Vikan


Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 22
Leikstjórí og leikari í senn. „Þaö er skemmtileg tilfinning aö vera beggja vegna myndavel- arinnar þó aö vissulega komi þær stundir aö ég sem leikstjóri þoli ekki leikarann DeVito og öfugt.“ DeVito í hlutverki Bobby Ciaro, fylgismannis Jimmy Hoffa í blíöu og stríöu. Ég haföi líka mjög gaman af aö leika í myndinni, ég fór þar meö heillandi hlutverk aö mínum dómi. Ég leik Bobby Ciaro en persóna hans er samsuða úr nokkrum samslarfs- mönnum Hoffa. Þegar ég hafði lesiö handritið yfir í fyrsta sinn var ég sannfærður um aö á þessu hlutverki vildi ég fá aö spreyta mig.“ Danny DeVito kemur á óvart fyrir þaö hvaö hann er blátt áfram og eðlilegur. Hann geislar af lífsgleði og viömót hans er meö þeim hætti aö maður gæti strax treyst honum fyrir lífi sínu. Hann er afar smávaxinn en maöur hætt- ir aö taka eftir því eftir að hafa spjallað viö hann í stutta stund. Hann hefur sterkan per- sónuleika og þá útgeislun sem þarf til þess aö gera hann að stórmenni á hvíta tjaldinu. ÆTLAÐI AÐ LÆRA FÖRDUN DeVito starfaöi viö garðyrkju fyrst eftir að hann lauk gagnfræöaskóla. Aö því kom síöan aö hann fór aö starfa sem hárgreiðslusveinn á hárgreiðslustofu systur sinnar í New Jersey. Um þær mundir fékk hann einnig áhuga á föröun og sótti um skólavist í New York Academy of Dramatic Arts í New York til þess að nema leikhús- og kvikmyndaförðun. Hann komst inn í skólann og námiö hófst. Auk förö- unarinnar þurfti hann aö sækja tíma í ýmsum leikhúsfræðum og fyrr en varöi var hann far- inn aö einblína á leiklistina - hann vildi verða leikari. Aö loknu leiklistarnáminu lék DeVito í nokkrum leikhúsverkum en kvikmyndirnar heilluðu hann meira. Hann stefndi hátt en mátti þola atvinnuleysi um skeið. Árið 1970 tók hann þátt í sviðsútgáfunni á leikritinu One Flew Over the Cuckoo’s Nest og lék þar hina eftirminnilegu persónu Martini, sem hann síðan endurtók í sjálfri kvikmynd- inni. Á meðan hann tók þátt í ööru sviðsverki, The Shrinking Bride, kynntist hann leikkon- unni Rheu Perlman sem hafði verið í hópi á- heyrenda eitt kvöld. Innan tveggja vikna voru þau farin aö búa saman en ellefu árum síöar giftu þau sig loksins og nú eiga þau saman þrjár dætur, fimm, sjö og níu ára. Þegar hér var komið sögu voru þau bæöi orðin vel þekktir leikarar úr sjónvarpsmyndaflokkum, hann sem aðalleikarinn í Taxi og hún í Cheers sem betur er þekkt undir heitinu Staupasteinn hér á landi og hefur veriö sýnt viö góöan orðstír. Eftir aö hann sló í gegn hefur honum ævin- lega vegnaö vel á hvíta tjaldinu, hvort sem hann hefur veriö fyrir framan eða aftan töku- vélinu. Má í því sambandi nefna myndir eins og Romancing the Stone, Jewel of the Nile, Wise Guys, Ruthless People, Tin Man, Twins, Other People's Money og Batman Returns. Myndir þær sem hann hefur leikstýrt og um leiö fariö meö stórt hlutverk í eru Throw Momma from the Train og The War of the Roses auk Hoffa sem nú hefur bæst á listann. VARÐ AÐ FÁ JACK Í LIDIÐ - Hvers vegna valdir þú Jack Nicholson til aö leika Hoffa? „Viö Jack unnum fyrst saman þegar við lék- um í One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Þá Jimmy Hoffa var meðal annars sakaóur um aó eíga viðskipti vió mafíuna og taka þátt í skipulagöri glæpastarfsemi. Hér eru þeir Danny DeVito og