Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 26

Vikan - 21.04.1993, Side 26
VIÐTAL VIÐ FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRAAÁLARÁÐHERRA T aö atvinnuleysið myndi aukast meö þeim hætti sem hér hefur gerst. Viö höfum einmitt nýlega kannaö hvaö heföi gerst ef forsendur heföu veriö þær sömu og þá voru en viö hefðum samt gripið til þeirra aögeröa sem viö höfum gripið til nú. Þá kemur í Ijós aö fjárlög ársins í ár heföu verið um þaö bil hallalaus. Auðvitað verður að segjast að í þessu eru öll þessi „ef“. Þá segja menn: Þaö verður aö bregðast viö nýjum aöstæöum. Þaö er alveg Ijóst aö þessar brostnu forsendur aftur og aft- ur, þar sem alltaf hefur hallað á ríkissjóö, hafa gert þaö aö verkum aö við höfum orðið aö sveigja af upphaflegri stefnu okkar. En til þess aö skýra árangurinn held ég aö sé best aö vitna til þess aö viö teljum okkur hafa náö var- anlegum árangri í ríkisfjármálum á ýmsum sviðum sem hafa sparaö ríkisútgjöld upp á sjö og hálfan til átta milljarða árlega. Þarna er um aö ræöa varanlegan árangur sem þessum upphæöum nemur. Til samanburöar má geta þess aö á síðastliðnu ári nam greiðsluhalli rík- issjóös sjö til átta milljörðum en í raun höfum viö náö árangri sem svarar til þess.“ HALUNN VÆRI 30 MILUARÐAR „Ef viö hefðum ekki gert meira í þessum efn- um en Svíar hafa gert síðan 1990 mætti leiða líkur að því að hallinn væri kannski þrjátíu milljaröar króna. Þaö sem sýnir aö viö höfum þó náö árangri er samanburðurinn á hallatöl- um hér og annar staðar, þar sem viö svipuð vandamál er aö etja. Þá kemur í Ijós aö okkur hefur tekist betur en öðrum þjóöum aö halda niöri greiðsluhalla ríkisins. Þess vegna halda því miöur ýmsir að hægt sé aö gera út á ríkissjóö og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigöum þegar heilu stjórnmála- flokkarnir og verkalýðsfélögin ásamt atvinnu- rekendum telja að einhver lausn felist í því aö ríkissjóöur gefi eftir skatta og skuldir eöa komi jafnvel meö ný framlög. Viö verðum aö gera okkur grein fyrir því að halli ríkissjóös í dag veröur útgjöld heimilanna og fyrirtækjanna á morgun. Þaö er óumflýjanlegt.“ - Ertu með þessu að segja að ekki komi til greina að lækka matarskattinn? „Ef viö lækkum matarskatt finnst mér sann- gjarnt að viö sem njótum þeirrar lækkunar þorgum þaö annaðhvort meö niöurskuröi á þjónustu, sem ríkið greiöir nú niður, eöa að viö borgum þaö meö annars konar sköttum sem viö teljum sanngjarna. Mér finnst ekki rétt að viö sem borðum niðurgreiddan mat í dag látum þá sem verða hér á skerinu eftir nokkur ár borga brúsann. Ég sé ekki sanngirnina I því.“ - Þá kemur mér Landsbankamálið í hug. Er það ekki einmitt lagt á herðar næstu kyn- sióðar að borga þá milljarða? „Jú, einmitt. Skuldbindingarnar vegna Landsbankans mynda reyndar ekki greiðslu- halla á þessu ári en þær mynda hins vegar halla á ríkisreikningi þegar árið er gert upp vegna þess aö þá kemur þetta inn sem aukin skuldastaða ríkissjóös." - Eru þessar skuldir ekki taldar fram á efnahagsreikningi ? „Jú, en þær koma ekki fram á rekstrarreikn- ingi ársins. Þegar viö hins vegar gerum upp ríkisreikninginn, þá tökum viö tillit til þessa máls. Þess vegna eru alltaf tvær hallatölur í gangi, annars vegar greiðsluhallinn og hins vegar reikningslegur halli. Og þaö er hann sem gildir því aö þá er tekið tillit til allra skuld- þindinga." - Eru það ekki samt sem áður viss von- brigði að hafa ekki getað staðið við fyrirætlanir ykkar og þann niðurskurð á kerfinu sem áætl- aður var? Má ekki líta svo á að ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá ríkisstjórninni? „Auðvitað hefur margt farið öðruvísi en ég heföi kosið og ég tel að á mörgum sviðum hefðum viö þurft aö ná betri árangri. En þegar viö skoðum árangurinn með tilliti til þess ástands sem viö lifum í og berum okkur sam- an viö aðrar þjóöir, þá held ég að hann sé viö- unandi hingað til. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því aö viö séum einmitt þessa stundina aö grípa til aögeröa sem verða okkur mun erfiðari á næstu árum, það er að segja aö freistast til þess aö draga úr lífskjararýrnuninni í dag með því aö taka lán upp á framtíðina. Og vaxandi halli á ríkissjóöi er spegilmynd þeirrar stefnu.