Vikan


Vikan - 21.04.1993, Page 8

Vikan - 21.04.1993, Page 8
Hún segist hafa haft lít- inn tónlistarskratta innra með sér eins lengi og hún muni eftir sér enda er hún barn tveggja tón- listarmanna. Nú er hún að Ætla mætti að þessi kyndugi tónlistar- maöur væri gamall vinur Önnu Mjallar, en hún þekkir hann ekki baun. Hins vegar má benda fólki á aó hann er eins konar þjóó- viðra þetta skrattakríli sitt í höfuðvígi bandarískrar popp- tónlistar, Los Angeles. Karl Pétur Jónsson ræddi við Önnu Mjöll Ólafsdóttur og komst að ýmsu forvitnilegu um hana og l(f hennar. Tuttugu og þriggja ára að aldri er Anna Mjöll Ólafsdóttir búin að vera almenningseign í bráðum fimm ár. Hún er dóttir landsfrægra tónlistarmanna, Ólafs Gauks og Svanhildar Jakobsdóttur, og hefur nú á- kveðið að hella sér sjálf af fullum krafti út í tónlistina. sagnaper- sóna á Venice Beach. Hann fer allra sinna feróa á línuskaut- um og leikur á rafmagns- gítar fyrir strand- gesti. Hún hefur þó valið sér allt annan vettvang en foreldrarnir völdu, hún er í skóla og á framabraut í sjálfri Los Angel- es sem með réttu má kalla höfuðborg poþpsins. í Los Angeles býr hún í sannkölluðum Edensranni. I lágreistri blokk leigir hún litla íbúð, hún er reyndar ekki ýkja stór sjálf svo hún þarf ekki mikið pláss. íbúðinni fylgir stór garður þar sem eru átta tenn- isvellir, þrjár sundlaugar, heitir Anna Mjöll söng fyrsta lagió sitt tveggja ára - í feróalagi meó for- eldrum sfnum. pottar, blakvellir, billjardher- bergi, líkamsræktarsalur og körfuboltavöllur. Vopnaðir verðir gæta íbúanna jafnt að degi sem nóttu Á heitum vordegi í byrjun mars sótti Karl Pétur Jónsson, blaðamaður Vikunnar, Önnu Mjöll heim og fór svo á flakk með henni um Los Angeles. Það kom raunar á daginn að þau voru álíka miklir túristar í borginni stóru við Kyrrahafið því Anna Mjöll hefur lítinn tíma aflögu til að sinna öðru en því sem er hennar mesta áhuga- mál þessa dagana - að gerast tónlistarkona í Los Angeles, höfuðborg bandaríska tónlist- ariðnaðarins. Með Kyrrahafið fyrir augum, mannhaf að baki og með ís í hendi spurði blaðamaður Önnu Mjöll fyrstu spurningarinnar. - Hvenær söngstu þitt fyrsta lag? „Ég var tveggja ára með mömmu og pabba í útilegu og söng sama lagið með miklum tilþrifum alla ferðina.” Anna Mjöll hefur upp raust sína: Ég skal bíða þín og ég bíð þú komir heim, ég skal bros’í gegnum tárin...” - Hvaða lag erþetta? „Ég veit það ekki. Þetta er ábyggilega eitthvert lag sem mamma söng.” - Hvenær söngstu svo fyrst opinberlega? „Það var í Látúnsbarka- keppninni 1988. Ég söng þar lagið Ég gef þér allt mitt líf sem Ragga Gísla söng hér áður fyrr og fílaði það alveg í tætlur með tilheyrandi hoppum og látum. Ég var búin að æfa sviðsframkomuna heima með blómavasa sem mfkrófón, hoppandi um alla stofuna eins og kanína.” - Hvernig gekk svo í keppninni? „Ég varð í þriðja sæti. Það var Arnar Freyr sem vann þá keppni. Ég söng reyndar síðar sama ár með honum, Richard Scobie, Bjarna Arasyni, Shady Owens og fleirum í sýningu á Broadway sem hét Gæjar og glanspíur.” - Hvenær ákvaðstu svo að fara út í tónlistina af fullum krafti? „Ég ákvað það ekkert, þetta bara gerðist! Mig langaði alltaf að fara út f tónlist, ég hef alltaf verið með lítinn skratta með horn og hala inni í mér og hann varð að komast út að syngja. Það bara hafði enginn sérstaka trú á að ég gæti það. Nema ég. Þess vegna hafði ég samband við Jakob Magn- ússon og tók þátt í Látúns- barkakeppninni. Svo fór ég að syngja inn á alls konar auglýs- ingar og í leiðinni tók ég upp fyrsta lagið sem ég samdi sjálf, skrifaði texta á ensku og sendi í árlega keppni sem Billboard tímaritið fræga heldur.” - Og hvernig gekk? „Bara ekki neitt! Ég komst að því seinna að keppendur voru alls átján þúsund og eitt lag fékk verðlaun svo ég var nú ekkert tiltakanlega svekkt!” HÓTANIR - Þú vannst Landslagskeppn- ina 1991, ertu ekki stolt af því? „Ofsalega stolt og alveg steinhissa! Ég var alveg