Vikan - 01.07.1993, Page 14
14VIKAN 13.TBL.1993
„Það má
segja að ég
vinni úr efni
sem í flestum
tilvikum fellur
til hér á
staðnum og í
nágrenninu,”
segir Edda.
Það gerir
Hlynur einnig
og sækir við-
inn oftar en
ekki í Hall-
ormsstaðar-
skóg, einkum
furu og lerki,
jafnvel víði.
Svo virðist
reyndar sem
listmunasmíði
hafi verið
stunduð í
Miðhúsum frá
aldaöðli. Þeg-
ar verið var að taka grunninn
fyrir íbúðarhúsi þeirra Eddu
og Hlyns árið 1980 fannst silf-
ursjóður með forkunnarfögr-
um skrautgripum, sem talinn
er vera frá því á 9. öld. Sér-
fræðingar telja þó sjóðinn
hafa verið gjaldmiðil, samtín-
ing skartgripa úr silfri sem
gætu hafa verið ránsfengur úr
strandhöggi íslenskra pilta
útlöndum.
Margir þeir hlutir sem Hlyn-
ur sker út eru gerðir jafnharð-
an handa viðskiptavinum sem
panta þá sérstaklega. I því
sambandi má nefna
forkunnarfagra
gripi á borð
við skírnar-
fonta í kirkj-
ur og mold-
u n a r ke r,
gestabækur,
hússkildi,
þorratrog og
yfirleitt hvað
sem er.
Hlynur er
gjarnan kall-
aður til þeg-
ar gefa þarf
eftirminni-
legar og
táknrænar
gjafir á
stórafmæl-
um til dæmis
- eða þjóð-
höfðingjum af
ýmsu tilefni. Út-
skorið tréð skreytir hann
svo jafnvel með útsöguðum
málmhlutum. Þegar félagar
Fornbílaklúbbsins eða aðrir
bílaáhugamenn, sem eru að
gera upp gamla bíla, fá ekki
einhverja þá hluti sem á vant-
ar til að fullkomna verkið er oft
haft samband við Hlyn sem
smíðar þá einfaldlega á verk-
stæðinu. Upphaflega ætlaði
hann að læra gullsmíði en
komst ekki að sem lærlingur.
Ekki má gleyma því að
Edda safnar íslenskum plönt-
um og ilmjurtum sem hún set-
ur í litla strigapoka sem hún
síðan selur útlendingum. Hún
málar líka íslenskar plöntur og
skreytir muni þeirra hjóna
með þegar því er að skipta.
versluninni selja þau alls
konar smámuni úr smiðju
sinni. Þangað koma rúturnar í
röðum á sumrin, fullar af
ferðamönnum. Þau segjast
selja allt sem þau framleiði og
þurfi yfirleitt ekki að liggja
með neitt. □
▲ Númeratafla.