Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 12

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 12
TISKUHONNUN FRAKKLANDI TEXTIOG UOSM.: GÍSLI EGILL HRAFNSSON í PARÍS Við birtum hér myndir af vor- og sumartískunni á sýningu Louis Féraud í París. Eins og sjá má eru líflegir litir ekki sparaðir og greina má áhrif frá „Grace Kelly-árunum" Blóm, bæði litir og form, eru rauSi þráðurinn í þessari línu. Tvisvar á ári lifnar svo um munar yfir tískuheimi Parísarborgar. Það er þegar tímabil tískusýninganna hefst en þær standa yfir í um það bil tvær vikur og er þá öllu tjaldað til í þvf skyni að þær verði sem eftirminnilegastar. Fatahönnun skiptist í tvennt, annars vegar „prét a porter" (ready to wear) sem er fjölda- framleiddur tískufatnaður og svo hins vegar „haute couture" eða hátíska sem er íburðar- mikillj sérhannaður og sérsnið- inn fatnaður. Það er hátísku- hönnunin sem er stolt franska tískuheimsins. Hátískusýning- arnar fara fram á hinn glæsi- legasta hátt, fengnar eru dýr- ustu og þekktustu tískufyrir- sæturnar til þess að bera her- legheitin og mikið er lagt í alla umgjörð og skipulagningu. Andrúmsloftið á þessum sýn- ingum er ógleymanlegt og er ætlunin að lýsa einni dæmi- gerðri sýningu hér á eftir. Sýningarnar fara oftast fram í glæsilegum salarkynnum og undir strangri öryggisgæslu því aðeins fáum útvöldum er veitt- ur aðgangur. Það er eftirtektar- vert að meirihluti gestanna eru útlendingar. Mikið ber á Aust- urlandabúum og yfirleitt eru það forríkir Jaþanir og olíuað- allinn sem fylla hóp viðskipta- vina. Einnig má finna smástirni úr heimi skemmtikrafta, kvik- myndastjarna á uppleið eða söngvara. Stöku sinnum leggja stórstirnin leið sína hingað. í fyrra var það Madonna; í ár er það leikarinn Richard Gere sem er kominn að berja augum eiginkonuna og súpermódelið Cindy Craw- ford, í vinnunni að sýna fatnað fyrir Chanel. Til að forðast á- gengni ijósmyndara læðist hann út áður en sýningunni er lokið. Klókur sá gamli! Auðvitað er hvert sæti skip- að, tískupressan eins og hún leggur sig er mætt og Ijós- myndarar og sjónvarpstöku- menn troða sér í sérhvert skot sem finnst og baráttan er mikil uppi við senuna. Andrúmsloft- ið rafmagnast þvi brátt hefst sýningin. Loks slokkna öll Ijós í salnum, það má heyra saum- nál detta. Það kviknar á fyrsta Ijóskastaranum og undir dynj- andi tónlist gengur fyrsta sýn- ingarstúlkan fram á sviðið, staldrar við á skörinni, snýr sér í hring og heldur svo til baka. Göngulaginu er ekki hægt að lýsa með orðum. Sýningin er hafin! í rúman klukkutfma endur- tekur sama sagan sig nema með aðalhlutverkið fer nýr kjóll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.