“ „BÁKNIÐ BURT" BARN SÍNS TÍMA - „Báknið burt!“ Þú varst frægur fyrir þau orð á sínum tíma. Ríkisstarfsmönnum hefur ekki fækkað þótt þú hafir haft tækifæri til að skera niður í þvi bákni. Eru einhver tregðulögmál þarna að verki eða hefurþú skipt um skoðun? „Ég hef ekki skipt um skoðun. Ég tel aö þó aö kjörorðið „báknið burt“ hafi kannski verið barn síns tíma þá hafi hugmyndin á bak viö þá stefnu verið sú hin sama og flestar vestrænar þjóöir fylgja núna - og reyndar þjóöir sem áöur voru austan járntjalds. Þaö er sú hugmynd að reyna aö draga sem allra mest úr ríkisrekstrin- um og hverfa frá ríkisrekstri þar sem aðrir geta gert hlutina betur. Og ef viö lítum á árangur okkar þá er hann til. Ég bendi á að við höfum lagt niöur fyrirtæki eins og Skipaútgerð ríkisins og viö höfum boðiö út ýmsa starfsemi. Ríkis- starfsmönnum hefur ekki fjölgað og heildar- launagreiðslur til þeirra hafa lækkaö verulega þó aö þaö hafi ekki komið fram ( fækkun starfsmanna. Fjölgun starfsmanna hefur hins vegar veriö náttúrulögmál í ríkisrekstrinum fram til þessa.“ - En hefur ekki aö minnsta kosti eitt bákn risið upp í þinni ráðherratíð, Lánasýsla ríkisins, þar sem starfar á þriðja tug manna? „Hún varö nú reyndar til áöur en ég kom í fjármálaráðuneytið því aö forveri minn setti Lánasýsluna á laggirnar. Og hún hefur stækk- aö. Ástæðan er sú aö hún hefur tekiö yfir leif- arnar af Framkvæmdasjóði sem starfaði áöur sjálfstætt. Eins hefur Þjónustumiöstöð ríkis- veröbréfa stækkaö vegna þess aö það hafa orðið gífurleg umsvif vegna áskrifta spari- skírteina. Mín skoöun er sú aö nauðsynlegt sé fyrir ríkið aö reka lánasýslu, það er aðila sem getur séð um aö ná hagstæðum lánum fyrir ríkissjóð, því aö brotabrot i vöxtum fyrir rikis- sjóö, sem skuldar svo mikið, geta skipt miklu máli. Vextir hafa afgerandi þýöingu fyrir útgjöld ríkisins. Viö borgum til dæmis tíu milljarða í vexti á þessu ári. Ég er hins vegar þeirrar skoöunar aö við eigum smám saman að færa áskriftarþjónustu spariskírteina til annarra. Þaö er ekki eðlilegt aö ríkisstofnun standi fyrir þessari áskrift heldur á þetta aö vera verkefni veröbréfafyrirtækja. Þaö er von mín aö unnt verði aö draga úr þessum umsvifum meö því aö færa þetta til fyrirtækja sem eru starfandi fyrir.“ SUMT í SKATTASTEFNUNNI ÓFRAMKVÆMANLEGT - Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í samþykkt landsfundar 1991 að lækka skattahlutfalliö í 35 prósent. Nú erþað komiö I rúmlega 41 pró- sent. Hvað geröist? „Til þess að ræöa skattastefnu Sjálfstæðis- flokksins þarf aö skoöa þaö plagg í heild sinni. Þar kennir nú ýmissa grasa og ég er býsna hræddur um að sumt af því sem þar segir hafi verið nánast óframkvæmanlegt. Þaö er rétt aö skattar á einstaklinga hafa hækkaö en þá veröa menn aö taka tillit til þess aö skattar á fyrirtæki hafa lækkaö. Ef viö lítum því á heild- arskatttekjur ríkisins er auðvelt aö sýna fram á að þær eru lægri nú en þær hafa verið á und- anförnum árum. En þaö er hárrétt aö hlutfall tekjuskatts einstaklinga - sem sumir telja vera hinn eina sanna skatt - hefur hækkaö. En það er bráðabirgðaástand núna vegna þess að heilir fjórir milljaröar af tekjuskatti einstaklinga renna beint til sveitarfélaganna í staöinn fyrir aöstööugjaldiö sem hefur veriö fellt niöur.“ - Er þessi ríkisstjórn stjórn fyrirtækjanna en ekki fólksins? „Þessi ríkisstjórn er eins og aðrar ríkisstjórn- ir í nálægum löndum aö fást við aö örva at- vinnulífið vegna þess aö atvinnuleysi hefur veriö vaxandi og öllum er Ijóst aö við getum ekki aukiö atvinnu nema fyrirtækin séu nægi- lega sterk til þess aö lifa af. Aö því leytinu til má halda því fram að þetta sé ríkisstjórn fyrir- tækjanna. Ríkisstjórnin hefur sýnt þessu verk- efni mikinn skilning og er sér þess vel meövit- andi að þaö er grundvallaratriði fyrir alla, laun- þega, ríkissjóö og aöra aðila, að fyrirtækin geti starfaö og fari ekki á hausinn. Ef það gerist þá veröur hér auðn.“ - Hvað gerist efheimilin verða gjaldþrota? „Menn veröa aö átta sig á því að þegar viö tölum um fyrirtæki eöa atvinnurekstur þá erum viö aö tala um þá starfsemi sem í raun býr til meginhluta þeirra verömæta sem heimilin og aörir lifa á. Atvinnufyrirtækin eru þess vegna 26 VIKAN 8. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.