu sem blésu og skáru kristalinn en nú er verkaskipt- ing orðin meiri. „Ég hef kynnst aðilum í Tékkóslóvakíu," segir Margrét, „sem starfa sjálfstætt og kaupa óskorna hluti sem þeir skera síðan eftir eigin höfði. Hér getur bæði verið um að ræða hreina listamenn eða þá sem stunda þetta sem smáiðnað." BRÚÐHJÓN FÁ MERKT GLÖS Verslun Hjartar Nielsen býður upp á ýmiss konar þjónustu í tengslum við það mikla úrval af gjafavörum sem þar er á boðstólum. í seinni tíð hefur verslunin tekið að sér að merkja glös og aðra kristalsmuni fyrir fólk. Þessi þjónusta nýtur vinsælda um þessar mundir og kjósa margir að merkja brúðkaups- glös með nöfnum brúðhjón- anna. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp aö láta þar liggja frammi brúðargjafalista en sú þjónusta nýtur mikilla vin- sælda. Einnig er boðið upp á gjafakort sem leysa vanda margra sem eiga erfitt með að taka ákvörðun um þaö sem kaupa skal. Fyrir kemur að kvarnast Frh. á bls. 43 6.TBL. 1993 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.