Vikan


Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 11

Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 11
ERFIÐIR TÍMAR - Þjóðverjar hafa haft í nógu að snúast síðan sameining þýsku ríkjanna varð að veru- leika fyrir um það bil þremur árum. Ertu ánægður með þró- unina í fyrrum Austur-Þýska- landi, gengur hún nægilega hratt? „Framþróunin er erfið og fólk verður að þola og ganga í gegnum mjög miklar breyting- ar sem aftur leiða af sór ör- yggisleysi og óvissu á mörg- um sviðum. Ég held að þetta verk hafi reynst miklu erfiðara en við gerðum okkur í hugar- lund þegar sameiningin átti sér stað, 1990, bæði frá efna- hagslegu sjónarhorni og fé- lagslegu. Margir fyrrum Aust- ur-Þjóðverjar fullyrða að þeir hafi það betra nú en á tímum Honneckers. Ég var staddur í persónulegum erindagjörðum í Vín í Austurríki fyrir skömmu. Þar véku margir samlandar mínir sér að mér og heilsuðu upp á mig. Flestir voru þeir frá fyrrum Austur- Þýskalandi. Fyrir nokkrum árum hefði þetta ekki verið mögulegt, þegar þeim var ó- heimilt að fara út fyrir landa- mærin. Nú er fólk frjálst ferða sinna og það þarf heldur ekki að biða í fimmtán ár eftir Trabantinum sínum. Allt kost- ar peninga, eins og ferðalag og bílar og auðvitað hefur þetta fólk það ekki eins gott og við hér í fyrrum Vestur- Þýskalandi. Það ber kjör sín skiljanlega saman við okkar. Af þessum sökum heyrum við oft spurningu á borð við þessa: „Við höfum haft það verra en þið í meira en fjörutíu ár - af hverju tekur þetta enn svona langan tíma?“ í þessu fyrrum alræðisríki var fólkinu stjórnað og því haldið niðri á sem flestum sviðum. Um leið var fyrir því séð að vissu marki - allir höfðu atvinnu, allir komust í skóla og öll börn á barna- heimili svo nokkur dæmi séu tekin. Það sama var að segja um húsnæðið þó að ekki hafi það verið upp á marga fiska samanborið við það sem við eigum að venjast. Nú gilda önnur lögmál, eftirlitinu og stjórnuninni hefur verið hætt og fólk sjálft látið sjá um hlut- ina. Lothar Demaizere, fyrr- um þingmaður eystra og for- ystumaður austur-þýskra kristilegra demókrata, CDU, á tímum sameiningarinnar, sagði eitt sinn að „hið almátt- uga kerfi“ hefði í senn verið eins og hegnandi og vernd- andi hönd. Það er vissulega gott að hin hegnandi hönd sé farin veg allrar veraldar en fólk finnur nú fyrir því að verndarhöndin er ekki heldur lengur til staðar. íbúðir þessa fólks eru í mörgum tilvikum ennþá jafnslæmar og þær voru fyrir þremur árum. Fólk ber þær saman við það sem það sér hér og spyr síðan hvort þetta ástand sé því bjóðandi. Nú verður fólk að annast miklu fleiri hluti sjálft og treysta meira á eigið frum- kvæði. Vissulega erum við ekki á- nægð með þróunina, sem hefði mátt vera hraðari. Við erum engu að síður komnir vel af stað og leggjum allt kapp á að vinna þessu braut- argengi á öllum sviðum. Þetta eru erfiðir tímar." - Hversu langan tíma þurfið þið enn til að jafna kjörin, kannski tíu til tuttugu ár? „Það er auðvitað undir ýmsu komið. Margt af því sem Adolf Hitler kom á er enn í fullu gildi þó að hann hafi ver- ið í gröfinni í næstum fimmtíu ár. Margt af því sem viðgekkst f fjörutíu ára kommúnista- stjórn í Austur-Þýskalandi tek- ur langan tíma að fjara út. Á næstu fimm árum eða svo ættu þessi tvö samfélög að geta verið búin að laga sig að ákveðnu marki hvort að öðru, þó að ýmislegt eigi eftir að taka lengri tíma. Um aldamót- in verður munurinn orðinn enn minni, vandamálunum mun fækka með hverju árinu sem líður. Að ýmsu leyti held ég að núna verði maður enn frekar var við þann framand- leika sem gjarnan ríkir á milli fyrrum íbúa Austur-Þýska- lands og fólks hérna megin heldur en 1990. Þetta hefur smám saman verið að koma í Ijós. Það er svo margt sem skilur þetta fólk að, fortíðin er gerólík. Þetta á eftir að minnka eins og annað og að því vinnum við markvisst." □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.