hund- rað prósent viss um að ég myndi ekki vinna þetta. Ég veit ekki hvers vegna en ég hafði sáralitla trú á því að ég ætti séns.” - Það hlýtur að hafa verið hvatning fyrir þig að vinna keppnina. Var það kannski vegna hennar sem þú ákvaðst að koma hingað út til að læra popptónsmíði? „Já, f rauninni. Mig langaði að vera innan um allt þetta fólk sem er í þessum bransa. Núna langar mig bara að vita hversu langt ég kemst í þessu hérna úti." - Af hverju helltirðu þér ekki út í poppið heima eftir þessar notalegu móttökur í Landslagskeppninni? „Vegna þess að það eru að vissu leyti meiri tækifæri hér f LA, það er að segja fleiri tæki- færi. Það þarf alltaf fleira fólk. Markaðurinn heima getur bara tekið við svo og svo mörgum. Svo var ég líka farin að finna fyrir vissum ónotum heima sem ég er laus við hérna úti.” - Hvaðþá? „Ég var farin að fá ýmis ó- skemmtileg símtöl og bréf frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Meðan það versta gekk yfir fékk ég nokkrar morðhótanir. Þetta byrjaði eftir Lands- lagskeppnina haustið 1991. Svo skaut þetta aftur upp koll- inum núna í febrúar, í kringum Júróvisjón. Það gekk á þessu lengi vel eftir Landslagskeppn- ina og þetta voru nokkrir aðilar sem ég veit ekki hverjir eru, allt konur þó - sem hömuðust á símanum hjá mér dag og nótt. Ég fékk aldrei neina skýringu eða ástæður fyrir þessu en margar óskemmtilegar lýsingar á mér og útlistanir á því hvern- ig væri best að losna við mig. Það eina sem hægt var að gera var að leiða þennan hryll- ing hjá sér. Svo fékk ég líka mörg önnur símtöl og bréf frá fólki sem ég þekki ekki neitt en bætti þetta upp. Mór hafa meira að segja borist falleg Ijóð sem hafa verið ort til mín og allt er þetta frá fólki sem styður mig af heilum hug. Mig langar til að senda þessu fólki öllu innilegar þakkir, það hefur hjálþað mér mikið.” - Hvernig stóð á því að þú og pabbi þinn tókuð þátt í Júróvisjón? Nú þurftir þú að taka þér langt frí í skólanum og hefðir þurft að sleppa heilli önn efþið hefðuð unnið? „Það var nú þannig að við höfðum sent þetta sama lag inn nokkur ár í röð en það hafði ekki fyrr fengið náð fyrir augum dómnefndarinnar. Við sendum það inn svona af gömlum vana. Svo gekk bara svona Ijómandi vel. En það er rétt, hefðum við unnið hefði ég þurft að fresta því sem ég er að gera hérna úti fram á sum- ar eða haust.” ALLIR TIL SÖLU - Hvað þarf til að gera það gott í poppinu hérna úti? „Heppni. Fyrst og fremst al- gert glópalán og svo örlitla sérstöðu. Það sem ég hef er að vera íslensk. Ef ég fæ ein- hvern tímann samning hjá plötufyrirtæki eða bara vinnu í tónlistarbransanum hér þá er það út á þessa sérstöðu - að vera íslensk, með Ijóst hár og blá augu, ekki vegna hæfi- leika. Þetta kemur hæfileikum ekkert við! Fyrst og fremst held ég að það sé þó heppni. Ég geri í því að gera mikið úr þessari sérstöðu minni, til dæmis reyni óg að viðhalda fslenska hreimnum og ýkja hann. Það er mikið snobbað fyrir góðum evrópskum hreim hérna. Svo er mikið atriði líka að vera á réttum aldri. Það er mjög fátítt að fólk sem er miklu eldra en ég komist yfir fyrsta hjallann á frægðar- brautinni. Málið er að þeir sem ráða í tónlistarbransan- um hérna vilja hafa tækifæri til að móta tónlistarmennina eftir sínum smekk og markaðarins. Þess vegna eiga þeir sem komnir eru upp undir og yfir þrítugt oft örðugt uppdráttar.” - Tíðkast það ekki ennþá að stúlkur reyni að sofa hjá mikilmennum til að koma sér áfram, með öðrum orðum að fara reiðgötuna á toppinn? „Ó jú, það hefur alltaf þekkst og þekkist enn, er nán- ast viðurkennd leið í þessum efnum. Sumar stelpur fara þessa leiö og aðrar hina grýtt- ari. Ég er ( síðari hópnum. Reyndar get ég ekki neitað því að mér hefur boðist það oftar en einu sinni og frá fólki af báðum kynjum. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því að leggjast svona lágt, það er hreinlega ekki þess virði. 8 VIKAN 8.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.