Vikan


Vikan - 21.04.1993, Síða 59

Vikan - 21.04.1993, Síða 59
HVAÐERSÉRSTAKT VIÐ AÐ EIGNAST FAIL4ÐBARN? Það er líklega ekki alltaf erfiðara að eignast barn sem er fatlað heldur en ófatlað barn heldur fyrst og fremst öðruvísi reynsla. Öll börn eru sérstæð í augum for- eldra sinna. Þau eru upp- spretta gleði og sorgar, kalla á ástúð, þrotlausa vinnu og stundum ómældar áhyggjur og fjárútlát. Þetta skiptir minna máli en hitt að í börnunum okkar sjáum við flest tilgang lífsins og hins daglega streðs. Góðir foreldrar finna til djúprar gleöi yfir velgengni barna sinna, eru stoltir af þeim og leitast við að styöja þau af fremsta megni til þess að þau verði hamingjusamir einstak- lingar sem nýta hæfileika sína sér og öðrum til gagns og gleði. Þessu er eins farið hvort sem barnið fæðist fatlað, ófatl- að, rauðhært eða nauðasköll- ótt og hvort sem það fæöist í höll eöa hreysi. Þaö er barnið sjálft en ekki útlit þess, atgervi eða aðstæöur sem skiptir meginmáli. Það mikilvægasta sem ger- ist þegar fatlað barn fæðist er að barn hefur fæðst og tvær manneskjur, karl og kona, eru foreldrar þess. Barnið sjálft en ekki fötlun þess er aöalatriðið. Þegar barn fæðist fatlað, fatl- ast af slysförum eða vegna sjúkdóms tekur lífið á sig nýj- an blæ. Foreldrar og ástvinir barnsins verða fyrir áfalli. Fyrst lifa þeir nánast frá mínútu til mínútu. Þá taka viö flóknar til- finningar, sorg, reiði og van- máttarkennd. Flvers vegna við? Flvað merkir þetta fyrir okkur? Get ég ráöiö við þetta? Ætli lífið veröi nokkurn tíma eins og ég vonaðist til? Allar þessar tilfinningar, spurningar, ótti, reiði og efasemdir eru eölilegar. Allir foreldrar standa fyrst i stað agndofa andspænis fötl- un barns síns. Þeir finna til djúprar sorgar og einsemdar, hversu þétt sem vinir og ætt- ingjar standa við hlið þeirra. Þegar barn fatlast eru foreldr- FOTLUN VERDUR AÐEINS EINN ÞÁTTUR VENJULEGS LÍFS Smám saman tekur hvers- dagsleikinn við. Vinir og ættingjar hverfa á vit eig- in tilveru og fjölskylda fatlaða barnsins þarf aö læra að búa við fötlun barns síns í önn daganna. For- eldrar læra smám saman hvernig æskilegt er að bregðast við klaufa- legum spurningum eða augnagotum, hvenær aðstæður kalla á einfaldar út- skýringar og hvenær best er að snúa talinu að öðru. Foreldrar unna börnum sínum hvernig sem þau eru, því þetta eru börnin þeirra. Flestir foreldrar sætta sig hins vegar aldrei við fötlun barnsins síns vegna þeirra hindrana sem hún skapar barninu. Þetta er fullkomlega eðlilegt og felur ekki í sér að foreldr- arnir unni ekki barni sínu eða hafni því. Fötlunin verður smám saman hluti af hvers- dagslífi fjölskyldunnar og eitt af fjölmörgum einkennum barnsins og jafnvel hluti af því sem gerir hvert og eitt barn einstakt og töfrandi í augum ástvina þess. Flver sem fötlun barnsins er má treysta því að barnið á eftir að veita meiri spurningu breytir hins vegar sjaldan aðstæðum barnsins. Margir foreldrar fá aldrei skýr svör við þessari spurningu. Fyrst í stað reynist það foreldrum oft þungbært að vita ekki um ástæður fyrir fötl- un barnsins en með tímanum vlkur sú spurning fyrir öðrum sem eru meira knýjandi. Ástæðulaust er að dvelja of lengi við þessa spurningu ef læknavísindin geta ekki gefið að 'foreldrar útskýri tilfinningar sínar fyrir öðrum börnum sín- um, hversu ung sem þau eru. Með einföldum orðum og dæmum geta foreldrar sann- fært þau um aö þeir unni þeim ekki síður en fatlaða barninu. Það er mikilvægt fyrir fjölskyld- una, nána ættingja og vini að þessi mál séu rædd og menn velti fyrir sér hvernig bregðast má við. ar líka framan af viðkvæmari en ella. Þeir taka eftir öllum smáatriðum ( viðmóti fólks, hvort vinir og ættingjar óska þeim til hamingju með barnið eða ekki og hvernig menn horfa á barnið. Foreldrar eru berskjaldaðir og auðsæranleg- ir í sorg sinni og vita ekki hvernig þeir geta brugðist við. Sumum foreldrum hættir þá til að ræða ekki tilfinningar sínar við vini og vandamenn og jafn- vel ekki hvort við annað. Aðrir foreldrar ræða fyrst í stað við- stöðulaust um fötlun barnsins. viðhlítandi svör. Foreldrar ættu að forðast að ásaka sjálf sig og hvort annað. Fötluð börn fæðast alls staðar, í fjölskyldum af öllum stéttum, fjölskyldum þar sem menn lifa ýmiss konar lífi og gæta mis- vel að heilsu sinni. Fæðing fatlaðs barns er engum að kenna. Gott er að deila sorg, reiði, ótta og óöryggi, telja kjark hvort í annað, hlæja og gráta saman. Þá er mikilvægt o O cr> > 70 > cn O gleði en sorg svo sem títt er um börn. NÝJAR SPURNINGAR VAKNA Þegar barn fæðist fatlað eða fatlast f bernsku vakna ýmsar spurningar: Hvers vegna gerö- ist þetta? Það er sjálfsagt að leita til lækna með þessa spurningu. Stundum er skýr- inguna að finna í erfðaein- kennum eða sjúkdómum á meðgöngu. Svar við þessari 8.TBL. 1993 VIKAN 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.