Vikan - 21.04.1993, Síða 12
TISKUHONNUN
FRAKKLANDI
TEXTIOG UOSM.:
GÍSLI EGILL
HRAFNSSON
í PARÍS
Við birtum hér myndir af vor- og
sumartískunni á sýningu Louis
Féraud í París. Eins og sjá má eru
líflegir litir ekki sparaðir og greina
má áhrif frá „Grace Kelly-árunum"
Blóm, bæði litir og form, eru rauSi
þráðurinn í þessari línu.
Tvisvar á ári lifnar svo um
munar yfir tískuheimi
Parísarborgar. Það er
þegar tímabil tískusýninganna
hefst en þær standa yfir í um
það bil tvær vikur og er þá öllu
tjaldað til í þvf skyni að þær
verði sem eftirminnilegastar.
Fatahönnun skiptist í tvennt,
annars vegar „prét a porter"
(ready to wear) sem er fjölda-
framleiddur tískufatnaður og
svo hins vegar „haute couture"
eða hátíska sem er íburðar-
mikillj sérhannaður og sérsnið-
inn fatnaður. Það er hátísku-
hönnunin sem er stolt franska
tískuheimsins. Hátískusýning-
arnar fara fram á hinn glæsi-
legasta hátt, fengnar eru dýr-
ustu og þekktustu tískufyrir-
sæturnar til þess að bera her-
legheitin og mikið er lagt í alla
umgjörð og skipulagningu.
Andrúmsloftið á þessum sýn-
ingum er ógleymanlegt og er
ætlunin að lýsa einni dæmi-
gerðri sýningu hér á eftir.
Sýningarnar fara oftast fram
í glæsilegum salarkynnum og
undir strangri öryggisgæslu því
aðeins fáum útvöldum er veitt-
ur aðgangur. Það er eftirtektar-
vert að meirihluti gestanna eru
útlendingar. Mikið ber á Aust-
urlandabúum og yfirleitt eru
það forríkir Jaþanir og olíuað-
allinn sem fylla hóp viðskipta-
vina. Einnig má finna smástirni
úr heimi skemmtikrafta, kvik-
myndastjarna á uppleið eða
söngvara. Stöku sinnum
leggja stórstirnin leið sína
hingað. í fyrra var það
Madonna; í ár er það leikarinn
Richard Gere sem er kominn
að berja augum eiginkonuna
og súpermódelið Cindy Craw-
ford, í vinnunni að sýna fatnað
fyrir Chanel. Til að forðast á-
gengni ijósmyndara læðist
hann út áður en sýningunni er
lokið. Klókur sá gamli!
Auðvitað er hvert sæti skip-
að, tískupressan eins og hún
leggur sig er mætt og Ijós-
myndarar og sjónvarpstöku-
menn troða sér í sérhvert skot
sem finnst og baráttan er mikil
uppi við senuna. Andrúmsloft-
ið rafmagnast þvi brátt hefst
sýningin. Loks slokkna öll Ijós í
salnum, það má heyra saum-
nál detta. Það kviknar á fyrsta
Ijóskastaranum og undir dynj-
andi tónlist gengur fyrsta sýn-
ingarstúlkan fram á sviðið,
staldrar við á skörinni, snýr sér
í hring og heldur svo til baka.
Göngulaginu er ekki hægt að
lýsa með orðum. Sýningin er
hafin!
í rúman klukkutfma endur-
tekur sama sagan sig nema
með aðalhlutverkið fer nýr kjóll