Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 76

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 76
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: BRAGIÞÓR JÓSEFSSON Miss Hawaiian Tropic keppnin afstaSin þetta áriÖ \h- - \triy r -' -f ÞRJÁR ÍSLENSKAR FEGURÐARDÍSIR í GÓÐUM MÁLUM Icelandic Models og Samú- el eru nú aðilar að keppn- inni Miss Hawaiian Tropic sem fram fer árlega á Daytona Beach í Flórída. Þegar þetta er skrifað er kynning á keppendum um titil- inn 1994 að hefjast í nýjasta hefti Samúels og þrjár stúlkur nýkomnar að utan þar sem þær tóku þátt í keppninni. Það voru þær Laufey Bjarnadóttir, forsfðustúlka Vikunnar 1991, Nanna Guðbergs og Árný Hlfn Hilmarsdóttir. Komu þær í sjöunda himni til baka enda allar með einhvers konar til- boð upp á vasann og má nefna að Ijósmyndari sem tek- ur mjög mikið af myndum fyrir tímaritin Vogue og Cosmopolitan vill fá Nönnu til sín í myndatökur. Umboðsskrifstofur í Vín, París og víðs vegar um Bandaríkin sýndu stúlkunum áhuga enda eru allir helstu fjölmiðlar og módelfyrirtæki með útsendara sína á staðn- um. Keppnin er tekin mjög al- varlega og er lagt mikið upp úr því að öllum kröfum um ör- yggi keppenda sé fullnægt en milli sjötíu og áttatíu stúlkur keppa um titilinn. Til dæmis gátu stúlkurnar okkar vart hreyft legg eða lið nema ör- yggisverðir væru nálægir. Þá hlýtur keppnin mikla athygli í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að um það leyti sem hún er haldin eru vel- flestir bandarískir mennta- skólanemar í leyfi og þá er stemmningin á ströndinni víst eins og hún gerist best í bíó- myndum. Meðfylgjandi mynd er tekin af þeim Laufeyju, Árnýju og Nönnu þegar þær komu sam- an til hófs á Litlu-ftalíu áður en þær héldu til Flórída. Þar klæddust þær síðkjólum frá versluninni Sautján, kjólum sem þær héldu íklæddar á vit ævintýra sinna við suðurhöf. Auk þess höfðu þær með sér til viðbótar níu stórglæsilega kjóla frá versluninni Plexiglas. Förðun fyrir mydatöku annaðist Kristín Stefánsdóttir með snyrtivörum frá Gale Hayman. Eins og að framan greinir verða keppendur um titilinn 1994 kynntir í Samúel og verður fulltrúi íslands í keppn- inni valinn í Perlunni í sept- emberlok. Þá mun ein stúlkn- anna ennfremur halda til Mílanó til samstarfs við þekkt- an Ijósmyndara. □ • • DAGBLOÐUNUM Fyrir fáum árum var fiski pakkað inn í dagblöð - nú eru það fyrirsætur sem eru um- vafðar pappírnum. Anna Toher datt niður á þessa snyrtilegu lausn í keppni förð- unarnema um daginn. Anna keppti í Ijósmyndaförðun og notaði Bryndísi nokkra Jóns- dóttur til sköpunarinnar. Og þegar spurt var að leikslokum stóð Anna með pálmann í höndunum. Þá liggur það sem sagt Ijóst fyrir: Ekki henda blöðunum, stelpur - þið gæt- uð notað þau næst þegar þið farið á ball. Gott þarf ekki að vera dýrt Eigendur Vero Moda, mæðgurnar Margrét Jónsdóttir og Marta Árnadóttir. Tískuverslunin Sonja, sem flestir muna eftir við Laugaveg 81 í höfuð- borginni, hefur tekið stakka- skiptum og er orðin hluti af evrópskri verslunarkeðju. Þann 11. mars síðastliðinn var nafni verslunarinnar breytt í Vero Moda en það er einmitt heiti keðjunnar. Þessi breyting er svar við breyttum aðstæð- um í þjóðfélaginu og kröfu neytenda um lækkun vöru- verðs, til samræmis við það sem gerist í öðrum Evrópu- löndum. Verslanir Vero Moda er að finna víða í Evrópu og á Norð- urlöndum eru þær geysivin- sælar. Alls er að finna á þriðja hundrað Vero Moda verslanir [ Evrópu en þetta er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Vero Moda rekur eigin verksmiðjur víða um heim en flestar þeirra eru þó á Ítalíu. Þarna er um að ræða tísku- fatnað sem er bæði glæsileg- ur og vandaður og - það sem okkur íslendingum þykja góð- ar fréttir - hann er á sérstak- lega hagstæðu verði enda er mottóið: Gott þarf ekki að vera dýrt. Með því að flytja allar vörur inn frá einum framleiðanda og í stórum sendingum stuðla kaupmennirnir og mæðgurnar Margrét Jónsdóttir og Marta Árnadóttir að því að verð vör- unnar verði sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum lönd- um Evrópu. Innréttingar verslunarinnar eru frá Vero Moda og öll hönnun og skipulag í sam- ræmi við aðrar slíkar verslanir ( Evrópu. Margrét og Marta segja takmarkið vera að bjóða tískuvöru á viðráðanlegu verði og bestu mögulega þjónustu í notalegri verslun. □ 76 VIKAN 6.TBL. 1993 TEXTI: HELGA MÖLLER / UQSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.