Vikan - 21.04.1993, Page 40
ASTROS
HJÁLMTÝSDÓTTIR
tók þátt í fegurðarsamkeppni
Reykjavíkur. Hún býr í
Reykjavík en bjó reyndar í Ó-
lafsvík fram til fjórtán ára ald-
urs. Ástrós er átján ára og
176 cm há. Foreldrar hennar
eru þau Bryndís Guðrún Krist-
jánsdóttir og Hjálmtýr Ólafur
Ágústsson. Og hér má alveg
geta þess að hún á níu hálf-
systkin. Ástrós starfar sem
aðstoðarmaður tannlæknis.
Eftir grunnskólann fór hún til
Bandaríkjanna en um þau
ferðaðist hún í þrjá mánuði,
kom meðal annars til New
York, Los Angeles og San
Francisco.
Ástrós hefur sótt námskeið
hjá Módelmynd og helstu á-
hugamál hennar eru Ijós-
myndun og líkamsrækt auk
ferðalaga og að kynnast fólki.
Hana langar í Ijósmyndanám
en einnig kemur tannsmíði til
greina hvað framtíðarstarfið
varðar. Framtíðin er þó raunar
lítt ráðin í huga Ástrósar, hún
segist skipta ótt og títt um á-
form en er staðráðin í að ferð-
ast vel og mikið. Hún telur
ekki útilokað að hún komi
jafnvel til með að starfa á
þeim vettvangi.
Andrea er átján ára, 179 cm
há. Foreldrar hennar eru þau
Margrét Arnardóttir og Róbert
Kristjánsson. Andrea stundar
nám í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ á sálfræðilínu.
Framhaldsnám er ekki útilok-
að en óráðið þótt í henni
blundi mikill sálfræðiáhugi.
Andrea hefur mikinn áhuga
á sýningar- og fyrirsætustörf-
um og hún hefur starfað við
slíkt hjá lcelandic Models
undanfarið, bæði hérlendis
sem erlendis. Hún vill hafa líf
sitt og umhverfi litað fjöl-
breytni og henni líður vel inn-
an um margt fólk. Hún hefur
starfað á Ítalíu sem fyrirsæta
og kann því mjög vel. Raunar
hyggur Andrea á utanferðir í
sumar til áframhaldandi starfa
á þeim vettvangi þó ekki sé
Ijóst hvert hún fer. Áhugamál-
in eru annars þau að hún
hlustar mikið á nánast alla
tónlist og leggur mikið upp úr
því að vera í vinahópi. Henni
finnst gott að hafa mikið á
sinni könnu enda segist hún
vinna best undir þrýstingi ann-
anna. Framtíðin vonar Ándrea
að verði sem lengst og sem
best og hún er staðráðin í því
að njóta hennar með skyn-
semi og skipulagi hvað sem
hún tekur sér fyrir hendur.
ANDREA
RÓBERTSDÓTTIR
var valin vinsælasta stúlkan í
fegurðarsamkeppni Reykja-
víkur. Hún býr í Garðabæ.