Armand Assante í hlutverkum Bobby Ciaro og mafíuforingjans Carol D'Allesandro. var fullyrt aö hann væri einmitt rétti maðurinn til aö leika McMurphy. Ég held aö hann sé líka fæddur til aö leika Jimmy Hoffa. Við höfum starfað saman í fjórum myndum, Cuckoo’s Nest, Goin' South og nú síðast í Hoffa. Eftir aö við lékum fyrst saman mælti Jack með mér viö alla leikstjóra sem hann vann meö eftir það, hann er traustur vinur. Jack er svo ótrúlega likur Hoffa á marga lund og þess vegna vissi ég aö hann yröi mjög trúverðugur í hlutverkinu. Sjálfur er hann mjög trúr vinum sínum og starfi en þaö ein- kenndi einmitt Hoffa mest. Jack er meira aö segja af hollensk-írskum ættum eins og hann. Þaö gekk þess vegna allt upp, ég varö aö fá Jack í lið með mér. Við höfum verið góöir vinir síöan 1974 þeg- ar viö lékum saman f Cockoo’s Nest. Það er gaman aö segja frá því aö viö eru fæddir og aldir upp í nágrenni hvor viö annan í New Jersey. Reyndar var mikill rígur á milli hverf- anna, sem liggja hlið viö hliö, og þess vegna fengum viö ekki tækifæri til aö kynnast fyrr, auk þess sem ég er talsvert yngri en hann, fæddur 1944 en hann er fæddur 1938.“ DeVito brosir út undir eyru. „Ég haföi þó fylgst meö Jack frá því ég var unglingur af því aö náfrænka mín og systir hans þekktust og því kom hann oft til tals. Þaö var stundum minnst á þennan unga mann sem var að gera þaö gott í kvikmyndaborginni Hollywood. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna að Hoffa og ennþá ánægjulegra vegna þess aö Jack var meö í öllu dæminu. Þaö er alltaf traust fyrir leikstjóra aö vera sannfærður um aö vera meö rétta leikarann í hlutverkinu sem skiptir mestu máli. Þaö er líka svo uppörvandi aö vinna meö manni sem hefur alla þessa þekkingu og hæfileika, auk þess sem hann gjörsamlega hellir sér í verkið og kafar ofan í þersónuna sem hann leikur. Hann vinnur mjög mikiö og er meö hugann viö leikinn allan sólarhringinn meðan á tökum stendur. Þess má samt til gamans geta að Jack gaf sér tíma til aö fara á leiki uppáhaldskörfuboltaliðsins síns, LA Lakers, f NBA deildinni meðan á upptökum stóð hjá okkur í Chicaco og Detroit. Ég slóst auðvitað í för meö honum, það var frábært." KOM Á ÓVART - Þetta er stærsta verkefniö sem þú hefur tek- ist á hendur fram af þessu, varstu ekkert smeykur viö þaö? „Fyrir utan allt efnið sem við lásum og kynntum okkur um Hoffa skoðuðum viö heil ósköp af myndum af honum, úr dagblööum, tímaritum og sjónvarpi, til þess aö geta gert okkur sem gleggsta grein fyrir hvernig hann hafi litið út og hvaöa mann hann haföi aö geyma. Eitt sinn sagöi Jack: „Þessi mynd er tekin áöur en hann fór í fangelsið og þessi eft- ir að hann kom út. Sjáöu framtennurnar, þær eru öðruvísi. Við tókum eftir því aö ein tönnin haföi svolítið skagaö út úr munninum og setti svip á hann. Samkvæmt myndunum lét hann gera viö tönnina á meðan hann var í fangels- inu. Jack vildi líkjast honum sem mest og því var bætt svolitlu viö nefið á honum um leið og tönninni var komiö fyrir. Ég hef aldrei tekist á hendur svo stórt verk- efni fyrr og aldrei veriö bundinn yfir einni kvik- mynd svo lengi. Ég fékk handritið aö Hoffa í hendurnar fyrir rúmum þremur árum og mynd- in hefur ekki skiliö viö mig enn. Raunin er líka 22VIKAN 6. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.