Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 14

Vikan - 21.04.1993, Side 14
■ París eru það um tuttugu I tískuhús sem skipta á milli Bsín stærsta bitanum. Þar skipar hátískuhönnunin heið- urssætið. Þessi lúxusfatnaður er sérhannaður og sórsaum- aður á kaupendurnar sem flestir tilheyra þeim hópi sem mesta peninga hefur milli handanna. Sem dæmi má nefna að einfaldur kjóll í ódýr- ara lagi gæti kostað um hálfa milljón íslenskra króna. Með þetta í huga er vel skiljanlegt að fjöldi viðskiptavina er að- eins milli eitt og tvö þúsund í heiminum öllum. Tískan fer heldur ekki var- hluta af kreppunni sem geng- ur yfir hinn vestræna heim. Hinn þekkti hönnuður Yves Saint Laurent hefur neyðst til að selja fyrirtæki sitt. Kaup- andinn er olíusamsteypan ELF. Einnig hefur vakið mikla athygli í Frakklandi að kollegi hans, Jean Louis Scherrer, sem seldi fyrirtæki sitt nýlega í hendur japanskra aðila, fékk uppsagnarbréf dag einn og nú er svo komið að hann hefur ekki lengur leyfi til þess að nota sitt eigið nafn á hönnun sína! Hafa þessir atburðir vak- ið upp umræðu um framtíð þessarar greinar sem margir vilja meina að sé komin f greipar erlends fjármagns sem setji hönnuðina og sköp- un þeirra í hættu. Þó að hátískuhönnunin sé nokkurs konar flaggskip eða andlit þessara tískuhúsa fer því fjarri að aðaltekjurnar komi þaðan. Ilmvötn og snyrti- vörur eru aðaltekjulindin og sem stendur hefur ekki borið á kvörtunum úr þeirri átt enda eru kaupendur ívið fleiri en fyrir lúxuskjólana. □ 14VIKAN 8.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.