Vikan


Vikan - 21.04.1993, Page 46

Vikan - 21.04.1993, Page 46
NANNA SNÆLANDS GUÐBERGSDÓTTIR er Ijósmyndafyrirsæta Reykja- víkur. Hún býr í Reykjavik. Nanna er átján ára og 180 cm há. Foreldrar hennar eru Ið- unn Angela Andrésdóttir og Guðbergur Auðunsson. Hún er að hefja Ijósmyndanám við Iðnskólann í Reykjavík og hyggur á framhaldsnám í þeim fræðum erlendis. Ann- ars starfar Nanna sem fyrir- sæta, meðal annars hefur hún verið í Mílanó á Ítalíu. Nanna hefur keppt í Elite- keppninni hér heima og hún er nýkomin úr keppninni Miss Hawaiian Tropic en tímaritið Samúel og lcelandic Models senda fulltrúa íslands í þá keppni. Einnig tók Nanna þátt í fyrirsætukeppni á Ítalíu. Hún tekur stefnuna einörð á at- vinnulífið og hyggst starfa hvort tveggja mikið og vel í framtíðinni. Nanna æfði frjáls- ar íþróttir um nokkurra ára skeið en er hætt því. Nú skip- ar líkamsræktin öndvegi með- al áhugamála en hana segist Nanna ekki bara stunda af skyldurækninni einni saman. Hún hefur einnig áhuga á öll- um dönsum og ballett. Á næstunni mun hún fara til Bandaríkjanna og Vínar í Austurríki til fyrirsætustarfa. einnig búið i Ólafsvík og Hafnarfirði. Ólöf Kristín er átján ára og 175 cm há. For- eldrar hennar eru þau Þóra Guðrún Benediktsdóttir og Kristján Kristjánsson. Hún stundar nám við Iðnskólann ( Reykjavík í tækniteiknun og ætlar jafnvel að fara eftir það nám í Myndlistar- og handíða- skóla íslands þar sem auglýs- ingateiknun kemur til greina. Ólöf Kristín starfar öðru hverju í tískuvöruversluninni Kokkteil og stundar jafnframt sýningar- og fyrirsætustörf með Módel ‘79. Ólöf Kristín tók þátt í mód- elkeppni þegar hún var fimmt- án ára og sótti einnig nám- skeið hjá Módelmynd. Hún hefur gaman af því að renna sér á skíðum og þeysast um á vélsleðum og öðrum hrað- skreiðum farartækjum. Þá þykir henni gaman að útileg- um, einkum að vetri til og hún fer gjarnan í sumarbústaðar- ferðir á þeim árstíma að Laugarvatni. Framtíðin er nokkurn veginn á hreinu hjá Ólöfu Kristinu, að minnsta kosti hvað varðar fjölskyldu- stærð, það eru mörg börn á döfinni. ÓLÖF KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR tók þátt í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Hún býr í Þing- holtunum í Reykjavík en hefur

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.