Vikan - 21.04.1993, Síða 65
SKAR
Einnig má fá töflur fyrir þær
konur sem ekki vilja hafa
blæðingar. Þar er um 28 töflur
að ræða og er þá östrógen og
prógesterón í öllum töflunum.
Þessi meðferð spornar gegn
blæðingum en konum er þó yf-
irleitt ekki boðin hún fyrr en
eftir að breytingaskeiðið hefur
staðið í eitt til tvö ár.
Hreint östrógen er hugsað
fyrir konur sem búnar eru að
missa legið en hreint östrógen
getur aukið hættuna á leg-
krabbameini hjá konum sem
ennþá hafa leg, fái þær ekki
prógesterón með.
Að endingu má nefna östró-
genplástra sem henta sérstak-
lega vel konum sem búnar eru
að missa legið og þurfa þess
vegna ekki á prógesterónum
að halda. Allar aðrar konur
veröa að taka prógesteróntöfl-
ur með og fá þá blæðingar eft-
ir tíu til fjórtán daga pró-
gesterónkúr. Hluti kvenna fær
ofnæmi af plástrinum. Þær
konur sem þola plásturinn
þurfa að gæta þess að vera
duglegar að skipta um stað
ella þykknar húðin undan hon-
um.
Konur sem hafa fengið
blóötappa ættu ekki að taka
östrógen né heldur konur sem
hafa fengið krabbamein í
brjóst eða önnur östrógen-
tengd krabbamein, nema í
nánu samráði við sérfræðinga
á þessu sviði.
Það er umdeilt hve lengi
konur eigi að taka hormóna en
ef verið er aö fyrirbyggja bein-
gisnun verður að gefa þá í
minnst tíu ár því beinin byrja
að gisna um leið og hormóna-
gjöfinni lýkur. Meðan rann-
sóknir um lengri notkun liggja
ekki fyrir er erfitt að ráðleggja
lengri hormónagjöf en hins
vegar er alveg Ijóst að horm-
ónameðferð er engin skamm-
timameðferð og að sumra
mati jafnvel ævilöng. Lang-
flestar konur hafa einkenni í
fjögur til fimm ár en í Ijós hefur
komið að nokkur hluti kvenna
ýmist leysir ekki út lyfin eða
hættir meðferð innan árs. Það
virðist vera konum eðlislægt
að vera illa við að vera „á lyfj-
um’’ þótt við séum tilbúnar til
að borða ruslfæði, fá litla sem
enga hreyfingu, reykja og gera
ýmislegt annað sem vitað er
að fer illa með okkur.
Tíðahvörfin eru óumflýjan-
legt ferli á ævi hverrar konu en
nú til dags eru ýmis ráð til að
vera laus við mörg óþægileg
einkenni þeirra svo að konan
sé frjáls til þess að hlúa að til-
finningalegri og andlegri vellíö-
an sinni. □
E
Framhald af bls. 63
Eftir athöfnina sagði hann að
þaö gleddi sig sérstaklega að
verðlaunin væru fyrir vestra
sem sýndi andstæða hlið
þess ævintýraljóma sem oft er
tengdur ofbeldi í kvikmyndum.
Unforgiven var einnig verð-
launuð fyrir klippingu og verð-
laun fyrir besta leik í aukahlut-
verki féllu Gene Hackman í
skaut. Hann hafði ekki farið
leynt með það fyrir athöfnina
að sér væri óskarinn vissu-
að veita óskarnum móttöku
því hann hefði verið á klósett-
inu. Það eina sem kom veru-
lega á óvart við afhendinguna
var að Marisa Tomei sigraði í
aukahlutverki í My Cousin
Vinny og skaut hún þar reynd-
ari leikkonum ref fyrir rass.
Alan Menken hélt uppi merki
Disney með að fá tvær styttur
fyrir tónlistina í Aladdin en
Disney sjálfur er sá einstak-
lingur sem oftast hefur verið
verðlaunaður eða samtals
þrjátíu sinnum.
hafa til saka unnið er að vera
smitaöir af eyðniveirunni og
ekki er það glæpur,” sögðu
leikarahjónin róttæku. Richard
Gere bað viðstadda að senda
Deng Xiao Þing, leiðtoga
Kína, jákvæðar hugsanir svo
hann beitti sér fyrir því að Kín-
verjar færu með her sinn frá
Tíbet. Myndin The Panama
Deception hlaut verðlaun sem
besta heimildamyndin og leik-
stjórinn, Barbara Trent, vakti
athygli á samvirkni banda-
rískra stjórnvalda og fjölmiðla
lega kærkominn því hann
hygðist draga í land á hvíta
tjaldinu á næstu árum.
