Vikan


Vikan - 21.04.1993, Page 38

Vikan - 21.04.1993, Page 38
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON María Rún Hafliöadóttir var krýnd í beinni útsendingu á Stöö 2 í fyrra. Hver veröur krýnd í beinni þetta áriö? Vikan kynnist undirbúningi að beinni útsendingu: Egill Eövarösson sér um dagskrárgerö Stöövar 2 um feguröarsamkeppni íslands. Hann mun einnig stjórna beinni útsendingu frá krýningarkvöldinu. Sigursteinn Másson er kynnir feguröar- samkeppni íslands sem og í kynningar- þáttum um fegurðardísirnar sem sýndir veröa á Stöö 2. Nú líður að fegurðar- samkeppni íslands og eitt af þeim lóðum sem þar vega þungt á vogar- skálum er útsending Stöðvar 2, hvort tveggja á kynningar- þáttum um keppendur sem og frá krýningu. Vikan vippaði sér inn á fund með Agli Eðvarðs- syni, stjórnanda þáttagerðar og útsendingar, og Sigursteini Mássyni, kynni keppninnar. Og einnig stungu sér inn á þennan fund alls kyns tækni- menn sem koma við sögu. Þeir eru að tala um það hvernig svona lagað er í laginu og þá erum við ekki að tala um keppendur í samkeppninni heldur útsendinguna og allt fyr- irkomulag í dagskrárgerðinni. Egill segist enga reynslu hafa af fegurðarsamkeppni en af ör- yggi bætir hann við að 22 ára reynsla af dagskrárgerð ætti að reynast honum notadrjúg. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu,“ segir hann. GLERHÖRÐ RAUÐSOKKA Dagskránni verður þannig háttað að áður en útsending hefst frá krýningu fegurstu konu íslands verður sýndur 50 mínútna þáttur þar sem stúlkurnar verða kynntar. Og nú skal breyta yfirbragðinu, síðast teknar myndir af þeim dúðuðum í trefla og kápur úti í náttúrunni. „Þá förum við inn í tómt verksmiðjuhúsnæði núna," segir Egill þegar þetta kemur upp á fundinum. En hann tekur fram að allt sé þetta á vinnslustigi og geti fyr- irvaralaust tekið einhverjum breytingum. „Við ætlum að brydda upp á nýjungum. Þetta er árlegur viðburður sem margir fylgjast með, mun fleiri en þora síðan að viðurkenna það,“ segir Eg- ill sposkur við fundarborðið og Sigursteinn tekur i sama streng, segir hins vegar við- horf fólks gagnvart fegurðar- samkeppnum hafa tekið stakkaskiptum. Hann tekur dæmisögu af konu sem hann hitti á ísafirði fyrir nokkru. Sú hefur hingað til verið talin glerhörð rauðsokka sem nú er farin að telja slíkar keppnir eiga fyllilega rétt á sér. Fólk er líka farið að gera sér grein fyr- ir þróuninni sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, þeirri að íslenskar stúlkur hafa í auknum mæli farið til starfa á erlendum grundum sem fyr- irsætur. UNDRAVERÐAR BREYTINGAR Sigursteinn segist hafa séð undraverðar breytingar á stúlkum sem taka þátt í svona samkeppnum. „Ég hef séð ungar stúlkur sem eru eins og litlir, hræddir ungar sem dottið hafa úr hreiðrinu þegar þær koma í þjálfun fyrir fegurðar- samkeppni. Eftir strangan undirbúning ganga þær um eins og veraldarvanar konur, teinróttar og sjálfsöruggar. Þannig finnst mér þetta gera þessum stúlkum ekkert nema gott eitt.“ Sigursteinn er kynnir á úr- slitakvöldinu og sú spurning kemur upp hvernig hann und- irbúi sig fyrir það verkefni. „Ég legg mig fram um að kynnast stúlkunum hverri og einni fyrir sig. Á þann hátt finn ég að þeim líður mun betur á svið- inu þegar til kemur. Það er nefnilega mun betra að þekkja þar einhvern í stað þess að standa eins og yfir- gefin í ljóshafinu,“ segir Sigur- steinn og talar af reynslu. Síð- astliðið ár var hann til að mynda kynnir á fegurðarsam- keppni íslands. „Það að þekkja stúlkurnar til dæmis með nafni getur líka komið í veg fyrir að mistök eigi sér stað, hvort sem er á úrslita- kvöldinu eða í kynningarþátt- unum,“ bætir hann við. SENT UM BÍL Að mörgu er að hyggja þegar þáttagerð sem þessi er ann- ars vegar, svo ekki sé talað um beinar útsendingar. Þætt- irnir eru skipulagðir gróflega þarna við fundarborðið og verða til í höfði Egils dag- skrárgerðarmanns eftir því sem hugmyndum er varpað fram. Þær blandast hans eigin hugmyndum og úrvinnsluna fáum við að sjá þann 30. aprfl þegar keppnin fer fram. Við beinu útsendinguna koma um tuttugu manns. Þar verða að öllum líkindum notuð fimm stykki af þvf sem fagmennirnir kalla kamerur en við hin sjón- varpsmyndavélar. Og allt fer þetta út í loftið í gegnum Samversvagninn svokallaða, útsendingarbíl sem Stöð 2 hefur til umráða. Hvert yfirbragðið verður að lokum hjá þeim Agli, Sigur- steini og félögum á Stöð 2 kemur í Ijós en víst er að það verður með öðru sniði en hingað til. Þegar Vikupiltur laumast út af fundinum standa yfir umræður um tón- listina, klippivinnuna, töku- staði, yfirbragð og hvað þetta nú heitir allt saman en vita- skuld nota þeir ekki þessi orð. Þeir nota treilera, eidíjóa, dubbera og ég veit ekki hvað og hvað. Og hvað sem verð- ur, góða skemmtun. □ 38 VIKAN 8. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.