Vikan


Vikan - 21.04.1993, Síða 44

Vikan - 21.04.1993, Síða 44
GUDRUN RUT HREIÐARSDÓTTIR tók þátt í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Hún býr á Sel- tjarnarnesi og hefur gert frá þriggja ára aldri. Guðrún Rut er nítján ára og 173 cm há. foreldrar hennar eru þau Elín Sigurbjörg Gestsdóttir og Hreiðar Karlsson. Hún stund- ar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla, er á málabraut í frönsku. Samhliða námi starfar Guðrún Rut við fram- reiðslu á Hótel íslandi og á veitingahúsinu Búmanns- klukkunni. Henni þykir fengur að þeirri reynslu, ekki síst ef svo færi að hún starfaði sem flugfreyja í framtíðinni en loku er ekki skotið fyrir það eins og staðan er núna. Guðrún Rut tók fimmtán ára gömul þátt i módelkeppni hjá Hári og fegurð og undanfarna mánuði hefur hún starfað við fyrirsætu- og sýningarstörf með lcelandic Models. Ásamt flugfreyjustarfi er fararstjórn of- arlega á lista en áður en að þvi kemur mun Guðrún vænt- anlega fara til Frakklands til náms á sviði ferðamála. Hún hefur mikinn áhuga á hesta- mennsku og á tvo hesta sjálf og þrjá hunda að auki. Þannig eru dýr ofarlega á áhugalistan- um og ferðalög eru ekki langt undan og þarf svo sem ekki að nefna sérstaklega miðað við framtíðaráformin. er nítján ára og 173 cm há. Foreldrar hennar eru Erlín Linda Sigurðardóttir og Guð- jón Sigurbjörnsson. Hún er ungþjónn sem kallað er, nemi í þjóna- og veitingaskólanum, hefur lokið tveimur árum í Menntaskólanum við Sund og stefnir því á að klára sveins- prófið vorið 1994. María segist lengi hafa gengið með sýningar- og fyrir- sætustörfin í maganum, hún hafi til dæmis sótt námskeið hjá Módelsamtökunum þegar hún var fjórtán ára en aldrei stigið skrefið til fulls fyrr en nú. Og henni finnst gaman í þessu. Líkamsrækt er annað áhugamál sem nú fær líka sinn skammt af ástundun og hún æfði knattspyrnu með 1. deildarliði Fram. Útilegur og önnur ferðalög innanlands heilla Maríu og hún hefur oft- sinnis farið hringinn í kringum landið, segist reyndar vera farin að þekkja hvern hól. Myndlist á einnig upp á pall- borðið, sérstaklega barokk og quattro cento stfll. MARIA GUÐJÓNSDÓTTIR tók þátt í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Hún býr, er fædd og uppalin í Reykjavík. María

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.