Vikan


Vikan - 01.07.1993, Page 27

Vikan - 01.07.1993, Page 27
skyggni upp að augabrúnum og ég starði ofan í ána. Því fór svo fjarri að ég væri þarna til þess að hreyfa mig. Ég, stangveiðimaðurinn mikli, var að leita eftir einhverju góm- sætu á grillið. Um leið og leið- in varð greið að nýju skellti ég gleraugunum í vasann og hélt áfram göngunni." BÖLVAÐUR DURTUR Eftir þriggja vikna göngu var Gunnar farinn að reyna að skokka með af og til, 100 metra og svo aftur 100 metra. Sama vegalengd og gengin var á morgnana var hjóluð á kvöldin. Síðan var smám saman bætt við og hamast eins og druslan dró og leyfði. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og kílóunum fækk- aði. „Ég sá strax árangur erfið- isins og það var rosaleg hvatning en um leið hræddist ég að gefast upp. Fólk fór að hæla mér og hvetja mig á- fram. Mér var illa við það og ég hef örugglega verið bölv- aður durtur við þá sem af elskulegheitum voru að reyna að peppa mig áfram. Fremst þar í flokki fór „vinur númer eitt" eins og Gunnar kallar hana, Ragnhildur Jósefsdóttir, en slíkan vin segir Gunnar ó- metanlegt að eiga til skrafs og hughreystingar á erfiðum stundum og til að samgleðjast þegar lífið brosir við manni. Þegar fór að hausta og kólna leist Gunnari ekki á blik- una og sá nú fram á að hann myndi ekki hafa sig út í frost og kulda til þess að fara að ganga eða skokka. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst stendur einhvers staðar og tvær álfkonur, Kara Mel- sted og áðurnefnd Ragnhild- ur, stigu út úr hólum sínum og létu Gunnar lofa sér því að mæta í tíma í Púls 180, lík- amsræktarstöð í KA-heimil- inu. Þar með varð ekki aftur snúið. TEFLDI VIÐ PÁFANN „Fyrsti tíminn var ekki síður erfiöur andlega en líkamlega. Ég var hrikalega stressaður allan daginn og ég veit ekki hversu margar hraðskákirnar við félaga páfa voru orðnar en þær voru allnokkrar. Ég var kominn í húsið nokkru áöur en tíminn byrjaði og strax var kominn dágóður hópur fyrir utan dyrnar. Ég hélt mig bara niöri í sal og þóttist vera þarna til þess að horfa á æf- ingu. Þetta var svona álíka og meö Polaroid gleraugun í upphafi. Mér fannst rosalega erfitt að láta alla sjá að ég ætlaði að fara í þetta." Kappinn var ekki mjög upp- litsdjarfur þegar inn í tímann var komið; þrjátíu og fimm konur á öllum aldri og einn karl, hann sjálfur. „Ég á þessum stúlkum mik- ið aö þakka, að þær skyldu láta sem ekkert væri í þessum þrjátíu og þrír fóru til hægri fór sá sami aftur í þveröfuga átt. Þetta skiptir auðvitað engu máli því ég var að hamast og það er vitanlega tilgangurinn með þessu, ekki að fá fegurð- arverðlaun fyrir tækni. Ég hugsa samt að ég hefði verið viökvæmur fyrir þessu þá, þó svo að ég geti hlegið að því núna.“ aöi hann það. „Þetta var eins óvísindalegt og frekast getur verið og ég er ekki viss um að þetta sé til fyrirmyndar. Ég hugsa að eðli- legra sé að láta lækni fylgjast með og fá ráðleggingar frá fagfolki hverrar greinar. Það er auðvitað bilun að maður eins og ég sé fljótlega kominn í það að æfa tíu til tólf sinnum Nú hleypur veiöimaöurinn yfir árnar í staö þess aö horfa ofan í þær eftir einhverju gómsætu á grillið. tíma. Ég er sannfærður um að hefði ég heyrt svo mikið sem eitthvað í líkingu við fliss eða ef einhver hefði svo mikið sem hugsað um að brosa I átt til mín hefði ég brotnað, látið mig hverfa og dottið í það, það er að segja átið.“ ARFASLAKUR Í ERÓBIKKINU „Það besta við þetta allt var að ég stóð alltaf í þeirri mein- ingu að ég væri nokkuö góður í þessum tímum og þyrfti ekki að hafa áhygcjjur af því að hreyfingarnar væru á ein- hvern hátt skrítnar. Það er talsverður hraði í þessu og maður þarf að geta samhæft hreyfingar handa og fóta. Ég hugsa að flestir eigi auðvelt með að ímynda sér mann í mínum þyngdarflokki klúöra sporunum algerlega. Mér er enda sagt að það hafi verið á við góöa bíómynd að fylgjast með mér, ég hafi verið hreint hroðalega slakur. Þegar þrjá- tíu og þrír fóru til vinstri fór einn til hægri; þegar sömu ENGAR MATARÆÐIS- FORMÚLUR Þótt ótrúlegt megi virðast var mataræðinu ekki vísindalega breytt. Hann þurfti enga stærðfræðinga til þess að reikna út hversu margar kalor- íur hann fengi úr einu og hita- einingar úr öðru. Hann hafði frétt að gott gæti verið að borða pasta og hann ákvað aö prófa það. Flestir vita að grænmeti er hollt og því borð- í viku og fái ekki nákvæmar leiðbeiningar um hvað rétt sé að borða með. Ekkert mátti klikka því þaö er ekki víst að ég hefði þolað það ef ég hefði til dæmis þurft að hætta Starfsmaö- urinn sem sumir töldu ekki geta beygt sig vegna vaxtar- lagsins. Frh. á bls. 30 13. TBL. 1993 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.