Dracula var sú mynd sem
kannski kom best út verð-
launakvöldið því þrjár styttur
fóru til hennar eftir fjórar til-
nefningar, að vísu engin
þeirra í eftirsóttustu greinun-
um. Howards End brást hins
vegar vonum framleiðenda
sinna og fékk aðeins þrenn
verðlaun þrátt fyrir níu tilnefn-
ingar, fyrir sviðsmynd, handrit
skrifað eftir bók og besta
kvenhlutverk sem kom í hlut
Emmu Thompson. Það var
stutt í húmorinn hjá henni og
hún sagði við blaðamenn eftir
athöfnina að tilnefningin hefði
reynst eins og blanda af því
að vera fárveikur og ætla að
fara að gifta sig því fólk hefði
alltaf verið að spyrja sig
hvernig henni liði með tilnefn-
inguna og þaö gert sig óhóf-
lega meðvitaða um eigin líð-
an.
Al Pacino fór loksins heim
með óskar en hann hlaut átt-
undu tilnefningu sína fyrir
hlutverkiö f Scent of a Wom-
an. The Crying Game fékk
aðeins verðlaun fyrir handrit
og Neil Jordan sagðist næst-
um hafa misst af tækifærinu til
Barbra Streisand afhenti
Clint Eastwood óskarinn fyrir
leikstjórn og sagðist vonast til
að ekki þyrfti aftur að tileinka
verðlaunaafhendinguna kon-
um heldur yrðu þær fljótlega
fullgildir þátttakendur í kvik-
myndaheiminum, báðum
megin við myndavélina. Kon-
ur voru áberandi við afhend-
ingu verðlaunanna og hlutu
Elizabeth Taylor og Audrey
Hepburn sérstök verðlaun fyr-
ir mannúðarstörf. Liz Taylor
þakkaði fyrir verðlaunin fyrir
hönd allra sem þjást af eyðni
og sagðist ekki hafa búist við
að hljóta verðlaun fyrir „eitt-
hvað” sem henni fyndist hún
bara verða að gera. Sean
Hepburn, sonur Audrey Hep-
burn, tók við verðlaunum
hennar en hún lést á síðasta
ári, aðeins sextiu og þriggja
ára gömul.
Það var óvenju mikið um
að menn notuðu tækifærið til
að koma pólitískum skoðun-
um sínum á framfæri úr pont-
unni. Hjónin Tim Robbins og
Susan Sarandon skoruðu á
bandarísk stjórnvöld að
hleypa 350 flóttamönnum frá
Haiti inn í landið en þeir eru í
haldi f bandarískri herstöð á
Kúbu. „Það eina sem þeir
við að þegja myndina í hel.
Frederico Fellini var í takt
við myndirnar sínar þegar
hann sagðist ekki hafa búist
við að verða heiðraður nema
hann hefði kannski búist við
því. Sophia Loren og Marcello
Mastroianni afhentu þessum
aldna snillingi séstaka viður-
kenningu fyrir ævistarf hans.
Franska myndin Indochine
varð hlutskörpust mynda á
öðru tungumáli en ensku en
hún segir frá nýlendutíma
Frakka í Víetnam.
Á heildina litið gekk sextug-
asta og fimmta afhending ósk-
arsverðlaunanna snurðulaust
fyrir sig og Billy Crystal brást
ekki bogalistin í hlutverki gest-
gjafans. Núna er svo ákveðið
spennufall í kvikmyndaborg-
inni en undanfarna þrjá mán-
uði hefur fátt veriö meira til
umræðu en hverjir hljóti óskar-
inn i ár. Þeir sem lásu spá-
dóm undirritaðs hafa senni-
lega veitt því athygli að Vikan
er að verða eins ábyggilegur
miðill þegar kemur að ósk-
arsverðlaununum og þegar
spáð er í þjóðmálin í upphafi
árs. Það var aðeins Marisa
Tomei sem sló okkur eins og
flesta aðra út af laginu. □
ítalski leik-
stjórinn og
kvikmynda-
framleiö-
andinn
Federico
Feliini var
heiöraóur
fyrir fram-
lag sitt til
kvikmynda-
listarinnar.
Sophia Lor-
en og
Marcello
Mastroianni
afhentu
gamla
manninum
verðlaunin.
8.TBL. 1993 VIKAN 65