Vikan


Vikan - 21.04.1993, Qupperneq 29

Vikan - 21.04.1993, Qupperneq 29
■ Ríkisstarfsmönnum hefur ekki fjölgad og heild- arlaunagreiðslur til þeirra hafa lækkað verulega ■ Fólk sem hefur lítið handa á milli hefur oft meiri skilning á nauðsyn sparnaðar en aðrir áhyggjur af því að um þessar mundir er sú starfsemi minni en oft áður, ef frá er talin starf- semi yngsta fólksins, hjá Heimdalli og ungum sjálfstæðismönnum, en þar er um mjög fjöl- breytt starf að ræða og sýnir að það er mikið líf í vaxtarbroddi flokksins. Hreinskilnislega sagt er ekkert í samstarfi forystumanna flokksins sem er örðugt og ég á afar gott með að vinna með báðum þessum mönnum, Davíð og Þorsteini. Ég hef hins veg- ar ekki séð ástæðu til að binda trúss mitt við einn frekar en annan, hvorki nú né áður. Ég tel að mín staða sé að standa með formanninum, hver sem hann er, enda er ég í þessum flokki stefnunnar vegna en ekki vegna þess hverjir eru formenn hans.“ - Nú ert þú búinn að vera varaformaður Sjálfstæðisflokksins í tíu ár. Stefnirðu ekki að því að verða formaður einn góðan veðurdag? „Árið 1983, fyrir tíu árum, tók ég þátt í for- mannsslag í flokknum og beið lægri hlut. Ég hafði metnað til að verða formaður. í dag er ég mjög sáttur við mína stöðu og hef fundið að menn geta verið sterkir í flokknum og haft mikil áhrif án þess að vera formenn." - Siðferði í stjórnmálum hefur verið nokkuð rætt að undanförnu, meðal annars vegna á- stands þeirra mála á Italíu. Hvert er þitt álit á siðferði íslenskra stjórnmálamanna? „Ég held að siðferði stjórnmálamanna sé ekkert öðruvísi en siðferði þjóðarinnar. Ég held nefnilega að þjóðir fái þá stjórnmálamenn sem þær eiga skilið enda eru þessir stjórnmála- menn kjörnir í lýðræðisþjóðfélögum. Siðgæð- isvitund þjóðarinnar á hverjum tíma ræður langmestu um það hvernig stjórnmálamenn haga sér í siðrænum efnum. Það er ekki hægt að aðgreina siðareglur stjórnmálamanna frá siðareglum og siðgæðis- hugmyndum þjóðarinnar. Afsagnir stjórnmála- manna eru til dæmis mjög sjaldgæfar hér á landi og reyndar víða í nágrannalöndum okk- ar. Á Norðurlöndunum hygg ég að Danir skeri sig úr. Ef danskur stjórnmálamaður fer yfir ein- hver þau siðferðisleg mörk sem ekki eru liðin af kjósendum þá segir hann af sér. En sá stjórnmálamaður er ekki búinn að vera. Þess eru mörg dæmi í Danmörku að stjómmála- menn, sem hafa sagt af sér - jafnvel menn sem hafa verið dæmdir í fangelsi, hafa farið inn á þing aftur og náð sér á strik. Við getum nefnt í þessu sambandi Ritt Bjerregárd, Mog- ens Glistrup og nú síðast Poul Schluter. í svo fámennu þjóðfélagi sem hér þykir það stórkostlegt mál ef stjórnmálamenn eru settir út af sakramentinu þvf að tækifæri þeirra eru svo fá. Þess vegna er fátítt að stjórnmálamenn eða embættismenn hér á landi segi af sér. Albert Guðmundsson sagði reyndar af sér sem ráðherra á sínum tíma vegna þess að samstarfsmenn hans töldu það ekki samrým- ast að hann sæti sem ráðherra eftir að Ijóst varð að hann hafði lent í rannsókn út af skatta- málum og í Ijós kom að framtal var ekki rétt. En hvernig leit þjóðin á það að hann varð að segja af sér? Niðurstaðan varð sú að hann vann stóran sigur í kosningum örfáum vikum síðar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði leyft hon- um að sitja sem ráðherra og hann hefði tekið þann kost efast ég um að flokkurinn hefði - eftir á að hyggja - skaðast stórkostlega á því. Þetta segir mér að stjórnmálamenn á íslandi eru settir undir sama mæliker og almenningur hvað varðar siðareglur og siðgæðishugmyndir. Dæmigerð mál hjá ráðherrum, sem almenn- ingur hefur áhuga á í þessu efni, eru risna, dagpeningar og ferðamál, bílar og þess háttar. Þær breytingar sem hafa orðið núna síðustu árin á reglum um fríðindi eru táknrænar um að siðgæðishugmyndir þjóðarinnar eru að breyt- ast. Og siðareglur í stjórnmálum breytast i takt við þær. Það hefur orðið gjörbreyting á fríðind- um stjórnmálamanna. Fyrir fáum árum gátu ráðherrar keypt tollfrjálsa bila. Við höfum verið að klípa af dagpeningunum og bílaafnotin eru nú talin til skattskyldra hlunninda. Risnukostn- aður hefur farið heldur lækkandi. Allt er þetta vegna þess að hugmyndir íslendinga almennt eru að breytast í þessum efnum.“ SIGRÍÐUR DÚNA ER EKKI Í FLOKKNUM - Menn hafa verið að gera því skóna að Sigríður Dúna, kona þín, sé gengin í Sjálf- stæðisflokkinn. Erþaö rétt? „Nei. Sigrfður Dúna er reyndar af miklum sjálfstæðisættum en er ekki gengin i Sjálf- stæðisflokkinn. En eins og menn hafa kannski tekið eftir þá höfum við ekki hikaö við mæta saman á fundi og samkomur hjá Sjálfstæðis- flokknum og sömuleiðis mætti ég með henni á tíu ára afmæli Kvennalistans. Þú verður að spyrja hana að því hvað hún hyggst gera í pólitík. Hún hefur verið þekkt fyrir kvenfrelsis- hugmyndir og ég sé ekki betur en áherslur hennar séu nokkuð aðrar en þær sem nú eru rikjandi í Kvennalistanum. Munurinn felst fyrst og fremst ( þvi að hún leggur meiri áherslu á kvenfrelsi en jafnrétti. Að þvf leytinu finnst mér að hún eigi mjög góða samleið með Sjálfstæð- isflokknum. Ef til þess kæmi að hún gengi ein- hvern tima í Sjálfstæðisflokkinn myndi ég auð- vitað fagna þvi - en það er algjörlega hennar mál.“ □ 8.TBL. 1993 VIKAN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.