Vikan


Vikan - 01.07.1993, Page 32

Vikan - 01.07.1993, Page 32
TEXTIOG UÓStó.: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON DR. GUNNI í S.H. DRAUMI SEM VAR EN ER NÚ JH i Dr. Gunni, aftur kominn í Landsbankann, í sumarfríi frá námi í prentsmiöi. Hann er ennþá tryggur gömlu smáskif- unni og hyggst gefa út þrjár slíkar á þessu ári, eina í Finnlandi og tvær í Bandaríkjunum. Á SAFNDISK VIÐTAL VIÐ GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON, HELSTA NEÐAN- JARÐARROKKARA OG NEÐAN- JARÐARGOÐ ROKKBRANSANS Dr. Gunni var í róleg- heitum að taka upp póst þegar blaðamann bar að á Hótel Borg. „Ég er að útbúa „katalóg“ fyrir Smekkleysu, þar sem allt sem gefið hefur verið út á vegum fyrirtækisins verður að finna. Síðan verður hægt að panta upp úr þessum lista,“ sagði Gunni, „það er hinir Sykurmolasvöngu útlending- ar.“ Ánægður með að vera kominn á disk? „Já, já. Allt heila klabbið er fyrsti diskur- inn sem Erðanúmúsík gefur út. Það passaði vel að gefa þetta út núna, bæði fyrir okk- ur til að eiga og aðra til að kaupa. Plöturnar (Bensín- skrímslið skríður, Drap mann með skóflu, Goð og Bless, innskot GHÁ) hafa ekki verið til á síðustu árum og því gott tækifæri til að koma sögu S.H. Draums á hreint." S.H. Draumur spilaði á tón- leikum í Tunglinu í tilefni af útkomu Alls heila klabbsins. Þar var fjöldi manns og stuð mikið. Steingrímur Birgisson. gítarleikari hafði ekki snert á rokkhlið gítarsins undanfarin fimm ár eða frá því að Draumurinn hætti árið 1988, vegna áhuga hans á að ein- beita sér að fjölskyldumálum og klassiskum gítarleik sem hann kennir reyndar núna. Dr. Gunni og Birgir Baldurs- son trommari héldu ótrauðir áfram í Bless, að vísu með Gunna á gftar og Ara Eldon á bassa. En að því kom að Birgir hóf einnig að spila með Mannakornum og síðar Sál- inni hans Jóns míns, Bless skipti svo um mannskap og hætti síðan seint á árinu 1991. ENDURVAKNINGIN BÚIN Aðspurður sagði Dr. Gunni að tónleikarnir um daginn hefðu verið lokatónleikar Draumsins og ekki væri stefnt á að endurvekja sveitina. „Endurvakningin er búin en við Birgir eigum sjálfsagt eftir að vinna meira saman í fram- tíðinni." Áhrifin í tónlist Draumsins til að byrja með segir Gunni hafa komið frá sveitum á borð við Joy Division og The Cure en umskipti hafi orðið þegar hann keypti plötuna Prayers on Fire með áströlsku sveit- inni Birthday Party. „Þá tók hljómsveitin meðvitaða og villta stefnubreytingu. Þegar að Goðinu kemur get ég nú ekki séð neina sérstaka áhrifavalda, bara svona úr ýmsum áttum. Bless var svo undir nokkrum áhrifum frá The Pixies.“ Breiðskífunni Goð var dreift í mjög takmörkuðu magni (um 500 eintök) í Bretlandi og fékk mjög góða dóma í bresku popppressunni. S.H. Draumur fór með Sykurmol- unum 1988 til Englands, hit- aði upp fyrir þá en ekkert stórkostlegt gerðist og menn höfðu takmarkaðan áhuga á að gera eitthvað í málunum, 32 VIKAN 13. TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.