Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 13

Vikan - 21.04.1993, Side 13
og ný stúlka. Þegar vel hefur tekist til fer kliður um salinn og lófaklapp fylgir í kjölfarið. Fyrir hönnuðina eru þessi andartök laun erfiðisins því eftir þrot- lausa vinnu undanfarinna mánaða fær sköpunin loks að njóta sín á þann hátt sem henni ber. Það er ekki erfitt að láta hrífast af þeirri fegurð sem streymir hjá í æðra veldi. Hver bútur, saumur og litasamsetn- ing er úthugsuð og má auð- veldlega líkja þessu við lista- verk. Þegar „línan“ hefur loks ver- ið kynnt kvikna Ijósin í salnum og stúlkurnar ganga allar sam- an fram á sviðið með hönnuð- inn í fararbroddi. Hópnum er klappað lof í lófa en þegar eru blaðamenn og Ijósmyndarar teknir að streyma úr salnum í flýti. Ástæðan er sú að þetta er ekki eina sýningin þennan daginn og þvf má engan tíma missa. Finna verður góðan stað á næstu sýningu, helst uppi við sviðið og þá má sama sagan endurtaka sig. Tfsku- heimurinn snýst eftir allt sam- an um eitt eilífðarkapphlaup við tímann. □ 8. TBL. 1993 VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.