Vikan


Vikan - 21.04.1993, Page 36

Vikan - 21.04.1993, Page 36
ÞaA var ekki hlaupiA aA því fyrir stúlkurnar aA klifra á veggn- um í World Class - neglurnar gerAu þeim meöal annars erfitt fyrir. En þaö var glatt á hjalla. Katý, Katrín Hafsteinsdóttir, leiðir stúlkurnar í allan sann- leika um þessi musteri þeirra. Þær puða og púla í World Class, hver um sig eftir eigin kostum og göllum. Stúlkur sem þurfa að grenna sig fá sérstaka tilsögn í æfingum fyrir þá líkamshluta sem í brennidepli eru og þær sem einhvers staðar þurfa að bæta við fá yfirhalningu hjá Katý á þeim sviðum. Þarna fá þær líka leiðbeiningar um matar- æði því musterið er víst það sem maður borðar. Stúlkurnar átján mega til dæmis ekki borða sælgæti eða drekka sæta gosdrykki. Salt- og syk- urbaukar skulu standa ó- hreyfðir og auk þeirra krydd- tegunda eru aðrar í algeru lágmarki leyfðar, sumar bann- aðar. Og svo náttúrlega allar fituríkar afurðir. Sem sagt: Allt gott og bannað! Ekki má gleyma hárinu. Ef eitthvað er mikilvægt ásamt góðri förðun og línulagi þá er það hárið. Eiginlega má segja þessa þrenningu það sem skapi heildarpakkann. Stúlk- urnar fá hvorki fleiri né færri en landsliðið í hárgreiðslu eins og það leggur sig til þess að sjá um hárið. Hárið er því í góðum höndum. GÓÐAR GJAFIR Styrktaraðilar í svona sam- keppnum eru geysilega mikil- vægir til þess að unnt sé að standa að þeim með svo stór- glæsilegum hætti sem nú er gert. Sumir af þessum styrkt- araðilum hafa styrkt allar und- ankeppnirnar víða um landið. Má þar nefna verslunina Conný sem hefur gefið um það bil níutíu sundboli, Capta- in Morgan hefur boðið gestum á landshlutakeppnunum for- drykki og íslensk-austur- lenska hefur gefið öllum kepp- endum á landinu þetta árið Oroblu sokkabuxur. Úr því að minnst er á sokkabuxur má alveg geta þess að fallegustu fótleggirnir verða valdir til auglýsinga fyrir Oroblu. Verð- launin eru samningur við fyrir- tækið. Og að auki fá stúlkurn- ar, sem keppa til úrslita í feg- urðarsamkeppni íslands, að gjöf Champion æfingafatnað, Mumm kampavín, perluskart- gripi, kvöldverð og blómvönd. Á úrslitakvöldinu kennir ým- issa grasa fyrir gesti þar sem styrktaraðilar gera vel. Allar dömur fá Oroblu sokkabuxur, varalitaspegil frá Wella, Chan- el ilmvatn, Clarins krem og Majorica perluhálsmen. Það er því ekki amalegt fyrir herrana að bjóða dömum sín- um að vera viðstaddar krýn- ingu fegurstu konu íslands en athöfnin verður með glæsileg- asta móti þetta árið. Kvöldið allt er í forngrískum anda eins og sjá má meðal annars á matseðli kvöldsins. Þar ræður gríska goðafræðin ríkjum, meðal annars er boðið upp á ostatertu Afródítu. Strax þegar gestir ganga í salinn býður Seagrams í New York upp á fordrykk. Tegund- irnar eru þrjár, í fyrsta lagi Captain Morgan, eitt vin- sælasta romm á íslandi, Chi- vas Regal viskí og Seagrams gin. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi strax við innganginn. Síðan tekur við fjölbreytt skemmtidagskrá. Nú. Veglega er að verki staðið hjá eiganda samkeppn- innar, Ólafi Laufdal, en hitann og þungann af öllu þessu verki hefur Esther Finnboga- dóttir framkvæmdastjóri borið. Að baki liggur þrotlaust starf

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.