Vikan


Vikan - 01.07.1993, Page 20

Vikan - 01.07.1993, Page 20
MEÐBIA-GRA GRÆN-BRÚN AUGU J ELMA LÍSA GUNNARSDOTTIR ER FJÓRÐI KEPPANDINN í FYRIRSÆTUKEPPNI VIKUNNAR OG WILD Elma Lísa Gunnarsdóttir er fjórða stúlkan sem við kynnum í fyrirsætukeppni Vikunnar og Wild. Hún verður tvítug í september. „Ég myndi þó ekki segja að ég sé dæmi- gerð meyja,“ svarar hún bros- andi þegar hún er spurð hvort saman fari stjömumerki og persónuleiki. „Kannski má segja að ég sé dálítið við- kvæm,“ bætir hún við. Og áður en lengra er haldið skulum við grennslast fyrir um nafn Elmu enda er það frekar óalgengt. „Ég er skírð í höfuð ömmu minnar sem heitir Axelma, Svanrún Axelma, en hún er alltaf kölluð Elma,“ segir nafn- an unga. Talið berst nánar að Elmu sjálfri, kostum hennar og göll- um. „Ég er eiginlega alltaf í góðu skapi," svarar hún hressilega en lítur brátt í gaupnir sér. Henni finnst svo- lítið erfitt að tala svona um sjálfa sig. En hún harkar af sér þegar kemur að göllunum. „Stjómsöm," svarar hún á- kveðið. „En samt ekkert yfir- máta stjómsöm," segir Elma síðan. „Frekja, neeei, ekkert voðaleg en ég er hreinskilin," bætir hún við en frekar eins og hún sé að tala við sjálfa sig. Elma er 172 sentímetra há, með blágrágrænbrún augu. Jú, mikið rétt, en það er ekki þar með sagt að allir þessir litir vaxi henni neitt í augum. Nema kannski þegar brúni lit- urinn verður áberandi en það segir Elma gerast stundum en að öllu jöfnu má lýsa augum hennar sem blágráum. For- eldrar hennar eru þau Elín Sverrisdóttir afgreiðslustúlka og Gunnar Þór Indriðason prentari. Elma er ein fimm systkina, hún er elst en hefur misst eldri bróður. Næstelsta systirin heitir Nína Björk og er Ijósmyndafyrirsæta Elite, Nýs lífs og lcelandic Models þannig að það má segja að fyrirsætu- hæfileikinn sé í ættinni. Vesturbærinn og Hagaskóli eru æskustöðvamar. Elma er reyndar nýflutt að heiman, fór að leigja með tveimur strákum, risíbúð í gömlu hverfi í mið- borginni. „Með yndislegu út- sýni,“ segir hún dreymin og vill greinilega á engu skipta fyrir stöðuna eins og hún er í dag. Og svo vel kann hún við sig á þessum sjálfstæðu nótum að annar sambýlingurinn er orð- inn virkilega góður vinur Elmu Lísu. Förum ekki nánar út í það. Við vendum kvæði okkar í kross með spumingu um menntun og starf. Störf væri raunar rétta orðið því einn vinnustaður er ekki nóg. Komum að því örlítið síðar því fyrst skal frægan telja Kvennaskólann en þar stund- aði Elma Lísa nám í eitt ár. Núna er hún að spá í öldunga- deild til stúdentsprófs þó enn hafi ekki komið til innritunar. Hún náði sér líka í umsóknar- eyðublöð inn í leiklistarskólann því það hefur lengi blundað í henni að læra leiklist. Úr því varð hins vegar ekki að svo komnu máli en það er aldrei að vita hvað verður í náinni framtíð. Og nudd er einhvers 20 VIKAN 13. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.