Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 56
ARSTIÐ AKON U RN AR
▼ HAUST: GUÐLAUG JONSDÓTTIR
vel íklæddar ein-
hverjum vissum
lit; að skapið
geti haft afger-
andi áhrif þar
á. Þetta
kannast ef-
laust margar
konur við. Hún segir að
litgreiningartæknin hafi þó
komið sér einna best við að
opna augu okkar íslendinga
fyrir litum yfirleitt; að alltof al-
gengt sé að við notum gráa
og brúna liti og ennfremur
svart, bæði í fatnaði og snyrt-
ingu.
„Ég varð afskaplega hissa
þegar ég kom til Englands í
fyrsta skipti og sá alla þessa
litadýrð á konum. Þar voru
konur í gulum og skærgræn-
um kápum, allsendis ófeimnar
við að klæðast litsterkum föt-
um. Heima vorum við alltaf í
hálfgerðum felulitum, svo sem
brúnum eða gráum og svört-
um,“ segir Katrín.
Niðurstaðan kemur ekki á
óvart. Hún er sú að mikil-
vægast sé að hverjum og
einum líði vel í litunum sem
hann velur á fatnað sinn og
snyrtingu, burtséð frá niður-
stöðu litgreiningarsérfræðing-
anna
Árstíðalitirnir flokkast í heita
og kalda liti. Kaldir litir tilheyra
vetri og sumri en heitir vori og
hausti. Annars segir Katrín að
sumir litir geti heyrt til báðum
flokkum, það fari eftir mis-
munandi tónum litanna.
Rauðir litir geta til dæmis
bæði flokkast undir heita og
kalda liti, eftir litbrigðum.
Húðin hefur einna mest
áhrif á hvaða litur fer hverjum
og einum. Rauður undirtónn í
húð hefur þau áhrif að kaldir
litir klæða þá sem hann hafa
en gulur undirtónn kallar á
heita liti.
Á meðfylgjandi myndum
sjáum við konur fyrir og eftir
snyrtingu. Til gamans voru
þær farðaðar með árstíðirnar í
huga og sérstaklega valdar
með tilliti til þess. Það sem
sagt var hér að framan á við
um þær - að þær sem eru
farðaðar í vetrar- og sumarlit-
unum hafa rauðan undirtón í
húðinni en húð fulltrúa vor- og
haustlitanna er með gulan
undirtón. Kon-
urnar eru all-
ar um eða yfir
fertugt og er
gaman að sjá
hvað gera má
með góðri snyrt-
ingu og hár-
greiðslu. □
AVOR: SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR
56 VIKAN